Tölvumál - 01.01.1991, Page 5

Tölvumál - 01.01.1991, Page 5
Janúar 1991 Fjölmennustu ráðstefnuna, um stefnumötun, sóttu 155 þátt- takendur en íjölmennasta fundinn, um UNIX, söttu 98 manns. Hugsanlegt er að einhverjar breytingar verði á þessari upptalningu en það er von okkar í stjóm að félagsmenn haldi áfram að sækja þessa atburði af jafn miklum krafti og áður. Gefrn voru út átta tölublöð af Tölvumálum með samtals 73 greinum. Heildarfjöldi blaðsíðna var 176. MeðalQöldi greina var því 9 og meðalstærð Tölvumála 22síður. Stærsta eintakið var 32 síður en það minnsta 16. Fyrirlesarar á ráðstefnum voru alls 30 en 12 framsögumenn á fúndum. Hagnaður varð af rekstri félagsins annað árið í röð og nemur hann um 600 þúsund krónum að þessu sinni. Félagið er því vel í stakk búið til að takast á við næsta ár. Félagsmenn í upphafi árs voru 1003 en í lok ársins voru þeir orðnir 1064, þar af er fjöldi fyrirtækja í félaginu 174. Af þessum tölum má ljóst vera að Skýrslutæknifélag íslands er öflugt félag sem stendur traustum fótum. Það er markmið okkar sem sitjum í stjórn að svo verði áfram. Starfið árið 1991 Búið er að ákveða að halda ráðstefnur um notkun tölva í skólastarfi, um opin kerfi, um sjónarmið stjórnenda í tölvu- málum og um hugbúnaðargerð, auk ET dagsins um næstu jól. Þá verður haldin námstefna um lög, rétt og siðferði auk þess sem félagsfundir verða haldnir þegar tilefni gefst til. Þá verða gefnir út bæklingar þeir sem áður er getið um og útgáfa Tölvumála verður áfram með miklum blóma. 5 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.