Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1992, Síða 9

Tölvumál - 01.04.1992, Síða 9
Apríl 1992 Um útflutning á hugbúnaði Ágúst Úlfar Sigurðsson, ritstjóri íslenskir hugbúnaðarlistamenn Löngum hefur íslenska listamenn dreymt um að hljóta slíkan frama að þeir rnættu lifa af listiðkun sinni einni saman. Nokkrir hafa náð því marki, en þó eru þeir fleiri, sem ekki hafanáð svo langt. Aðeins örfáir listamenn hafa fengið alþjóðlega viðurkenn- ingu og geta selt verk sín utan íslands, stundað útflutning á hugverkum sínum. Listsköpun og hugbúnaðargerð vil ég flokka saman sem hugverk. Hagsmunamál hugbúnaðarfólks og listamanna eru því að mörgu leiti þau sömu, sem sjá má af eftirfarandi: * Hugverk er einatt erfitt að mæla eða tjá í tölum á vit- rænan hátt. Málverkið er sjaldan selteftirflatarmáli eða bókin eftir þyngd, þótt þessa eiginleika megi auðveldlega mæla. Það eru aðrir eigin- leikar verksins, sem skipta máli. Sama gildir um hug- búnað. Hann er oftast keyptur vegna þarfar, sem betur má lýsa með orðum en tölum. * Kostnaður við gerð hugverks liggur einkum í vinnulaunum. Hráefnis- og tækjakostnaður eru oftast léttvægir, en kynn- ingar- og auglýsingakostn- aður getur orðið verulegur. * Eitt og sama hugverkið má skrá á mismunandi miðla, sem hægt er að fjölfalda og dreifa. Dæmi:Pappír, segulmiðlarog plastskífur * Höfundarréttur, einkaleyfi og afnotaréttur eru hugtök til að tryggja hag listamanna, höf- unda og eigenda hugverka. Þau eiga ekki síður við um hugbúnað en myndlist, tónlist og bókmenntir. Afbrot, svo sem ólögleg fjölföldun og hvers konar hugverksstuldur, bitna jafnan bæði á lista- mönnum og hugbúnaðar- listamönnum. Þarf að tína til fleiri atriði? Ég held ekki. Skilin milli list- sköpunar og hugbúnaðargerðar verða sífellt óljósari. Ekki bætir úr skák að margir listamenn hafa tekið töl vutæknina í þjónustu sína til hagræðingar við list- sköpunina. Nú er unnið að smíði laga um höfundarrétt og skyld mál. Hugbúnaðarhöfundar eiga þar verulegrahagsmunaaðgæta, sem ekki mega gleymast. Viðskiptajöfnuður Þar sem erlendur markaður er miklu stærri en innlendur er sjálfsagt fyrir íslenska listamenn og hugbúnaðarsmiði að reyna að selja afurðir sínar erlendis. Nokkur hugbúnaðarfyrirtæki hafa náð talsverðum árangri og er það ánægjulegt. Erfitt er að meta hversu áreið- anlegar opinberar tölur um hug- búnaðarviðskipti eru, eneftirþví sem helst má ráða úr verzl- unarskýrslum síðasta árs var fluttur til landsins hugbúnaður fyrir 267 milljónir króna, en frá landinu fyrir tæpar 5,7. Fyrirgreiðsla Nokkuð hefur verið gert af hálfu opinberra aðila til aðstoðar við útflutning. NefnamáÚtflutnings- ráð Islands og Iðnlánasjóð að öðrum ólöstuðum. Útflutnings- ráð veitir ýmsa þjónustu, og ættu allir, sem eru í alvarlegum hug- leiðingum um útflutning, að leita þangað og kynna sér þá þjón- ustu, sem í boði er. I kynningarriti Útflutningsráðs, sem væntanlega fer víða um lönd eru nefnd 14 íslensk fyrirtæki, með 147 starfsmenn, sem vilja selja hugbúnað til útlendinga. Því miður kemur ekkert fram um eðl i hugbúnaðarins og öll hugbún- aðarfyrirtækin eru saman í eins konar ruslakistuflokki (Other products - Miscellaneous). Hér má svo sannarlega gera betur. Um starfsemi Iðnlánasjóðs og annarra lánastofnana kunnum við ekki að greina. Að sjálfsögðu þarf að fara varlega með ráðstöfun á almannafé. Þeir sem ráðstafa af sjóðum landsmanna til atvinnuuppbyggingar ættu eftirleiðis að skoðahugbúnaðar- gerð sem raunhæfan kost. I þessu hefti Tölvumála er safn aðsendra greina um útflutning hugbúnaðar. Vonandi geta þeir sem ganga með drauma urn út- flutningeitthvaðlærtafþeim. Ef einhverjir geta bætt um betur tökum við fúslega við fleiri greinum um þetta efni til birtingar seinna. Málið er alls ekki útrætt, við erum rétt að byrja. Greinahöf- undum og öðrum, sem hafa lagt okkur lið færum við bestu þakkir og óskum þeim góðs gengis á víðáttum hinna erlendu markaða. 9 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.