Tölvumál - 01.04.1992, Qupperneq 31
Apríl 1992
að gæta þess að vanda valið á
þeim aðila. Þar sem dreifingar-
aðilinn ræður oftast öllu um
markaðssetninguna á forritinu
geta mistök hjá honum verið
afdrifarík varðandi söluna. Þessa
áhættu er unnt að lágmarka með
því að semja við fleiri en einn
aðila um markaðssetningu á mis-
munandi svæðum. Þegar samið
er á þennan hátt heldur höfund-
urinn meiri réttindum en í fyrra
tilvikinu, en gerðar eru meiri
kröfur til hans, sér í lagi varðandi
uppfærslur og endurbætur á
forritinu. Einnig þarf að hafa í
huga vandamál varðandi þýðing-
ar á forritunum - að sjálfsögðu
má láta sér nægja að dreifa enskri
útgáfu, en sölumöguleikar forrits-
ins aukast til muna í flestum
löndum sé það þýtt yfir á tungu-
í sumum löndum -
sér í lagi í Evrópu
er litið á
deilihugbúnað sem
“ókeypis”
málviðkomandilands. Þaðgetur
jafnvel verið mjög æskilegt að
gera forritið fjölmála ("multi-
lingual"), þannig að notandinn
geti valið það tungumál sem
hann vill nota. Þannig borgar sig
tvímælalaust að leyfa notand-
anum að velja milli frönsku og
ensku sé ætlunin að dreifa
forritinu í Kanada.
Samningar við dreifingaraðila
fela venjulega ekki í sér afsal á
forritakóða - þannig að það er á
ábyrgð höfundarins að bæta inn
í forritið þeim ntöguleika að geta
unnið á mörgum málum.
í Lykla-Pétri var valin sú leið að
geyma alla texta í sérstakri skrá -
þannig að ekki er þörf á að breyta
forritinu sjálfu þótt nýrri útgáfu
sé bætt við.
Bein sala
Gallinn við dreifingaraðila er að
þeir hirða umtalsverðan hluta af
innkomunni. Forritarinn fær því
mun meira í sinn hlut af hverju
seldu eintaki við beina sölu heldur
en þegar því er dreift í gegnum
dreifingaraðila erlendis. Þótt bein
sala eigi fyllilega rétt á sér þegar
um stór og dýr forrit er að ræða,
sem eru eingöngu seld í örfáum
eintökum, erhúntæplegaraunhæf
þegar um almenningshugbúnað
er að ræða, sér í lagi ef höfundur
forritsins hefur ekki fjárhagslegt
bolmagn til að standa undir
miklum auglýsingakostnaði.
Annað vandamál við að selja
hugbúnað beint frá íslandi eru
takmarkanir sem gildahjáýmsum
aðilum. Þannigermjögerfittað
selja hugbúnað til bandarískra
ríkisstofnana nema í gegnum
dreifingaraðila í Bandaríkjunum
og hugsanlega gæti ástandið líka
þróast í þá átt í ríkjum EB. Mestu
rnáli skiptir þó, að erfitt er að
veita viðunandi þjónustu héðan
frá íslandi. Þetta skiptir að vísu
ekki máli ef um er að ræða forrit
sem þarf litla sem enga þjónustu,
svo sem flest leikjaforrit, en
kaupendur stærri forrita setja það
oft fyrir sig ef sækja þarf alla
þjónustu til annarrar heimsálfu.
Deilihugbúnaður
Dei lihugbúnaðarleiðin felst í því
að hugbúnaðinum er dreift án
þeirra takmarkana sem venjulega
gilda um afritatöku. Þeir sem fá
forritið eru oft beinlínis hvattir
til að taka afrit af því og gefa
öllum vinum ogkunningjum. Þeir
sem nota forritið eru síðan beðnir
að greiða einhverja lága upphæð
fyrir það, sem oftast er á bilinu
15-50 bandaríkjadalir. Það er
mjög algengt að almennings-
hugbúnaði sé dreift á þessu formi,
sér í lagi tölvuleikj um, enda hefur
þessi dreifingaraðferð einn
stóran kost fyrir forritarann - hún
er nánast alveg kostnaðarlaus.
Nokkrir aðilar hérlendis hafa
Mjög erfitt
er að selja
hugbúnað til
bandarískra
ríkisstofnana
nema
í gegnum
dreifingaraðila í
Bandaríkjunum
reynt að dreifa forritum á þennan
hátt út um allan heim, en árangur-
inn hefur verið ærið misjafn.
I sumum löndum, sér í lagi í
Evrópu, er litið á deilihugbúnað
sem "ókeypis" og mjög lítill hluti
notanda sendir inn umbeðnar
greiðslur. I Bandaríkjunum,
Kanada, Astralíu og Nýja-
Sjálandi gengurþessi aðferð hins
vegar allvel og þótt fáir verði
ríkir á þennan hátt getur þetta
verið dágóð búbót fyrir lítil fyrir-
tæki eða einstaklinga sem hafa
þróað foiTÍt, en hafa ekki bolmagn
til að markaðssetja þau í
samkeppni við hugbúnaðar-
risana.
Þessi síðasta leið var valin þegar
Lykla-Pétur var settur á mark-
aðinn erlendis og hefur árangur-
inn verið þokkalegur,en sjálfsagt
hefði mátt standa betur að
markaðsmálunum.
31 - Tölvumál