Tölvumál - 01.04.1990, Page 4

Tölvumál - 01.04.1990, Page 4
Tölvumál Apríl 1990 Frá formanni Halldór Kristjánsson, formaöur SÍ Nýjir stjórnarmenn í SÍ Á síðasta aðalfundi voru tveir félagar okkar kjömir til setu í stjóm SÍ næstu tvö árin. Það em þau Halldóra M.Mathiesen og Haukur Oddsson. Halldóra er deildarstjóri í tölvudeild Flugleiða en Haukur er forstöðumaður tölvudeildar íslandsbanka. Þá var Anna Kristjánsdóttir kjörin varaformaður með formlegum hætti, en hún hafði gegnt því embætti sem varamaður ffá því í september 1989, er Hjörtur Hjartar fór erlendis til starfa. Býð ég þau velkomin til starfa og vænti góðs af samstarfinu við þau. Breytingar á ritstjórn Töivumála Helgi Þórsson hefur óskað eftir því að verða leystur undan skyldum í ritstjóm Tölvumála vegna anna. Hefur stjóm fallist á þessa ósk hans og þakkar honum störf hans að útgáfu tímaritsins. Þá hefur Snorri Agnarsson tekið sæti í ritstjóm sem tengiliður stjómar. Á næstunni verður svo fjölgað í ritstjóm um einn til tvo. NordDATA 1990 í Gautaborg Á liðnum dögum hefur félögum Skýrslutæknifélagsins borist boð um þátttöku í NordDATA 1990 sem að þessu sinni verður haldin í Gautaborg. Félagið mun standa fyrir hópferð á þingið en um 20 íslendingar sóttu þingið í fyrra er það var haldið í Kaupmannahöfn. Enginn íslendingur mun að þessu sinni flytja erindi á þinginu en í fyrra vom tvö íslensk erindi flutt. Þrátt fyrir eftirgrennslan hafði enginn þeirra sem leitað var til um erindi tíma til þess að sinna því. Mikil kynning er því samfara að halda erindi á NordDATA og ástæða til að hvetja menn til að íhuga þetta fyrir næsta ár. Skoðunarferð í Landsvirkjun16. maí Landsvirkjun hefur boðið félögum SÍ í heimsókn hinn 16. maí næstkomandi klukkan 14 til þess að skoða nýjan kerfiráð Landsvirkjunar sem er í stjómstöð Landsvirkjunar við Bústaðaveg. Er ekki að efa að þessi heimsókn verður áhugaverð því með nýjum kerfíráð Landsvirkjunar er hægt að fylgjast með öllu kerfi hennar og fjarstýra því. Em félagar eindregið hvattir til að mæta, en tilkynning verður send um þetta síðar. Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku til skrifstofu SÍ í síma 2 75 77. Marilyn Parker 29. maí Þriðjudaginn 29. maí næstkomandi er stefnt að því að bjóða til ráðstefnu í samvinnu við SKÝRR og Stjómunarfélagið. Þegar þetta er ritað er ekki búið að ákveða stað eða tíma en líklegt talið að ráðstefnan verði á hefðbundnum ráðstefnutíma SÍ. Fyrir milligöngu SKÝRR hefur fengist hingað til lands Marilyn Parker upplýsingahagfræðingur og mun ráðstefnan fjalla um það efni. Einnig verða fengnir íslenskir fyrirlesarar. Á ráðstefnunni verður fjallað um upplýsingatækni frá öðm sjónarmiði en því vélræna og full ástæða til að hvetja félaga SÍ til þátttöku. Sumarið (vonandi) í nánd Nú líður að sumri og um leið dregur úr starfsemi SÍ. Ef tilefni gefst til verður þó haldinn fundur eða annar atburður. Starfið hefst svo að nýju í haust með mikilli ráðstefnu um stefnumótun i upplýsingatækni og höfum við, þegar þetta er ritað, fengið til liðs við okkur þrjá erlenda sérfræðinga til að fjalla um efnið. Það er því ástæða til að merkja strax við 6. september í dagbókinni til þess að missa ekki af þessum atburði!

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.