Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1992, Qupperneq 16

Tölvumál - 01.04.1992, Qupperneq 16
Apríl 1992 verið valin og helsta stefnumótun liggur fyrir hvað varðar innihald og útlit vörunnar þarf að ákveða dreifileiðir á markaðinum og huga að samningum við um- boðsmenn eða samstarfsaðila. Margar ólíkar leiðir koma hér til greina. Beinn/óbeinn útflutning- ur, umboðsmenn, útibú, "joint venture", og margt fleira. Veltur þetta mjög á vörunni sem flytja á út. Þessi hluti ákvarðanatökunnar er mikilvægur því það ræðst í samningum af þessu tagi hver réttarstaða selj anda og kaupanda/ dreifiaðila er um næstu framtíð. Sérstaklega þarf að vera vakandi fyrir uppsagnarákvæðum og tímalengd samninga við um- boðsmenn. Taka þarf ákvörðun um verð- stefnu á markaðinum og fer það eftir samkeppnisaðstöðu hve Ekki veröur langt að bíða þess að íslenskum fyrirtækjum verði vísað frá á erlendum mörkuðum, ef fyrirtækin geta ekki sýnt fram á vottuð gæðastjórnkerfi góðum verðum má búast við að ná. Sölu- og kynningarmál er nauðsynlegt að ákvarða og er kostnaðarsamt að stunda á erlendri grund. Jafnframt þurfa útflytjendur að þekkja kostn- aðinn vegna samskipta og ferða- laga vegna erlendra markaða. Síðasta stefnumótandi ákvörð- unin sem hér verður nefnd er útþenslustefnan sem fyrirtækið ætlar að fylgja. Hvaða markaðir eru næstir í röðinni og hvenær? Hvernig er ætlunin að undirbúa sóknina þangað? Algeng vandamál Heimamarkaður okkar er oft og tíðum svo smár að hann ber ekki heildarþróunarkostnað varanna. Því er brugðið á það ráð að freista þess að selja vöruna erlendis til að fá tóm til að ljúka endanlega við vöruna. Ef fyrir- tækið hefur ekki fjárhagslegan styrkleika til að ljúka vörunni endanlega á heimamarkaði er hætt við að vandræði hljótist af, menn lenda í vítahring. Dreifi- aðilarnir hafa ekki sannfærst um fjárhagslegt traust útflytjandans, varan er ekki "alveg" tilbúin, það vantar "bara" leiðbeiningarnar á útlensku, og útflytjandinn getur ekki lokið verki sínu fyrr en umboðsaðilinn hefur selt fleiri vörur. Umboðsaðilinntreystirsér ekki til að selja fleiri eintök af ótta við að sitja uppi með hálf- kláruð mál. Stundum er verið að fást við kaupendur og dreifiaðila sem bregðast við, líkt og hugsast gæti að við Islendingar gerðum, ef Grænlendingar kæmu hingað í flokkumogreyndu að seljaokkur hugvit, ráðgjöf og hugbúnað; einhverjir myndu bregðast við af tortryggni. En Islendingar eru þvílíkir athafna- og hugvitsmenn að okkur tekst næstum því alltaf að selja einhverjum hugmyndir okkar, vanalega áður en þær eru orðnar að veruleika. Síðan brestur þolið. Víða erlendis eru kaupendur mjög hollir gagnvart innlendum vörumogframleiðendum ogvelja þeir gjarnan innlendar vörur umfram erlendar. Þessu er oft ól íkt varið á Islandi, þar sem það hefur ekki þótt tiltökumál að versla erlent þó íslenskt sé til af svipuðum gæðum og á svipuðu verði. Markaðssetning útflutningsvara er mjög kostnaðarsöm og tíma- frek og hafa margir framleiðendur ekki áttað sig á því. Fyrirtækin hafa ekki haft nægjanlegan slagkraft fjárhagslega til að koma það getur tekið mörg ár og margar milljónir króna að koma fyrstu sölunni í gegn útflutningsmálum sínum fyrir með sannfærandi hætti. I útflutningi á hugbúnaði sem undirritaður hefur kynnst nokkuð, hættir mönnum mjög til að hefja útflutning áður en varan er raunverulega tilbúin í þeirri útgáfu sem á að hefja sölu á. Engar handbækur eru til. Að- lögun að erlendum aðstæðum er á frumstigi og fjárhagslegt og stjórnunarlegt afl fyrirtækjanna er lítið. Að ýmsu þarf að hyggja í upphafi og eitt hið fyrsta sem menn verða á átta sig á er að það getur tekið mörg ár og margar milljónir króna að korna fyrstu sölunni í gegn án þess að nokkur trygging sé fyrir því að sú næsta verði að veruleika. Að því búnu hefst langur og strangur tími þar til varan fer að hreyfast að einhverju marki. 16 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.