Tölvumál - 01.04.1992, Síða 10
Apríl 1992
Frá ársfundi SÍ:
Hugbúnaður á Evrópumarkaði
Vilhjálmur Þorsteinsson, íslenskri forritaþróun
Inngangur
í þessari grein mun ég fjalla um
Evrópuþróunina frá sjónarhóli
upplýsingatækni. Fyrst mun ég
ræða þróunina almennt og
hlutverk upplýsingatækninnar í
henni, þá áhrif hennar á íslenska
upplýsingatæknimarkaðinn, og
loks líta á þá möguleika sem
kunna að opnast fyrir íslensk
fyrirtæki á sameinuðum Evrópu-
markaði.
Hætta á einangrun
Að mínu mati er veruleg hætta
fólgin í því fyrir Islendinga ef
samningar takast ekki um
evrópskt efnahagssvæði. Við
eigum á hættu að einangrast og
horfa á þróunina hlaupa framhjá
okkur. Þegar gömlu austur- og
vesturpólarnir hverfa, koma þrír
meginpólar í staðinn í
efnahagslegum og stjórnmála-
legumskilningi: Stór-Bandaríkin
(það eru Bandaríki Norður-
Ameríku, Kanada og ef til vill
Mexíkó), sameinuð Evrópa, og
Austurlönd með Japan í broddi
fylkingar. Auðvitað er þetta
einfölduð heimsmynd en nægileg
í samhengi þessarar umræðu.
Augljóst er að ísland á tvo kosti:
að verða "hlutlaust" og tengjast
engum pól fremur öðrum, eða
að taka virkan þátt í sameinaðri
Evrópu, sem við eigum menning-
arlegasamleiðmeð. "Hlutleysi"
gæti þýttmeðal annars: Aðlsland
yrði utan tollmúra þrípólanna og
þyrfti að semja sérstaklega við
hvern þeirra um ívilnanir.
- Að ísland yrði sérstaklega að
semja um fyrirgreiðslu fyrir
námsmenn erlendis.
- Að ísland yrði ekki sjálfkrafa
aðili að sameiginlegumrann-
sóknar- og þróunarverkefnum.
- Að íslensk fyrirtæki nytu ekki
jafnræðis á erlendum mörk-
uðum.
- Að Islendingar ættu erfiðara
með að leita á erlenda
atvinnumarkaði
og svo mætti lengi telja.
Eg tel hlutleysið vera ávísun á
einangrun; það þýði að ísland
missi af strætisvagninum og að
ungir Islendingar muni heldur
vilja starfa í hringiðu þróun-
Aðeins eru
nokkur ár síðan
þeir möguleikar
sem ég hef verið að
lýsa um útflutning á
Evrópumarkað
voru nánast
útilokaðir
arinnar í Evrópu en heima á ísa
köldu landi. Með virkri þátttöku
Islands í samstarfi Evrópuþjóða
eigum við samleið með ná-
grannaþjóðum okkar og þeim
þjóðum sem við berum okkur
samanvið. Viðnjótumsamstarfs
við þessar þjóðir á sviði
menntunar, rannsókna, atvinnu-
mála og svo framvegis, og njótum
hagkvæmni stærðarinnar í auk-
inni samkeppni og lægra vöru-
verði. Á móti kemur að við
verðum að standa okkur og fram-
leiða vöru og þjónustu sem stenst
samjöfnuð við það besta sem
aðrar þjóðir bjóða. Auðvitað
komumst við aldrei langt án þess,
hvort sem við stöndum innan
sameinaðrar Evrópu eða utan.
Upplýsingatæknin í
Evrópu
Upplýsingatæknin verður ekki
aðeins fyrir áhrifum af Evrópu-
þróuninni, heldur beinlínis ein af
forsendum hennar. Það gefur
auga leið að erfiðara er að tvinna
saman markaðssvæði sem sam-
sett er úr mörgum og um margt
ólíkum þjóðum heldur en svæði
á borð við Bandaríkin, þar sem
nánast allir tala sama mál og hafa
búið við sameiginlega yfirstjórn
í meira en 200 ár. Upplýsinga-
tæknin er eitt mikilvægasta
verkfærið við smíði samein-
aðrar Evrópu. Síma- og fjar-
skiptatækni tengir saman fólk,
gagnanet tengja saman fyrirtæki
og skóla í ólíkum löndum, og
tölvur raða upplýsingum frá
mismunandi svæðum saman í
einaheild. Til þess að auðvelda
upplýsingatækninni að gegna
hlulverki sínu þarf stöðlun. Mér
eru ofarlega í huga skjalaskipti
milli tölva, SMT, sem á ensku
nefnast EDI. Sameinuðu þjóð-
irnar hafa haft forgöngu um
stöðlun helstu viðskiptaskjala
undir samheitinu EDIFACT.
EDIFACT-stöðlunin þýðir ekki
aðeins að unnt sé að senda
10
Tölvumál