Tölvumál - 01.04.1992, Side 36
Apríl 1992
Samþykktir Skýrslutæknifélags íslands
Félagssamþykkt Skýrslutæknifélags íslands var upphaflega samþykkt á stofnfundifélagsins, sem haldinn
var 6. apríl 1968. Smávægilegar breytingar voru bornar upp og samþykktar á aðalfundi 1985. Þær
breytingar fólu í sér að aðalfundur var fœrður fram í janúar en hqfði verið í marsmánuði áður.
Á aðalfundi 1992, sem haldinn var 30. janúar s.l., var samþykkt að á vegum félagsins skuli starfa
siðanefnd og ný grein þar að lútandi felld inn í félagssamþykktina
Birtum við hér félagssamþykkt S1 í heild, ásamt siðareglum sem samþykktar voru á aðalfundi 1992.
Félagssamþykkt SÍ
1. gr.
Heiti félagsins er: Skýrslutæknifélag íslands.
2. gr.
Tilgangur félagsins er að stuðla að hagrænum
vinnubrögðum við gagnavinnslu í hverskonar
rekstri og við tækni- og vísindastörf.
Þessum tilgangi hyggst félagið ná með því að
gangast fyrir sýningum, fyrirlestrahaldi, umræð-
um, upplýsingamiðlun og námskeiðum, eftir því
sem efni standa til.
Enn fremur gangast fyrir samræmingu og stöðlun
við vélræna gagnavinnslu, og stuðla að útvegun
tækja með sem hagkvæmustum kjörum.
3. gr.
Félagar geta verið stofnanir, fyrirtæki og
einstaklingar, sem nýta tölvulausnir, svo og aðrir,
sem á slíkum málum hafa áhuga.
Stofnanir og fyrirtæki geta átt fleiri en einn fulltrúa
í félaginu.
4. gr.
Aðalfundur ákveður félagsgjald fyrir eitt ár í senn.
Séu fleiri en einn félagi frá sömu stofnun eða
fyrirtæki, skal greiða fullt gjald fyrir einn mann,
hálft fyrir annan og einn fjórða gjalds fyrir hvern
hinna. Starfsár félagsins er almanaksárið, og gjöld
til félagsins skulu greidd fyrir 1. apríl.
Endurskoðaðareikningafélagsins skal leggjafyrir
aðalfund.
5. gr.
Stjórn félagsins skipa sex menn, formaður,
varaformaður, ritari, féhirðir, skjalavörður og einn
meðstjórnandi. Skulu þeir kosnir á aðalfundi til
2ja ára í senn og ganga úr stjórninni á víxl, þannig
að í upphafi ganga úr formaður, ritari og
meðstjórnandi eftir eitt ár, en varaformaður,
féhirðir og skjalavörður eftir tvö ár, og helst svo
sama röð áfram.
Enn fremur skulu kosnir á aðalfundi tveir varamenn
í stjórn og tveir endurskoðendur.
Missi stjórnarmaður seturétt í félaginu á
kjörtímabilinu skal varamaður taka sæti hans til
næsta aðalfundar, en þá skal kjósa í embættið til
loka kjörtímabilsins.
Nú er stjórnarmaður kosinn í annað starf í stjórninni
en hann áður hafði, og skal þá kjósa nýjan mann í
hans stað, út kjörtímabilið.
Tillögur um stjórnarmenn skulu sendar stjórninni
eigi síðar en þremur dögum fyrir aðalfund.
36 - Tölvumál