Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1992, Síða 28

Tölvumál - 01.04.1992, Síða 28
Apríl 1992 hluta rafeindarbúnaðarins. Tók því um eitt ár að fá löglega söluhæfa vöru. Þetta olli auð- vitað gífurlegum töfum og það voru ekki margir sem tóku okkur alvarlega, þegar við bönkuðum á dyr til að selja vöru, sem ekki var hægt að afgreiða fyrr en opinberi viðurkenningarstimp- illinn kæmi. Það eru mörg ríki sem nota alls konar reglugerðir til að takmarka erlenda sam- keppni, þó svo sé ekki í Kanada og því full ástæða að menn kynni sér þetta strax í byrjun. Einnig fer mikill tími í að aðlaga vöruna að markaðinum, þó svo að allir hafi haldið þegar að stað var farið, að ekki þyrfti neinna breytinga við. Okkar reynsla varð fljótlega, að faglegar vörusýningar væru besti vettvangurinn til að ná til margra á skömmum tíma og fá álit við- skiptavinanna á vörunum. Oft hafa einnig ný tæki eða ný not tækjanna sprottið upp af sam- tölum við sýningargesti. Undan- tekning er, ef tæki seljast á fag- sýningum, heldur eru þær vett- vangur þar sem hægt er að fá rétta fólkið til að berja vöruna augum, vekja áhuga þess og skrifa niður nöfn. Eftir sýninguna hefst svo vinnan við að senda tilboð, hringj a, heimsækja og vonast eftir sölu í náinni framtíð. Náin fram- tíð er í okkar tilfelli eitthvað milli hálft til þrjú ár. Því þarf mikla þolinmæði og fylgja þarf hverju sambandi eftir. Það er aldrei að vita hvenær það mun skila árangri og sölu. Eitt er það sem erlendis er þekkt og viðurkennt, en við hér heima höfum lítið gert okkur grein fyrir. Það fer enginn tannburstasölu- maður að markaðssetja hugvit. Það gerir enginn nema fagmaður, sem annaðhvort hefur komið nálægt hönnun vörunnar eða hefur notað hana. Þekkja þarf vöruna inn og út og geta metið h vort hægt sé að brey ta og aðl aga hana auðveldlega að þörfum markaðsins. Hitt er ekki síður mikilvægt að vera hæfur til að hafa augun opin fyrir öðrum og nýjum notkunarmöguleikum tækisins á þessum markaði. Nú byrjar fyrst vandamálið, því að venjulega er í okkar tækninámi aldrei minnst á neitt, sem snýr að því að einnig þurfi að verðleggja, framleiða og markaðssetja vöruna. Það eiga einhverjir aðrir að gera - við eigum bara að sitja fyrirframan tölvunaokkar, forrita og teikna eða smíða. Ef eitthvað er, þá er litið niður á að tæknimenn séu að vinna að markaðs-ogsölumálum. Ofthef ég heyrt þessa spurningu: "Til hvers varstu þá að læra rafmagnsverkfræði upp í Háskóla?..." Það þarf að verða hugarfars- breyting hjá fólkinu, sem er að vinna að þróun tækja, sem byggjast áhugviti og tækni, hvort sem það er forrit, tölvustýrður róbot eða annað. Hugarfars- brey tingin er sú að starfið er ekki búið, þegar það er komið á diskettu. Það þarf að gera sölu- bæklinga, handbækur, kynningar- diska, fara á vörusýningar, auglýsa, heimsækja umboðs- menn og (tilvonandi) viðskipta- vini, setja upp fyrstu kerfin á nýjum markaði sama hversu góður umbinn er. Öll fram- tíðarsala er háð því hversu vel tóksttil meðfyrstu uppsetninguna (oftast þarf að gera þetta á eigin kostnað). Hönnuður vörunnar á að vera mjög tengdur þessum þætti - FYRRERVARANEKKl FULLBÚIN. Hugvit sem flutt er út, hefur rnjög háa framlegð og getur skapað ótrúlega mikinn gjaldeyri, ef rétt er á málum haldið og þarf ekki mörg sterk fyrirtæki til að það fari að muna verulega um þennan útflutning fyrir þjóðarbúið. Eitt gullkorn í lokin! Það getur sparað ómælda klukkutíma og fé, ef haft er í huga þegar forrit eru samin sem erindi gætu átt í útflutning að hafa alla texta, sem koma fyrir í forritinu, í sérstakri textaskrá - ekki inni í forritinu. Verðurþámjög auðvelt að þýða forritið á nýtt tungumál og litlar líkur á að íslenskur texti gleymist í því. Einnig er þá hægt að breyta og staðfæra texta hjá notandanum án endurþýðingar- forritsins. 28 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.