Tölvumál - 01.04.1992, Side 35
Apríl 1992
Macintosh. En öll eru þessi kerfi
mjögkeimlík. Mjög æskilegt væri
að samvinna tækist með þeim
sem þýða þessi kerfi svo að til
verði samræmdur orðaforði á
íslensku.
Nýlega litum við á heiti á tveimur
fyrirbærum sem fylgja glugga-
kerfum, þ.e. pull-down menu og
pop-up menu. Pull-down menu er
"valmynd sem birtist þegar heiti
hennar hefur verið valið úr
valrönd". Nafn hennar er dregið
af því að hún eins og fellur niður
undir heitinu. I þýðingu á
kerfishugbúnaði Macintosh heitir
pull-down menu fellivalblað en í
þýðingum frá Þýðingarmiðstöð
Orðabókar Háskólans og IBM er
notað felligluggi eða felli-
valmynd.
Okkur sýndist að í fyrstu yrðu
menn að ákveða hvað þeir vildu
kalla menu á íslensku. I
Tölvuorðasafni ergefinþýðingin
valmynd. Þegar valmyndir voru
nýjar voru þær yfirleitt frekar
stórar, náðu gjarnan yfir allan
skjáinn. I valmyndinni er listi yfir
aðgerðir sem notandi getur valið
um. í gluggakerfunum er það
yfirleitt gert með því að smella
með músinni á heiti aðgerðar
eða atriðis. Þýðandi kerfis-
hugbúnaðar Macintosh hefur
kosið að kalla valmyndir frekar
valblöð og margir tala um
glugga. Einnig kæmi til greina
að tala um valreiti eða aðeins
reiti. Ef til vill er ekki heppilegt
að nota orðið gluggi fyrir menu
þar sem það er þýðing á window,
og menu og window eru ekki það
sama. Hér að framan notaði ég
orðið valrönd fyrir menu bar.
Ég hef séð heitin valblaðarönd,
valbraut og valmyndastika
notuð um menu bar. Eins og er
hef ég valið -rönd fyrir bar og
við skulum hugsa okkur að ég
stytti valmyndarönd eða
valreitarönd þannig að úr verði
valrönd.
En þessar hugleiðingar styrkja
enn þá skoðun að samstarf
þýðenda gluggakerfa sé nauð-
synlegt til þess að unnt verði að
koma við einhverri samræmingu.
Forliðurinn felli- virðist eiga vel
við pull-down menu þar sem
glugginn "fellur" niður úr
valröndinni. Pull-down menu
gæti því heitið fellivalmynd eða
fellireitur. Sést hefur heitið
"rúlluvalmynd" ogerþásennilega
vísað til þess sem stundum er
kallað að dönskum sið
"rúllugardína". En felligluggi
sígurniðurlíkt og“rúllugardína”.
í Orðabók Menningarsjóðs er
orðið “rúllugardína” merkt sem
vafasamt mál en gefið ágætt
íslenskt heiti, vindutjald.
Fellivalmynd gæti því einnig
heitið vinduvalmynd.
Pop-up menu er "valmynd sem
birtist á skjá þar sem notandi hefur
staðsett bendil". Hún birtist þegar
stutt er á hamhnapp (hot key) eða
vegna þess að forritið vill bjóða
notandanum eitthvert val vegna
þess sem verið er að gera í þeirri
andránni. Ahorfanda virðist sem
hún skjótist upp á yfirborðið. í
þýðingu á kerfishugbúnaði
Macintosh heitir pop-up menu
uppskotsvalblað. í þýðingum
Orðabókar Háskólans og IBM er
talað um smelliglugga. Menn
hugsa sér sennilega að
uppskotsvalblaðið "skjótist
upp". I Orðabók Menningarsjóðs
er orðið uppskot til sem
"frestun". Smelligluggi fyrirpop-
up menu hefur það á móti sér að
allar valmyndir eru í raun
smelligluggar þar sem valið er
með því að smella á tiltekið
atriði í myndinni. Því hefur
komið fram sú hugmynd að kalla
pop-up menu sprettivalmynd
eða sprettireit þar sem hún
sprettur upp úr skjánum eða svo
ýnist manni. Niðurstaðan er því
þessi:
pop-up menu
- sprettivalmynd
pull-down menu
- fellivalmynd
35 - Tölvumál