Tölvumál - 01.07.1992, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.07.1992, Blaðsíða 5
Júlí 1992 Frá formanni Halldór Kristjánsson, formaöur SÍ Ráöstefna um hugbúnaðargerö Nú nýverið hélt Skýrslutækni- félagið ráðstefnu á Hótel Sögu um hugbúnaðargerð og þörfina fyrir skipuleg vinnubrögð. Var ráðstefnan vel sótt, en um 97 þátttakendur voru skráðir. Erind- in voru fjölbreytt og áhugaverð og fjölluðu jafnt um tæknileg atriði sem hagnýt. SOFTÍS - LOUIS Þegar þetta er ritað hefur verið boðað lil hádegisverðarfundar um forritið Louis frá íslenska fyrirtækinu Softís hf. Að sögn aðstandenda fyrirtækisins er hér um mjög merkilegt kerfi að ræða sem kann að bylta forritagerð fyrir myndræn notendaskil. Víst er að kynning þess í fjölmiðlum hefur vakið umtal hér á landi ekki síst í ljósi þeirra talna sem forsvarsmenn þess hafa sett fram um hugsanlega sölu þess. Við vildum því fá aðstandendur Softís hf. á fund til þess að kynna félags- mönnum nánar forritið Louis. Hádegisverðarfundir SI eru ágæt- ur vettvangur til kynningar á þeim hlutum sem efstir eru á baugi á hverjum tíma. Eru félagar SI hvattir til þess að koma ábending- um um slíkt til formanns eða annarra stjórnarmanna. Tækninefndir SÍ Nú þegar hafa nokkrar tækni- nefndir hafið störf og á haust- mánuðum verða fleiri nefndir settar á stofn í tengslum við sam- starf við samtök sem við erum í viðræðum við. Að sinni er ekki tilefni til þess að fjalla nánar um þetta en víst er að margt spennandi er framundan í starfi SI á næstu mánuðum og árum. Til varnar íslenskunni Að frumkvæði Staðlaráðs fs- lands var boðað til fundar í Tæknigarði seint í apríl um tákn- rófstöflustaðal sem var þá til umfjöllunar hjá ISO. Var þessi fundur boðaður til að fjalla um varnaraðgerðir vegna tillögu Tyrkja um að setja íslensk sértákn út úr fyrstu röð táknrófstöflunnar en setja tyrknesk tákn í stað þeirra. Til fundarins voru boðaðir fulltrúar Skýrslutækni- félagsins, íslenskrar málnefndar, Lélags íslenskra hugbúnaðar- fyrirtækja, Póst- og símamála- stofnunar og aðrir þeir er sýnt höfðu málinu áhuga. Að frumkvæði Skýrslutækni- félags íslands og Staðlaráðs var síðan boðað til framhaldsfundar í fundarsal SÍ þar sem gengið var frá áskorunum til utanríkis- og menntamálaráðuneytis og yfir- lýsingutil ISOþjóða semheimild hafa til þess að greiða atkvæði um táknrófsstaðalstillöguna. A fundinn mættu auk þeirra sem að ofan eru taldir, fulltrúi Verslunar- ráðs, Ljármálaráðuneytis og Orðanefndar SÍ. Þessir fundir eru nú orðnir þrír þar sem í ljós kom að íslenskan er víðar í vörn í erlendum vinnu- nefndum og staðlahópum og full ástæða til þess að vinna áfram að þessum málum. Starf vinnuhópsins leiddi síðan til þess að utanríkisráðuneyti fól sendimönnum sínum að flytja málstað okkar varðandi táknrófs- töfluna þar sem því yrði við komið svo og að fylgja eftir yfhiýsingu Staðlaráðs lil ISO þjóðanna. Nú að lokinni atkvæða- greiðslunni innan ISO, er tryggt að íslensk sértákn eru inni í fyrstu röð táknrófstöflunnar. Margt annað gott hefur komið út úr þessum fundum ekki síst það að samstarf hefur tekist milli margra samtaka um að vinna að þessum málum. Er það von mín að þetta óformlega samstarf geti haldið áfram og fleiri bæst í hópinn sem vi lja vinna þessu máli brautargengi. Það er hins vegar óhrekjandi staðreynd að peningar til þess að vinna að þessum málum eru af skornum skammti og ekki fyrirsjáanlegt að meira muni liggja á lausu á næstunni. Því er líklegt að starfsemi Staðlaráðs og annarra þeirra sem vinna að því að gæta hagsmuna okkar erlendis muni áfranr byggja á veru- legri sjálfboðavinnu. Skýrslu- tæknifélagið hyggst leggja sitt af mörkum þar. Erlend samskipti, NDU, IFIP og CECUA Á liðnum árum höfum við tekið þátt í erlendum samskiptum, innan Norðurlandanna og á alþjóðavettvangi. Slík samskipti eru mikilvæg vegna þeirrar 5 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.