Tölvumál - 01.07.1992, Blaðsíða 26

Tölvumál - 01.07.1992, Blaðsíða 26
JÚIÍ 1992 Hugleiðingar um breytt tölvuumhverfi hjá Landsvirkjun Bergur Jónsson, Landsvirkjun Byggt á erindi fluttu á ráðstefnu Skýrslutœknifélagsins 9. apríl 1992. Það var fyrir 13 árum, snemma sumars 1979 sem Landsvirkjun steig sín fyrstu spor í eigin tölvuvæðingu og keypti tölvu, PDP/11, sem þá þótti henta vel. Aður hafði verið aðkeypt þjón- usta á þessu sviði. Með tölvunni voru keyptir fjórir skjáir, sem menn samnýttu sem best því þetta voru dýr tæki á þeim tíma. Fyrirtækið kom sér upp bók- haldshugbúnaði og öðrum hug- búnaði sem þarf til að reka og stjórna rafmagnsframleiðslu. Arið 1982 var tölvan orðin of afkastalítil og eðlilegast var að stækka hana með VAX tölvu, sem hafði tekið við af PDP tölvunum. Sú tölva var þunga- miðja tölvuvinnslu fyrirtækisins til ársins 1990 eða í 8 ár. Lands- virkjun var með fyrstu fyrir- tækjum hér á landi að taka í notkun textavinnslu í tölvu og árið 1984 var tekinn í notkun töflureiknir á VAX tölvunni. Notendurnir eru flestir sér- fræðingar, sem hafa tæknimál á sinni könnu eða sérfræðingar á sviði fjármála og annarra þátta í rekstri fyrirtækisins. Þeim fjölg- aði jafnt og þétt og voru orðnir nálægt 50 áður en yfir lauk. Tölvan fór smám saman að kikna undan þunga álagsins. Þá var einnig farið að sýna sig að þungamiðja tölvuþróunar var ekki á vettvangi miðlægs tölvu- búnaðar heldur í vinnustöðvum. Þegar síðan þurfti að endurnýja tölvubúnaðinn var alls ekki sjálfgefið hvaða leið skyldi fara. Sennilega hefði stofnkostnaður verið minnstur við að kaupa nýja og stærri VAX tölvu. En sú lausn hefði einfaldlega ekki leyst þau vandamál sem verið var að kljást við. Það hefði verið einfalt að lækka svartíma sem var oft all- Kostnaðurinn skilar sér í aukinni framleiðni starfsfólks nokkrar sekúndur og jafnvel mín- útur þegar verið var að reikna flókin líkön í töflureikni niður í eina eða tvær sekúndur og ná viðhaldsgjöldum verulega niður, en gamla tölvan var mjög dýr í rekstri. A síðustu árum hafa þróast ný myndræn notendaskil fyrir vinnu- stöðvar, sem auðveldar fólki mjög vinnu við töflureikni, rit- vinnslu, teiknivinnu og jafnvel hefðbundna gagnavinnslu. Mið- tölva er ekki fær um að sjá um myndræn notendaskil eða gluggakerfi eins og þau eru oft kölluð. Gluggakerfingerakröfur um að svartími sé að jafnaði innan við tíunda hluta úr sekúndu. Þessa kröfu er einungis hægt að uppfylla með dreifðri tölvu- vinnslu, þar sem hver notandi hefur sína tölvu sem upptekin er af því einu að sinna þörfum þess sem við tölvuna situr. Einnig þarf að hafa það í huga að þegar fyrirtæki er að taka stefnumark- andi ákvörðun um tölvuvæðingu er verið að taka ákvörðun allt að 10 ár fram í tímann. Það þarf að veðja á þann hest, sem fremst- ur er og mun halda forystunni um sjáanlega framtíð. Þegar hér var komið sögu var mönnum ljóst að tækni, sem fæðst hafði árið 1981 var orðin nægilega burðug til að bera tölvuvinnslu fyrirtækisins. Akveðið var að tölvuvæða með pésum, en með því er átt við tölvur, sem keyra MS-DOS stýri- kerfið. Að vísu hafa fagurkerar í tölvutækninni keppst um að benda á að þetta stýrikerfi sé gamaldags, óspennandi og jafnvel hallærislegt. í því er nokkuð sannleikskorn, en það er ekki það sem skiptir ináli heldur það að á þessu sviði hefur stærsti vaxtar- broddur tölvuvinnslunnar verið undanfarin ár og mun verða um nánustu framtíð. Öll skrifstofukerfi, töflureiknir, ritvinnsla o.þ.h voru færð yfir á PC tölvurnar, en gagnavinnslu- kerfin eru keyrð áfram á VAX tölvunni. Ákveðið var að byggja tölvu- vinnsluna á etherneti. Á aðal- skrifstofu að Háaleitisbraut er stjörnutengt net úr snúnum vír en mjór breiðbandsstrengur í stjórn- stöð fyrirtækisins og á skrifstofu á Akureyri. Á öðrum stöðum eru sjálfstæðar vinnustöðvar. Á netin eru tengdar Intel 386 vinnu- stöðvar, sem keyra MS-DOS 26 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.