Tölvumál - 01.04.1990, Síða 14
Tölvumál Apríl 1990
Forritun í
OS/2:
Landkostalíkan
fyrir trjá og
skógrækt
Erindi Þorsteins
Þorsteinssonarfrá
ráðstefnu Sl, 8. mars 1990
Þegar forritao er i nýju styrikerfi
eru mörg vandamál sem þarfað
glíma við.
Sagan hefst í Tölvuháskólanum
vorið 1989, er við þrír, Sigurður
Ólafsson, Skarphéðinn Héðinsson
og Þorsteinn Þorsteinsson, ákváðum
að skrifa saman lokaverkefni við
skólann. Verkefnið skyldi skrifað í
OS/2 stýrikerfinu og nota bæði
Presentation Manager gluggakerfíð
og Database Manager sem er SQL
gagnagrunnur og fylgir IBM OS/2
Extended Edition. í ágúst fréttum
við svo í gegnum IBM á íslandi að
Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins
hefði hug á að láta skrifa forrit fyrir
sig sem uppfyllti einmitt þessar
kröfur okkar. Fórum við því í
heimsókn í Rannsóknastöðina og
þar tók Þorbergur Hjalti Jónsson
skógfræðingur á móti okkur, en
hann hafði yfirumsjón með verkinu
frá hendi Rannsóknastöðvarinnar.
Okkur leist vel á verkefnið og
ákváðum að hefjast handa hið
snarasta.
Hvaö er Landkostalíkan?
Það sem Rannsóknastöðin vildi fá,
var forrit sem gæfi upplýsingar um
veðurfar og áætlaði vöxt og afkomu
trjátegunda hvar sem er á íslandi.
Það skyldi þannig úr garði gert, að
hver sem er gæti sótt í það
upplýsingar, en þó svo opið fyrir
umbótum að það gagnaðist líka
vísindamönnum. Með kerfinu ætti
að vera:
1. Minni hætta á röngum
ákvörðunum um fjárfestingu
í skógrækt.
2. Von á betri árangri í
yndisræktun almennings.
3. Von á bættri skipulagningu
skógræktarframkvæmda.
4. Von á skilvirkara
þekkingarstreymi frá
rannsóknum í skógrækt til
notenda og betri nýtingu
rannsóknarkrafta í þágu
ræktunarinnar.
í þeirri útgáfu sem við skyldum
skrifa yrðu þó einungis veðurfars-
upplýsingar, þar eð gögn til að áætía
vöxt og afkomu trjátegunda út frá
veðurfarsgrunninum voru ekki
fullunnin, og gerð
veðurfarsgrunnsins yrði líklega
alveg nóg í bili. Hönnun skyldi þó
þannig úr garði gerð að auðvelt yrði
að bæta við vaxtar- og afkomuspám,
svo og hverju því sem
starfsmönnum
Rannsóknastöðvarinnar dytti í hug
að bæta við kerfið í framtíðinni.
Hafist handa
Greiningu og hönnun unnum við
þrír sameiginlega, en þegar kom
að forritun skiptum við með okkur
verkum. Sú skipting var í stórum
dráttum sú, að Sigurður sá um
meðhöndlun bitamynda, myndræna
framsetningu og útlit kerfisins;
Skarphéðinn sá um að lesa inn
bitamyndir, notandaskil, skýringar
og útíit kerfisins; og Þorsteinn sá
um gagnagrunninn, þræði,
útprentanir og yfirlitskort. Bar hver
okkar ábyrgð á sfnu verki en við
hjálpuðumst að við einstök
vandamál eftir því sem þurfti.
Þorbergur sá okkur svo fyrir
reikniformúlum, gögnum og
upplýsingum um skógfræðileg
atriði.
Þegar forritað er í nýju stýrikerfi eru
mörg vandamál sem þarf að glíma
við. Stærsta vandamálið er hve lítið
hefur verið forritað í stýrikerfinu, en
af því leiðir að lítið er til af bókum
sem hægt er að nota til að dýpka
skilninginn á afmörkuðum atriðum.
Einu bækumar sem fundust,
fjölluðu aðallega um atriði sem við
þegar kunnum eftir námskeið á
annari önn sem fjallaði um
gluggakerfi og þá sérstaklega
Presentation Manager. Hægt er að
nefna sérstaklega fjögur atriði sem
við þurftum að eyða tíma í, en þau
em gagnagrunnskerfið, þræðir,
bitamyndir og skýringakerfið í
útgáfu 1.2.
Nýjungar, sem þurfti aö
glíma við
Database Manager (DBM) er SQL
gagnagrunnur sem fylgir IBM OS/2
Extended Edition. Þekking okkar á
SQL var frekar takmörkuð og
14