Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1992, Page 26

Tölvumál - 01.04.1992, Page 26
Apríl 1992 stöðumanni Tölvudeildar Ríkis- spítala, falið að kanna aðrar leiðir. Við bjuggum til bækling og að sendum hann út til nokkur hundruð spítala. Svörunin varð um 2% án þess þó að það skilaði sér í sölu. Snemma árs 1989 fórurn við að leita að umboðsaðilum erlendis enda þótti þá sýnt að ekki væri hægt að selja kerfið beint héðan. Eftir nokkra eftirgrennslan tókust samningar við danskt fyrirtæki, sem framleiddi ýmsan tækni- búnað fyrir undirbúning geisla- meðferðar. Danska fyrirtækið hafði santbönd víða í vestur- Evrópu og fékk einkasöluleyfi fyrir það svæði ásamt Banda- ríkjunum. I upphafi gekk samstarfið vel, kerfið var kynnt á sýningum í París, London og San Fransisco og fékk nokkra athygli auk þess sem það kom í ljós að sam- keppnisaðilar voru fáir. í ágúst 1989 var kerfið sett upp til prufu á sjúkrahúsinu í Óðinsvéum í Danmörku. Kerfið reyndist vel, sjúkrahúsið festi kaup á því og hefur það verið í notkun þar síðan. En góðri byrjun tókst ekki að fylgja eftir þó erfitt sé að benda á einhverja eina skýringu á því. Þegar árangurinn varð lítill þá komu brestir í samstarfið. Okkur fannst umboðsaðilinn ekki kynna kerfið nógu vel og jafnvel vilja nota það sem skiptimyntþegarhannvarað selja sína eigin framleiðslu. í nóvember 1990 var kerfið sett upp á Sahlgrenska sjúkrahúsinu f Gautaborg og var sú uppsetning í samvinnu við sænskt fyrirtæki, sem var umboðsaðili danska um- boðsaðilans í Svíþjóð og Noregi. Kerfið fékk mjög góða dóina á Sahlgrenska sjúkrahúsinu og má nefna sem dæmi að talið er að nýting meðferðartækja hafi aukist um yfir 5% vegnakerfisins og er það umtalsvert ekki síst í Ijósi þess að fjárfestingin í meðferðartækjunum nemur Sú stefna var nú mörkuö að búa skyldi til kerfi sem hjálpaði við daglega starfsemi deildarinnar en leyfði um leið skráningu þeirra upplýsinga sem áhugivar á að safna hundruðummiljónakróna. Þessi árangur á Sahlgrenska sjúkra- húsinu hefur orðið grundvöllur- inn að frekari markaðsárangri í Svíþjóð. Sjúkrahúsið í Lundi hefur einnig keypt kerfið og góðar líkur virðast á að fleiri sölur í Svíþjóð fylgi í kjölfarið. Sænska fyrirtækið fannst okkur standa sig vel í markaðsfærslu í Svíþjóð og því tókst auk þess að fá töluvert betra verð fyrir kerfið en það sem danski umboðs- aðilinn hafði áður boðið kerfið á. Þar sem fátt var að gerast í markaðsmálum utan Svíþjóðar varíjúní 1991 ákveðið að segja danska umboðsaðilanum upp samningnum og semja beint við sænska fyrirtækið og losna þar með við óþarfan millilið. Tölvuþekking h.f. var frá stofnun til húsa í húsnæði Tölvudeildar Ríksspítala á Rauðarárstíg en rétt fyrir síðustu áramót tókust samn- ingar um að Tölvumiðlun h.f. keypti öll hlutabréf Ríkisspítala og Tækniþróunar h.f. í Tölvu- þekkingu og í framhaldi af því flutti fyrirtækið í nýtt húsnæði Tölvumiðlunar á Grensásvegi 8. Á árinu 1989 hafði Oddur Benediktsson selt mestan hlut sinn í Tölvuþekkingu þannig að þrír stærstu stofnaðilarnir hafa nú allir horfið frá fyrirtækinu. Okkar næsta skref í markaðs- málum verður að leita að um- boðsaðiluin í fleiri löndum og þá munum við hafa það í huga að þeir selji beint til sjúkrahúsa en eklci í gegnum aðra umboðs- aðila. Þámunumviðforðastað setjaöll eggin afturí söinu körfuna eins og við gerðum þegar við söindum við danska umboðs- aðilann. í september verður haldin alþjóðleg sýning í Svíþjóð og ætlum við að taka þátt í henni, bæði til að kynna kerfið og eins til að leita að nýjum uinboðs- aðilum. Að lokum má geta þess að í byrjun febrúar vartekin ákvörðun í upphafi gekk samstarfið vel, kerfið var kynnt á sýningum í París, London og San Fransisco um að gera tengingu við sænskt tölvukerfi, sem notað er til að reikna geislaskammta og ýmislegt íleira sem tengist sjálfri geisla- meðferðinni. Þettasænskakerfi er afrakstur af þátttöku svía í CART verkefninu og má því segja að markmið þess verkefnis séu nú loks að nást. 26 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.