Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1992, Qupperneq 18

Tölvumál - 01.04.1992, Qupperneq 18
Apríl 1992 Utflutningur á íslenskum róbótum til álvera Jón Hjaltalín Magnússon, verkfræöingur ídesember 1987 varfyrstiíslenski róbótinn settur upp hjá íslenska Alfélaginu hf í Straumsvík. Fyrirtækin sem þróuðu þennan róbóta voru JHM verk- fræðiþjónusta í samstarfi við Landssmiðjuna hf. Fengu þau traust ISAL til að þróa þennan róbóta eftir að tæknimenn ÍSAL höfðu sannfærst um að hin tæknilega lausn þessara íslensku fyrirtækja væri betri en mótsvarandi tilboð frá tveimur norskumog þýskumfyrirtækjum. Róbótakerfi þetta setur svo- kallaðaálkragautan umjárntinda rafskautanna. Þessir álkragar eru síðan fylltir með kolasalla, sem bakast utan um tindana þegar skautin eru sett í kerin og raf- straumur fer um tindana niður í kolaskautinn. Þessir kragar gera það að verkum, að minna járn fer úr tindunum í álið og þannig aukast gæði álframleiðslunnar. Þá má nota rafskautin um 10% lengur í kerjunum, án þess að hætta sé á að járn komi úr tindunum í álið og um leið minnkar verulega viðgerð á járntindunum. Hérerum sparnað að ræða sem skiptir miljónum dollara á ári fyrir stór álver. Róbótinn sjálfur er loftdrifinn, en notuð er PLC stýritölva til að stýra loftventlunum. I framhaldi af þessari uppsetningu á róbótakerfinu hjá ÍS AL og þegar ljóst var að tækjabúnaðurinn uppfyllti kröfur þeirra um áreiðaleika, þá hóf JHM al- þjóðlega markaðssetningu á róbótanum. I heiminum eru starfandi um 180 álver, þar af um 100 sem nota forbökuð rafskaut eins og ÍSAL og ættu því að hafa áhuga á þessu tækjabúnaði. Eins og við var búist, þá er kostnaður við alþjóðlega nrarkaðsetningu verulegur, sérstaklega þegar um sölu á flóknum róbótakerfum er að ræða. Ein eða tvær heim- sóknir eru nauðsynlegar til við- komandi álvers til að ræða alla tæknilegaeiginleikakerfisins svo og aðlögun að framleiðslukerfi álversins áður en búast má við pöntun. Send voru upplýs- ingagögn lil allra 180 álveranna og fengust strax jákvæð við- brögð frá nokkrum þeirra. Þá komu forsvarsmenn nokkra ál vera til ISAL til að kynna sé róbóta- kerfið. Gert var myndband um róbótakerfið og hefur það kornið sér vel í markaðs- setningunni. Myndin sýnirfyrsta íslenska róbótann, sem settur var upp hjá ISAL í desemberárið 1987. Griptól róbótans er að setja álkraga utan um annan tind rafskautsins. Búið er að setja á hinn tindinn. Á síðastliðnu ári var svo settur upp fyrsti íslenski róbótinn í norskt álver, Sör - Norge Aluminium AS í Husnes.Þegarþetta er ritað, hálfu ári síðar, þá segja N o r ð m e n n i r n i r bara : "det er sko fina grejer". Þetta álver sýndi fyrst áhuga á róbóta- kerfinu árið 1988 og á árinu 1990 var það heimsótt tvisvar til að ræða ýmiss tæknileg mál. Pöntun barst 18 Töl vumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.