Tölvumál - 01.04.1992, Qupperneq 33
Apríl 1992
Sem fyrr var fyrsta faxkerfið selt
Novo-Nordisk enda höfðu þeir
góða reynslu af telexkerfinu sem
hafði verið í notkun hjá þeim í
eittár. Nokkurfyrirtækiogstofn-
anir fylgdu í kjölfarið, þar á
meðal umhverfismálaráðu-
neytið og utanríkisráðuneytið.
A tveggja ára tímabili eða fram
til ársins 1990 voru seld samtal 6
faxkerfi. Reynt var að auglýsa í
fagtímaritum í Danmörku og
Svíþjóð, en það bar lítinn eða
engan árangur. Þó leiddi þetta til
einnar sölu í Svíþjóð og er það
eina salan þar til þessa.
Fleiri umboðsmenn
Að fenginni reynslu töldum við
lykilatriði að fá góða umboðs-
menn á hinum norðurlöndunum.
f gegnurn framleiðanda fax-
mótaldsins í Svíþjóð tókst að
finna umboðsmann í Noregi.
Fljótlega, eða nánar tiltekið
seint á árinu 1990, seldi hann
fyrsta kerfið til olíu-
fyrirtækisins Norsk-Hydro.
Ekki varð þó um fleiri sölur
að ræða þar sem fyrirtæki
þar virðast halda að sér
höndum, einkum vegna
slæms efnahagsástands og
samdráttar. A sama hátt voru
fengnir til umboðsmenn í
Þýskalandi og Frakklandi, en
ekkert hefur komið út úrþeim
ennþá.
Þar sem faxkerfið byggir á
samskiptum gegnum fax-
mótald er eingöngu hægt að
markaðssetja það þar sem
faxmótaldið er viðurkennt.
Vistfang hefur því tekið upp
samstarf við framleiðanda
faxmótalda í Bretlandi og er
stefnt að því að faxkerfi fyrir
þeirra mótald verði tilbúið
fyrir marslok 1992.
Síðasta átak Vistfangs til að
koma faxkerfinu á framfæri var
að láta hanna og prenta glansandi
einblöðunga sem sendir hafa
verið umboðsmönnum til dreif-
ingar. Vonumst við til að það
beri einhvern árangur en ekki er
komin reynsla á það ennþá.
Aður en umfjöllun um faxkerfið
lýkur ber að nefna að Vistfang
gerði eina tilraun til að
markaðssetja það í Banda-
ríkjunum. Akveðið var að sýna
kerfið á einni stærstu tölvu- og
hugbúnaðarsýningu sem haldin
erþarárlega. Þessisýninggengur
undir nafninu DEXPO WEST og
DEXPO EAST, eftir því hvort
hún er haldin á vestur- eða
austurströnd Bandaríkjanna.
Sýningarbásinn kostaði svipað
og heilsíðuauglýsing í tölvu-
tímariti. Margir sýndu faxkerfinu
áhuga og mörg góð sambönd
náðust, meðal annars við
FUJITSU sem framleiðir fax-
mótöld. Vegna fjármagnsleysis
varð þó aldrei úr því samstarfi.
Það sem læra má af þessari tilraun,
er að það er margfalt áhrifameira
að sýna hugbúnað á sýningu en
auglýsa í tölvutímaritum fyrir
sama verð.
Misheppnuð
markaðssetning
- vonbrigði
Að lokum verður að segja frá
þriðja hugbúnaðarpakkanum
eða þeim sem Vistfang reyndi
að markaðssetja erlendis upp á
eigin spýtur. Hér var um að
ræða hugbúnað til að nettengja
prentara og krafðist því engra
fylgihluta eins og telex- og fax-
kerfið.
33 - Tölvumál