Tölvumál - 01.04.1990, Page 17

Tölvumál - 01.04.1990, Page 17
Tölvumál Apríl 1990 Tölvuböl graðhesta Erindi Jónasar Kristjánssonarfrá ráðstefnu SÍ 26. janúar 1990. (Ath: Greinin sem hér birtist er talsvert stytt útgáfa af erindiJónasar. AÚS) Þrjár einkunnir í upphafi Fyrir 83 árum eða árið 1906, var byrjað að gefa einkunnir íslenzkum stóðhestum og kynbótahryssum. Hrossum, sem komust í ættbók, var skipt í þrjá flokka, sem gáfu 1., 2. og 3. verðlaun. Þriðju verðlaun voru diplómatísk afgreiðsla fyrir léleg hross, önnur verðlaun voru fyrir nothæf hross til undaneldis og fyrstu verðlaun fengu þau, sem talin voru hafa kynbótagildi fyrir framtíðina, -væru hrossaræktinni tíl framdráttar. Forsendur einkunnagjafarinnar voru óáþreifanlegar, en ætlunin var að bæta hrossastofninn í landinu, sem jafngildir því sennilega að rækta söluhæfari og dýrseldari hross. Auðvitað voru þá og eru enn deildar meiningar um, hvaða kostum ættbókarfærð hross ættu að vera búin, en þrískipting þeirra í 1., 2. og 3. verðlaun hafði í stórum dráttum nothæft gildi, ef hún var ekki tekin ofbókstaflega. Fjórtán atriði upp á hálfan og heilan Rúmlega hálfri öld síðar, um 1959, var farið að gefa nákvæmari einkunnir. Búinn var tíl skali með undireinkunnum frá 0 og upp í 10 og gefið í heilum og hálfum fyrir fjórtán mismunandi atriði, sjö er varða gerð eða byggingu hestsins og önnur sjö er varða kosti hans eða hæfileika. Þessi fjórtán atriði voru talin misjafnlega mikilvæg og höfðu því misjafnt vægi í myndarlegu reikningsdæmi, sem gaf niðurstöðu í aðaleinkunn upp á hundraðasta hluta úr stigi, þótt undireinkunnir væru reiknaðar í heilum og hálfum. Aðaleinkunnin gaf hestinum 1. verðlaun, ef hún fór í 8,00 eða hærra og 2. verðlaun, ef hún gaf honum 7,50 eða hærra. Lægri einkunn þýddi úrkast. Aftur þrjár einkunnir Einkunnagjöf einstaklinga og afkvæma var frá upphafi ýmsum annmörkum háð, þótt hún væri að vissu leyti framför, vegna aukins aga á dómnefndum. Skal ég rekja nokkra mikilvægustu annmarkana. Smám saman færðust dómar í þann farveg, að á ættbókarfærða stóðhesta voru nær eingöngu notaðar undireinkunnimar 7,5,8,0 og 8,5, það er að segja þrjár einkunnir eins og raunar hafði verið í upphafi aldarinnar. Úrkastið fékk 7,5, nothæfu hrossin 8,0 og kynbótahross framtíðarinnar 8,5, það er að segja á hverju hinna fjórtán sviða einkunnagjafarinnar. Dreifing einkunna varð að lokum sú, að í hverju hinna fjórtán atriða fékk helmingur hrossanna 8,0 í undireinkunn, fjórðungur fékk 8,5 og annar fjórðungur fékk 7,5. Aðrar einkunnir hurfu að mestu. Núna síðustu árin hefur einkunnin 9,0 verið notuð í 2% tílvika og einkunnin 7,0 í 2% tilvika, en hærri og lægri einkunnir hafa ekki sézt hjá ættbókarfærðum stóðhestum ámm saman. Tekið skal fram, að hér er aðeins rætt um ættbókarfærða stóðhesta fyrr og síðar. Ekki hefur verið upplýst, hvaða einkunnir fengu áður fyrr þeir sýndu stóðhestar, sem ekki náðu ættbók. Lausleg athugun mín frá í fyrrasumar bendir til, að einkunnir stóðhesta, sem nú ná ekki ættbók, fylgi reglunni á þann hátt, að þær séu hálfum lægri en hinna. Þannig fá þeir hvergi 9,0 í einkunn og 8,5 tekur við sem sjaldgæf einkunn að ofan. Að neðan bætist einkunnin 6,5 við sem sjaldgæf einkunn, í um eða innan við 1% tilvika. Einkunnir fallkandidatanna em því í 97% tilvika þrjár, 7,0,7,5 og 8,0. í heild má því segja, að einkunnaskalinn fyrir alla stóðhesta, ættbókarfærðra og fallinna, spanni fjórar einkunnir núna eins og í gamla daga. 17

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.