Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1992, Side 24

Tölvumál - 01.04.1992, Side 24
Apríl 1992 Krabbameinskerfið Björgvin Gunnlaugsson CART verkefnið Árið 1984 hófst samnorrænt verkefni sem hafði það markmið að þróa nýja tækni fyrir Krabba- meinslækningadeildir. Einkum var geislameðferð krabbameins- sjúklinga höfð í huga enda er sú meðferð flókin og mikillar nákvæmni þörf, t.d. við útreikn- ing á geislaskömmtum. Verkefni þettakallaðistCART (Computer Aided Radiation Therapy) og fékk Og svo munum við forðast að setja öll eggin aftur í sömu körfuna hvert Norðurlandanna einn þátt verkefnisins í sinn hlut. Mark- miðið var að hver þátttakandi verkefnisins byggi til markaðs- hæfa vöru sem síðan átti að geta haft nauðsynleg samskipti við vörur sem yrðu til hjá öðrum þátttakendum. íhlutíslandskom gagnaskráningarkerfi og hófst þar með saga hins svokallaða "Krabbameinskerfis". Verkefnið var að stórum hluta fjármagnað af Norræna Iðn- þróunarsjóðnum og var það gert að skilyrði fyrir styrkveitingu að um samvinnu sjúkrahúss og fyrirtækis yrði að ræða. Land- spítalinn og Tölvuþekking, sem þá var einkafyrirtæki Odds Benediktssonar, tóku verkefnið aðsér. Ymsiraðriraðilarstuddu verkefnið þar á meðal IBM á Islandi, sem gaf einkatölvu sem kerfið skyldi þróað á. I ársbyrjun 1985 réð Oddur Benediktsson höfund þessarar greinar til að vinna að verkefninu og hófust þá mikil og stíf funda- höld með starfsfólki á Krabba- meinslækningadeild Landspítal- ans. Fyrir Landspítalamönnum fóru Garðar Mýrdal, eðlisfræð- ingur og Þórarinn Sveinsson, yfirlæknir en margt annað starfs- fólk átti einnig hlut að máli. Ákveðið var að leggja áherslu á að búa til skráningarkerfi þar sem safna skyldi upplýsingum sem síðar mætti nota til ýmissar úr- vinnslu eins og t.d að leggja mat áárangurmeðferðarinnar. Núer það svo að krabbamein er oft langvinnur sjúkdómur, þannig er t.d. algeng skilgreining á því hvenær sjúklingur telst læknaður sú að sjúklingurinn telst læknað- ur þegar hann hefur verið sjúk- dómsfrír í 5 ár. Vegna þessa koma sjúklingar reglulega í eftirlit lengi eftir að eiginlegri meðferð lýkur. Með þetta í huga voru hönnuð 3 eyðublöð, eitt skyldi fylla út í við fyrstu komu sjúklingsins og voru þar meðal annars skráð sjúkdómsgreining, atvinnusaga sjúklingsins og reykingavenjur. Hin tvö eyðublöðin voru annars vegar fyrir komu í meðferð og hins vegar fyrir komu í eftirlit að lokinni meðferð og skyldi fylla annað hvort þeirra út, eftir því sem við átti, við hverja komu sjúklings. Var nú skrifað kerfi til að skrá þessi eyðublöð, í upphafi var notast við dBase en fljótlega var farið yfir í Clipper. Sumarið 1985 kom einnig að verkefninu Hjálmtýr Hafsteinsson og skrifaði hann úrvinnslukerfi fyrir þær upplýsingar sem kerfið geymdi. Haustið 1985 fórum við hins vegar báðir til náms erlendis en þá var nýbúið að taka kerfið í notkun á Krabbameinslækninga- deild Landspítalans. Fljótlega kom í ljós að kerfið gaf lítið af sér miðað við þá vinnu sem fór í að fylla út eyðublöðin, kerfið gleypti vissulega við öllum upplýsingum sem því voru réttar en veitti litla hjálp við daglega starfsemi deildarinnar. Þetta varð til þess að áhuginn á að fylla út eyðublöðin minnkaði og þar með gæði upplýsinganna sem fóru inn í kerfið. Ýmsir komuaðverkefninuáárinu 1986 en án þess að unninn væri bugur á þessum galla kerfisins. Á vor- dögum 1987 lauk síðan CART verkefninu. Skömmu síðar kom ég heim frá námi og var þá ráðinn af Landspítalanum til að hefja vinnu við verkefnið á ný. Sú stefna var nú mörkuð að búa skyldi til kerfi sem hjálpaði við daglega starfsemi deildarinnar en leyfði um leið skráningu þeirra upplýsinga sem áhugi var á að safna. Einn af meginþáttunum í stjómun Krabbameinslækninga- deildar er að bóka heimsóknir sjúklinga, ýmist til læknis eða í undirbúnings- eða meðferðar- tæki. Einfalt bókunarkerfi var tekið í notkun í byrjun árs 1988 oggafstraxgóðaraun. Aukþess að hjálpa við bókanir þá einfaldaði það mjög skráningu upplýsinga um komur sjúklinga og gaf miklu betri yfirsýn yfir starfsemi deildarinnar en áður 24 Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.