Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1992, Síða 20

Tölvumál - 01.04.1992, Síða 20
Apríl 1992 Hugbúnaður sem útflutningsgrein Ásgrímur Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri og Dröfn Hreiðarsdóttir, Tölvusamskiptum Faxhugbúnaður fyrir Windows 3.0 og staðarnet Fyrirtækið Tölvusamskipti er hugbúnaðarfyrirtæki, stofnað 1988, sem hefur sérhæft starfsemi sína á sviði samskipta og upp- lýsingatækni. Aherslahefurverið lögð á að framleiða hugbúnað til útflutnings. Markviss útflutn- ingur hjá Tölvusamskiptum hófst í apríl á síðasta ári. Sá hugbún- aður sem um ræðir er fax- hugbúnaður fyrir staðarnet og Windows 3.0 sem hlotið hefur heitið Skjáfax hér á landi en Traffic Manager á erlendum markaði. Til að átta sig betur á því um hverskonar útflutningsvöru hér um ræðir er rétt að lýsa henni í fáum orðum. Skjáfax (Traffic Manager) er fjölnotenda sam- skiptakerfi fyrir Windows 3.0 og staðarnet, til að senda og taka á móti föxum. Sending faxa getur farið fram frá öllum gerðum Windows forritaeins og t.d. Word og Excel. Uppsetning hugbún- aðarins getur farið fram á hvaða DOS staðarneti sem er og vinnur að auki á öllum CAS-sam- hæfðum faxkortum eins og GammaFax XP/CP frá Gamma- Link, Connection Coprocessor/ Satisfaction frá Intel o.fl. Hvert fax er sent með HP-Laser- Jet eða PostScript gæðum og viðtakandi prentar það út á gæðaprentara á venjulegan pappír. Sá árangur sem þegar hefur náðst með útflutningi á Skjáfax (Traffic Manager) hefur opnað augu okkar og treyst okkur enn frekar í þeirri trú að framleiðsla á hugbúnaði sé raunhæf og arðvænleg atvinnu- grein sem ekki sé rétt að láta ósnerta. V egna síaukinnar notkunar á hug- búnaði í öllum greinum atvinnu- lífsins hafa flestar vestrænar þjóðir veitt stórum upphæðum til þess að tryggja sem mesta þekkingu á sviði hugbúnaðar- framleiðslu heima fyrir. Þetta hefur leitt til þess að upp hefur sprottið ný atvinnugrein sem skapar verðmæti úr hugviti einu saman. Árangur þessa er svo að sjálfsögðu hagræðing á meðal hefðbundinnar atvinnustarfsemi. Hvaö þarf til hugbúnaðarframleiðslu? Flest hugbúnaðarkerfi eru hönn- uð af fámennum hópum fólks sem vinnur á skrifstofu. Það er rangt að tala sífellt um hundruð mannára í hvert skipti sem þróun hugbúnaðar ber á góma á meðal fræðimanna. Slíkar yfirlýsingar draga einungis úr fólki kjark og geta orðið til þess að fullfærir forritarar leggi aldrei af alvöru út 20 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.