Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1992, Síða 34

Tölvumál - 01.04.1992, Síða 34
Apríl 1992 Þó nettenging VAX-tölva sé ekki ný hugmynd var árið 1990 ekki hægt með góðu móti að prenta skjal frá einni tölvu á prentara tengdum annarri. Það sem verra var, að ómögulegt var að opna leið úr notendaforriti út á þannig tengdan prentara. Með ein- földum hugbúnaði leystum við þetta vandamál til fulls og auk þess fyrir prentara tengdum í gegnumPADeðaX29. Þarsem hugmyndin var góð voru sendar greinar eða fréttatilkynningar til helstu og virtustu tölvutímarita víðsvegar um heim. Það kom fljótlega í ljós að við vorum ekki einir um þá skoðun því flest þeirna birtu grein um hugbúnaðinn. Við ákváðum því að auglýsa í nokkrum þeirra til að kanna undirtektir lesenda. Máteljavíst að yfir 300.000 lesendur hafi fengið grein eða auglýsingu um kerfið inn á borð til sín. Vonbrigðin voru hinsvegarmikil því að af öllum þessum fjölda lesenda virtust aðeins nokkrir tugir hafa áhuga og innan við tugur óskaði eftir að fá hug- búnaðinn til reynslu. Af þeim sem fengu hugbúnaðinn til reynslu keypti hinsvegar enginn, þannig að árangurinn af þessu ævintýri var enginn. í sárabót höfðu nokkur íslensk fyrirtæki not fyrir hugbúnaðinn. Niðurlag Reynsla Vistfangs bendir til þess að sýningar séu líklegastar til að bera einhvern árangur, en auglýs- ingar einar og sér gefi 1 ítið af sér. Umboðsmenn sem fáríflegahlut- deild í ágóðanum eru mikils virði, en þeir verða að hafa næga tækniþekkingu til að geta sinnt viðskiptavinum upp á eigin spýtur. Hugbúnaður, sem krefst fylgi- hlutar, eins og mótalds í okkar tilfelli, sem er háður viður- kenningu í hverju landi, er ekki jafn heppilegur til útflutnings og hugbúnaður sem stendur einn og óstuddur. Að lokum má nefna að lítinn stuðning er að fá hér á landi til að markaðssetja hugbúnað erlendis. Bæði hvað varðar fjármagn og reynslu og sambönd annarra hugbúnaðarfyrirtækja. Utflutningur á hugbúnaði krefst mikil fjármagns og er að okkar mati ekki vænlegur nema fyrir fjársterka aðila, því þar er ekki hægt að búast við neinum skjótfengnum hagnaði. Frá orðanefnd Sigrún Helgadóttir, formaöur orðanefndar SÍ í þessum pistli verður rætt um íslensk heiti á þremur hugtökum, þ.e. digital signature, pull-down menu og pop-up menu. digital signature Til er uppkast að fyrirmynd af samningi um EDI-samskipti (TEDIS Programme/European Model EDI Agreement). Þar er þessi skilgreining á digital signature (í lauslegri þýðingu): "Aðferð við staðfestingu, fólgin í því að gögnum er bætt við önnur gögn eða gögnin eru umrituð þannig að sendanda eða viðtakanda sé kleift að sanna uppruna gagnanna, að efni sendingar sé óbreytt og að veita vernd gegn fölsun." Þeir sem unnu við að þýða þessa fyrirmynd að samningi kölluðu þetta tölvuundirskrift. Það er þó nokkuð vafasamt þar sem ekki er um eiginlega undirskrift að ræða. Orðanefndin leggur því til að kalla digital signature undirmerki. Síðan mætti tala um að undirmerkja eða merkja undir, sbr. skrifa undir, og aðgerðin væri undirmerking. Einnig kæmi til greina uppruna- staðfesting, upprunaáritun eða því um líkt en þá er engin sögn í boði. pull-down menu og pop-up menu Nú eru hvers kyns gluggakerfi orðin ntjög algeng. Má þar nefna Windows-kerfið, kerfis- hugbúnað Macintosh, OS/2 og ýmis kerfi sem fylgja UNIX- stýrikerfinu. Einakerfið afþessu tagi sem hefur verið þýtt skipulega er kerfishugbúnaður 34 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.