Tölvumál - 01.07.1992, Page 14

Tölvumál - 01.07.1992, Page 14
Júlí 1992 Notkun tölva við öryggisgæslu Bergsteinn R. ísleifsson,tæknistjóri VARA Öryggisstjórnkerfi Á undanförnum árum hafa öryggiskerfi verið að breytast. Áður fyrr voru fyrirtæki með sjálfstæðan búnað fyrir innbrots- viðvörunarkerfi, annan fyrir aðgangsstjórnkerfi, hinn þriðja fyrir vatnsviðvörunar og neyðar- kallkerfi auk búnaðar fyrir tækni- viðvaranir (loftræsting, hitastig kælao.þ.h.). Allrasíðustu árhefur þetta verið að breytast, sérstak- legaístórum byggingum. Kröfur hafakomið fram um sveigjanlegri kerfi og kerfi sem eru einfaldari í umsjón og notkun en um leið umfangsmeiri og með lægri rekstrarkostnað. Nú til dags eru öryggiskerfi hvað svo sem þau vakta orðin mjög sveigjanleg. Stjórnstöðvarnareru minna og minna sérhæfðar. Þær eru byggðar þannig að þær upp- fylli ströng skilyrði um öryggi en séu samt sem áður samtengjan- legar í hússtjórnarkerfi sem sam- ræmi viðbrögð við breytingum og hættuástandi á sjálfvirkan hátt. Sem dæmi má taka fyrirtæki eða stofnun með starfsemi í stóru húsi eða fleiru en einu húsi. Starfsemin er þess háttar að þörf er á aðgangstjórnun starfsfólks um húsin jafnframt sem þörf er á innbrota-, vatns- og brunaviðvör- unum. I hvert húsnæði er sett viðvörunarmiðstöð sem tekur við boðum frá öllum skynjurum í húsnæðinu (kortalesurum v/ hurðir, hreyfiskynjurum, vatns- skynjurum, hitanemum o.fl.). Mótöld eru tengd við allar miðstöðvarnar sem eru svo tengd móðurtölvu í einu húsanna. Mótöldin geta verið upphringi- mótöld eða beinlínumótöld. Hlutverk móðurtölvu er að halda utan um allar færslur í kerfinu og móttaka allar viðvaranir. Við- vörunarmiðstöðvar á hverjum stað fyrir sig eru forritaðar frá móðurtölvu. I móðurtölvu er gagnagrunnur með aðgangs- kortum starfsmanna. Þar er ákveðið hver hefur aðgang, hvar og á hvaða tímum. I móðurtölvu eru einnig allir inngangar í kerfinu forritaðir þ.e.a.s. hvenær geta viðvaranir borist og hvað á að gerast, en virknin er mismunandi. Til dæmis eru tækniviðvaranir meðhöndlaðar á annan hátt en boð urn innbrot. Kostir miðstýringar Helstu kostir við samtengingu öryggiskerfa eru þeir að ekki þarf að þjálfa mannskap á hverjum stað fyrir sig til að annast umsjón með kerfunum. Nægjanlegt er að auk tengingar til öryggis- miðstöðvar sé einn öryggis- fulltrúi sem hafi móðurtölvuna hjá sér. Ef til dæmis þarf að eyða aðgangskorti sem hefur týnst þá er nægjanlegt að skrá það týnt í gagnagrunni móðurtölvu. Sjálf- krafa hættir þá kortið að hafa aðgang í öllum viðvörunar- miðstöðvum. Jafnvel þó að viðvörunar- miðstöðvum sé miðstýrt eru allar upplýsingar og forrit geymd í þeim þannig að þó samband við móðurtölvu rofni þá vinna kerfin eðlilega. Um leið og samband kemst á að nýju berast upp- lýsingar sem safnast hafa saman til móðurtölvu. Mynd 1 er ein- línumynd er sýnir dæmi um uppbyggingu heildarkerfis. Úrvinnsla viðvarana Auðvelt er l'yrir öryggisverði að vinna úrþeim gögnum sem berast. Gögnin berast öryggisverði í forgangsröð. Þannig hefur t.d. innbrot forgang fram yfir vatns- viðvörun. Texti sem auðkennir viðbrögð fylgja hverri viðvörun. Þannig er öryggisverði strax gert ljóst til hvaða aðgerða á að grípa. Teikningar af húsnæði í ein- földuðu formi er auðvelt að gera þannig að öryggisvörður getur strax séð hvar innan hæðar húsnæðis innbrota hefur orðið vart. Safnyfirlit er hægt að kalla fram. Safnyfirlit geta innihaldið upplýsingar urn allar hurðir sem eru opnar, öll innbrots- viðvörunarkerfi sem á eftir að kveikja á og svo framvegis. Brunaviövörunarkerfi I öllum stærri kerfum í dag eru notaðir skynjarar af hliðrænni gerð. Með hliðrænni gerð er átt við að skynjararnir gefa stjórn- stöðinni upplýsingar um raun- verulega reykmettun eins og hún er í því rými sem reykskynjari er staðsettur í eða hitastig ef um hitaskynjara er að ræða. Einnig er hægt að fá beinan aflestur um stöðu skynjara, ef beðið er um, á prentara. Til að þetta sé hægt hafa verið þróuð samskiptaform sem gera stjórnstöðinni kleift að geta gert sér grein fyrir svari skynjara. Mynd 2 sýnir stafræn samskipti stjórnstöðvar og eins skynjara við eina lesningu. Stjórnstöðin sendir út númer skynjarans, skynjarinnþekkirþað og svarar til baka hve mikið reykmagn eða hita hann skynjar, 14 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.