Tölvumál - 01.04.1992, Síða 32
Apríl 1992
Utflutningur hugbúnaöar
Þórarinn Stefánsson, Vistfangi hf.
Vistfang er hugbúnaðar- og verk-
fræðifyrirtæki sem stofnað var
árið 1984. Það hefur flutt út
nokkuð stór kerfi á VAX-tölvur
frá digital Corporation síðan
1987. Frá upphafi var stefnan
tekin á norðurlöndin og þá sér-
staklega Danmörku. Til þessa
hafa verið seld u.þ.b. 15 kerfi í
Danmörku, Svíþjóð og Noregi.
Til samanburðar má nefnda að
10 samskonar kerfi hafa verið
seld á íslandi.
Hér á eftir verður rakið hvers
vegna Vistfang tók upp á því að
flytja út hugbúnað, hvernig
staðið hefur verið að því og
hver árangurinn hefur verið til
þessa. llokinverðatalinuppþau
atriði sem við hjá Vistfangi
teljum mikilvæg til að ná árangri
og hvað ber að forðast.
Forsagan - telexkerfiö
Vistfang hf. var stofnað formlega
1984 og var tilgangur félagsins
upphaflega verkfræði- og
tölvuráðgjöf. Reyndin varð sú
að fyrirtækið hefur einkum
stundað hugbúnaðargerð og
sérsmíðað hugbúnað fyrir stór
fyrirtæki með meðalstórar tölvur.
Það var árið 1986 að tekin var
ákvörðun um að gera pakkavöru
úr einu af verkefnunum. Hér var
um að ræða telexkerfi fyrir V AX-
tölvur. Með því gátu notendur
sent telex beint úr ritþór eða
ritvinnslu. Einnig tók kerfið á
móti telexskeytum og dreifði
þeim til réttra aðila. Ekki var til
slíkt kerfi á VAX-tölvur þannig
að með réttu átaki áttu söluhorfur
að veranokkuðgóðar. Fljótlega
kom þó í ljós að markaðurinn
hér á landi var of lítill og þá var
byrjað að horfa út fyrir
landsteinana. Eigandi lítils fyrir-
tækis í Danmörku, sem hafði um-
boð fyrir telexmótaldið sem
kerfið byggði á, komst á snoðir
um fyrirætlanir okkar og sýndi
mikinn áhuga á að taka það í
umboðssölu. Gerður var við
hann samningur og töldum við
hjá Vistfangi björninn nú unninn
og kerfið myndi renna út eins og
heitar lummur. Umboðsmaður-
inn, sem ekki var fjársterkur,
hringdi í notendur VAX-tölva sem
líklegt var að hefðu not fyrir
tölvuvætt telex og kynnti þeim
kerfið. Þaðkomhinsvegaríljós
að ekki er auðvelt að sannfæra
danska aðila um ágæti íslensks
hugbúnaðar og leið næstum ár
þar til eitthvað rofaði til. Stórt
lyfjafyrirtæki, Novo-Nordisk,
óskaði eftir að fá kerfið til
reynslu og keypti það síðan. Þar
með var útflutningur hugbúnaðar
á vegum Vistfangs hafinn.
Áframhaldið - ekki
telex heldur fax
Eins og leiða má getum að hafði
það áhrif á önnur dönsk fyrirtæki
að danskt fyrirtæki hafði keypt
kerfið. Fljótlega voru seld tvö
kerfi til viðbótar, til orku-
málaráðuneytisins og ELMI
(Stóra-Norræna). Leiðnúlangur
tími og ekkert gerðist. Við
gerðum samning við fram-
leiðanda telexmótaldsins um að
nýta dreifinet þeirra um allan
heim, en það var ekki til neins
því þeir virtust leggja litla áherslu
á að kynna þennan annars ágæta
íslenska hugbúnað. Að lokum
voru þeir gefnir alveg upp á bátinn.
Notkun telxbúnaðar, sem byggir
á ævagamalli hugmynd, virtist
vera í rénum og annar miðill
geystist fram á sjónarsviðið, sem
var telefaxið. Sífellt fleiri fyrir-
tæki tóku nú faxtæknina í sína
þjónustu enda fullkomnari
(myndræn) og ódýrari í rekstri.
Sem dæmi má nefna að það
kostar 3 krónur að senda eina A4
síðu með faxi á móti 50-100
krónum bréflega.
Vistfang tók því ákvörðun um
að búa til faxkerfi svipað
telexkerfinu en þó eingöngu til
að senda fax. Móttaka á fax-
skeytum með tölvu var á þessum
tíma og er reyndar enn ekki
fýsilegur kostur, þar sem þau eru
á myndrænu formi og því engin
leið að sjá hver móttakandi er
eða hvað þau innihalda. Ekki er
því hægt að dreifa innkomandi
faxskeytum til réttra aðila nema
prenta þau út fyrst. Hugmyndaf-
ræðin var því sú að faxkerfið
gerði mönnum kleift á einfaldan
hátt að prenta skjal beint frá skjá
á milljónir faxtækja út um allan
heim.
Árið 1988 var faxkerfið tilbúið
og fyrsta útgáfa kerfisins send
umboðsmanninum í Danmörku.
Samkeppni var nánast engin, en
Digital (framleiðandi VAX-
tölva) í Danmörku lét kaupendur
VAX-tölva þó fljótlega vita að
frá þeim væri væntanlegt faxkerfi
sem félli vel að skrifstofupakka
sem þeir höfðu einnig til sölu.
Samstarf við Digital var því ekki
til umræðu, en faxkerfi frá þeim
kom hinsvegar aldrei. Má telja
víst að þetta hafi tafið fyrir sölu
á íslenska faxkerfinu allt fram til
þessa.
32 - Tölvumál