Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1992, Qupperneq 12

Tölvumál - 01.04.1992, Qupperneq 12
Apríl 1992 pantanir, reikninga, tollskýrslur og svo framvegis milli tölva; með öðrum orðum er EDIFACT ekki aðeins tæknistaðall. Skjalaskipti milli tölva kalla á hugarfars- breytingu, einföldun og samræm- ingu í viðskiptum yfirleitt. Ohagræði vegna tungumála- erfiðleika og mismunandi venja og reglna milli landa minnkar verulega með tilkomu SMT. Alþjóðleg upplýsingatækni- væðing á borð við SMT getur hjálpað til við að auðvelda samskipti, einfalda verklag og ryðja úr vegi hindrunum; en allt eru þetta ákjósanlegir kostir í Evrópuþróuninni. Stöðlun og samkeppni Það er ekki að furða að Evrópu- bandalagið og stofnanir í ýmsum Evrópulöndum hafa lagt mikla áhersluástöðlun. Þettaerheppi- leg þróun, ekki síst á sviði upp- lýsingatækni, og sem betur fer höfum við Islendingar nokkuð góða aðstöðu til að fylgjast með þróun á þessu sviði, til dæmis með aðstoð Upplýsingatækni- staðlaráðs. Evrópubreytingarnar hafa áhrif á íslenska upplýsingatæknimark- aðinn ekki síður en aðra mark- aði. Sumarþessarabreytingaeru núþegaráþreifanlegar. Semdæmi get ég nefnt að hollenskir tölvukaupmenn funduðu nýlega með mörgum af stærri IBM- notendum á íslandi, þar sem Hollendingarnir kynntu þjónustu sína við kaup og sölu notaðra IBM-tölva. Viðmunumáreiðan- lega verða vör við beina sam- keppni evrópskra fyrirtækja á íslenska UT-markaðnum. Stóra spurningin er hversu langt erlend fyrirtæki munu vilja ganga í þjónustusölu til íslands. Munu þau setja upp eigin skrifstofur hér, eins og Oracle í Danmörku hefur til dæmis nú þegar gert, eða vinna í samstarfi við íslensk fyrir- Eitt hundrað milljónir tæki eins og önnur dæmi eru um? Þetta er mikil væg spurning vegna þess að stór hluti virðisaukans í upplýsingatækni liggur ekki í stöðluðum pökkum heldur í þjónustu, viðhaldi og endur- bótum. Evrópusamkeppnin hefurþákosti fyrir kaupendur upplýsingatækni að verðmúrar hrynja. Ekki verður lengur hægt fyrir tölvu- framleiðendur að láta viðskipta- vini borga miklu hærra verð á Islandi en í öðrum Evrópulönd- um. Islenskirtölvusalarverðaþá jafnframt að standa sig í harðri samkeppni og gefaekki erlendum keppinautum færi á sér. Eg tel að þeir standi þar vel að vígi og að hið harða samkeppnisumhverfi séþeimhollt. Tölvuverðáíslandi er nú þegar hagstætt ef miðað er við Evrópulönd. Hugbúnaðarmarkaðurínn Margt er tvísýnt fyrir íslenska hugbúnaðarframleiðendur í þessu samhengi. í fyrsta lagi má búast við því að með sameiningu ogauknu samstarfi íslenskrafyrir- tækj a við evrópsk fyrirtæki færist í vöxt að íslensku fyrirtækin fái upplýsingakerfi og hugbúnað frá hinum erlendu félögunt sínum. Auðvitað erþettahagkvæmtfyrir neytendur, þar sem íslenskufyrir- tækin spara sér dýra hugbúnaðar- gerð og njóta þess að fá öflug kerfi fyrir lítið fé. Fyrir íslensku hugbúnaðarfyrirtækin er þetta vitaskuld ekki eins ánægjuleg þróun. Það gildir það sama hér og almennt í tengslum okkar við hinn stóraEvrópumarkað: Finna þarf hillu (niche) þar sem íslensk fyrirtæki ná að sérhæfa sig og bjóðabetrilausnirenaðrir. Þetta er það sem til dæmis Marel hefur gert í útflutningi sínum. Ein hilla er vitaskuld sjálfgefin, en það er smíði hugbúnaðar sem að einhverju leyti miðast við Hollenskir tölvukaupmenn funduöu nýlega meö mörgum af stærri IBM-notendum á íslandi, þar sem Hollendingarnir kynntu þjónustu sína við kaup og sölu notaðra IBM-tölva séríslenskar aðstæður, og veiting góðrar þjónustu sem byggir á nálægð við viðskiptavininn og skilning áhinu íslenska umhverfi. Okosturinn við séríslensku hill- una er sá að hún býður ekki upp á gagnsókn inn á hinn stóra Evrópumarkað. Hugbúnaðarfyrirtæki sem hyggur á útflutning verður því að finna sér hillu sem býður í senn upp á sterkan heimamarkað og nægi- lega sérhæfingu til að hægt sé að keppa á erlendum markaði. Evrópumarkaðurinn hefur ýmsa kosti fyrir íslensk hugbúnaðar- fyrirtæki. íslendingar eiga menn- ingarlega samleið með Evrópu- búum eins og áður var nefnt og grunngerð þjóðfélaganna er áþekk. Viðskiptahugbúnaðar- markaðurinn í Evrópu er ennþá 12 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.