Tölvumál - 01.03.1990, Page 4
Tölvumál Mars 1990
Frá
formanni
Halldór Kristjánsson,
formaðurSÍ
Sameiginleg árshátíð
SÍ, Félags
tölvunarfræðinga og
KERFÍS
tímamótaviðburður
Sameiginleg árshátíð þessarra
þriggja félaga var haldin
föstudaginn 26. janúar síðastliðinn
að Hótel Loftleiðum. Árshátíðina
sóttu yfír áttatíu manns og er
skemmst frá því að segja að hún var
frábærlega vel heppnuð. Er það ekki
síst að þakka undirbúningsnefnd
félaganna og skemmtinefndum
þeirra að svona vel tókst til.
Dagskráin hófst með fordrykk í boði
Sjóvá-Almennra hf en að lokinni
setningu tók við bráðskemmtilegt
atriði frá skemmtinefnd
tölvunarfræðinga en hún hafði gert
símaat kvöldið áður á kostnað
formanns SÍ. Þá voru ávörp
formanna félaganna sem voru á
léttari nótunum en í ávarpi mínu
tilkynnti ég kjör heiðursfélaga SÍ og
er það ánægjulegasta verk sem ég
hefi unnið sem formaður félagsins.
Þá flutti Sverrir Ólafsson
framkvæmdastjóri hjá IBM
hátíðarræðu sem var
bráðskemmtileg eins og hans var
von og vísa. Á eftir fylgdu
skemmtiatriði félaganna sem voru
hvert öðru betra. Dregið var í
happdrætti kvöldsins í lok
skemmtidagskrár en IBM á íslandi,
HP á íslandi og GJJ gáfu glæsílega
vinninga. Árshátíðinni lauk svo með
því að stiginn var dans til 2 eftir
miðnætti við undirleik
hljómsveitarinnar Kaktus.
Það er samdóma álit þeirra sem þátt
tóku að þetta hafi verið vel
heppnaður og skemmtilegur
atburður sem ástæða sé til að
endurtaka að ári. Ekki síst er
ánægjulegt hversu vel tókst dl með
samstarf þessarra þriggja félaga og
svo sannarlega er hægt að kalla
þetta tímamótaatburð!
Ársfundur og
aðalfundur SÍ
Ársfundur SÍ var haldinn sama dag
og árshátíðin. Hófst hann með
ráðstefnunni Framtíð í ljósi fortíðar,
sem sótt var af tæplega 120 manns.
í lok ársfundar var haldinn
aðalfundur SÍ. Á fundinum var
fjallað um starf liðins árs og er
skýrsla formanns um það efni birt
hér í blaðinu.
Þá voru kjömir tveir nýjir
stjómarmenn í stað Jóns Gunnars
Berg sem óskaði eftir að fá að draga
sig í hlé frá stjómarstörfum og
Hjartar Hjartar sem flutd til
Þýskalands á árinu. Halldóra
Mathiesen og Haukur Oddsson voru
kjörin í þeirra stað og er mikill
fengur að því að fá þau í stjómina.
Þeim Jóni Gunnari og Hird eru
þökkuð ánægjuleg viðkynni og gott
starf fyrir félagið. Við vonum öll að
fá að njóta krafta þeirra síðar.
Oddur Benediktsson
kjörinn heiðursfélagi
Sí
Á árshátíð SÍ var tilkynnt kjör
heiðursfélaga Skýrslutæknifélags
íslands.
Við val á heiðursfélaga var fyrst og
fremst litið á framlag til þróunar
tölvu- og upplýsingatækni hér á
landi. Var leitað tírfjölmargra aðila
um tilnefningar og kom fljótlega í
ljós að kastljósið beindist að Oddi
Benediktssyni sem unnið hefur
mikið og gott brautryðjendastarf á
þessu sviði.
Á stjórnarfundi 12. janúar
síðaslliðinn var síðan einróma
samþykkt að gera Odd að
heiðursfélaga SÍ. Oddur hefur verið
lykilmaður í uppbyggingu náms í
tölvunarfræðum við Háskóla
íslands. Þá má sjá spor hans víða f
sambandi við tölvumál ,hcr á landi.
4