Tölvumál - 01.07.1992, Blaðsíða 28

Tölvumál - 01.07.1992, Blaðsíða 28
Júlí 1992 Landsvirkjun valdi þá leið að kaupa vandaðan búnað í þeirri von að það myndi skila sér í lágum viðhaldskostnaði síðar. Það hefur gengið eftir enda er viðhaldskostnaður á tölvubún- aðinum hverfandi. Það bila ör- fáar tölvur á ári. Þá þarf að hafa það í huga þegar kostnaðartölur eru skoðaðar að um er að ræða meðalkostnað. Sumir notendur eru með dýrar vinnustöðvar, sér- staklega þeir sem vinna við töl vu- teiknun. Að lokum ber einnig að geta að Landsvirkjun er með starfsemi víða og gerir það að verkum að jaðarbúnaður nýtist ekki eins vel og við bestu aðstæður. Það liggur nærri að kostnaður á starfsmann (vinnustöð) sé 490 þúsund krónur, sem skiptist þannig að þjálfun starfsmanns að meðtöldum launakostnaði er u.þ.b. 70 þúsund krónur, hugbún- aður 75 þúsund, netkerfi 75 þús- und og vinnustöð og jaðartæki kosta u.þ.b. 270 þúsund krónur. Eins og drepið var á er náms- kostnaður beinn kostnaður vegna námskeiða og launakostnaður starfsmanns meðan á námskeiði stendur. Það er mjög mikilvægt að vanda vel til þessara hluta. Starfsmaður verður að fá að komast úr sínu daglega amstri til að læra á tölvuna og átta sig á í næði hvernig hann getur beitt tölvunni í sínu starfi. Varðandi hugbúnað hefur verið reynt að kaupa netútgáfur af forritum og miða við hámarks- fjölda samtímanotenda. Það tel ég vera réttlátasta mælikvarðann þegar um stærri fyrirtæki er að ræða. Nokkrir hugbúnaðar- framleiðendur eru að taka upp þá verðstefnu en það mætti vera almennara. Netbúnaður kostar 75 þúsund krónur á hvern starfsmann. Með því er átt við vinnu og efni við að leggja netkerfi, netmiðlarar, sameiginlegar tölvur svo sem faxgátt o.þ.h. Það má til gamans Landsvirkjun var meö fyrstu fyrirtækjum hér á landi að taka í notkun textavinnslu í tölvu geta þess að á Háaleitisbraut sér ein 25 megariða 386 tölva um að þjóna 60 notendum og stendur sig eins og hetja. Kostnaður við vinnustöð og jaðartæki er u.þ.b. 270 þúsund krónur. En PC tölva kostar ekki nemarúmlega 100 þúsund krónur kanneinhveraðsegja. Þessvegna þarf að athuga þennan kostnað nánar. Þess ber að geta að í þær tölvur sem auglýstar eru á 100 þúsundkrónurvantarnetkort. Þá er ekki hægt að keyra Windows á einu eða tveimur megabætum svo vel sé, sumirþurfareikniörgjörva og talsverður kostnaður liggur í jaðartækjum. Ef til vill er hægt að ná stofn- kostnaðinum niður með ódýrari vinnustöðvum, en þegar vinnu- stöðvar voru valdar var tekið tillit til gæða þeirra, tæknimenn rýndu í frágang rökrása, skjáir voru mældir og metnir, og tekið tillit til hávaða úr viftum og diskadrifum og jafnvel ásláttur á lyklaborð athugaður. Það verð- ur að taka tillit til þessara þátta þegar verið er að velja tölvu- búnað fyrir starfsfólk, sem situr klukkutímum saman fyrir framan skjáinn á tölvunni. Þetta gerir það að verkum að við erum með tölvur, sem bila afar lítið og þægilegt er að vinna með. Gengið var til samninga við lægstbjóðanda, Örtölvutækni- Tölvukaup, um tölvuvæðinguna eftir að tilboð höfðu borist frá þeim, sem uppfylltu tæknilegar kröfur. Hvert stefnir síðan í tölvumálum fyrirtækisins? Lögð er mikil áhersla á að koma öllum hug- búnaði í MS-Windows. Eina forritið, sem notað hefur verið að einhverju marki og keyrir ekki undir Windows er skjáhermir við VAX tölvuna, en nú er verið að færa hann undir Windows. Og af hverju Windows? MS-Windows hefur selstíyfir 10 milljón eintaka. Það er gífurleg gróska í hugbúnaðargerð fyrir Windows og framleiðendur, sem hafa einskorðað sig við önnur notendaskil eru að átta sig á villu síns vegar. Windows umhverfið uppfyllir þarfir yfir 90% skrif- stofufólks. Vélbúnaður, sem keyrir Windows er mun ódýrari en vinnustöðvar, sem keyra önnur opin gluggakerfi. Það er margt til í því að MS-DOS tölvukerfið sé opið, og sennilega er það best skilgreinda tölvuumhverfið sem til er og ekki er einokað af einum tölvuframleiðanda. Ég spái því að Windows not- endaskilin verði ráðandi á skrifstofum ánæstu árum, jafnvel næstu lOárin. Hvortþaunotenda- skil byggja á stýrikerfinu DOS, NT, OS/2 eða einhverju allt öðru er of fljótt að spá. Ég spái því einnig að tölvuvinnsla muni byggja á Intel örgjörvum a.m.k. þangað til önnur tölvuhögun keyrir Windows notendaskil og er samkeppnisfær í verði við tölvubúnað byggðan á Intel örgjörvum. 28 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.