Tölvumál - 01.07.1992, Blaðsíða 16

Tölvumál - 01.07.1992, Blaðsíða 16
Júlí 1992 S-8 17-28 INITIATING/ TERMINATING PULSE I OUTPUT | ADDRESS BITS:— COMMAND I8.TS:- ▼ 0 12 6 5 4 3 2 1 0 INTERRUPT BIT I I ANALOGUE VALUE BITS:- I INPUT I DEVICE TYPE I ADDRESS BITS:- | | COMMAND | BITS:— | 1 I I BITS ~ I I ♦!6 5 4.............0 !2 1 °!2 ’ °i6 5..................... INITIATING/ TERMINATING PULSE BINARY l—l l—l VALUE 01001^0 1000 1 1 0 0 0 0 0 0 1 0 0 1 JLÍl J1_______íl Mynd 2: Samskipti stjómstöðvar og skynjara hver staða innganga sé á inn- gangseiningum, ef um slíka einingu er að ræða, hvaða tegund skynjarinn er (t.d. hita-, reyk- skynjari eða handboði) auk stað- festingar á númeri skynjarans til að tryggja að stjórnstöðin sé að fá upplýsingar um réttan skynjara. Til að gefa hugmynd um sam- skiptahraðann tekur um 3 sek. að lesa svör frá 126 skynjurum. Tölvubúnaöur farandöryggisvarða Öryggisverðir sem sjá um eftirlit með eignum á dagtima jafnt sem utan hans hafa alla tíð þurft að nota búnað til að geta sannað viðveru sína á hverjum stað fyrir sig. Hér áður fyrr voru notaðar klukkur með stimpli og voru þá lyklar með mismunandi númer- um á hverjum vaktstað fyrir sig. Mikill tími gat farið í það að taka saman skýrslur fyrir hvern stað fyrir sig þar sem upplýsing- arnar þurfti að vinna handvirkt upp úr mjóum strimlum. í dag er þetta liðin tíð og eru öryggisverðir nú með lítinn handhægan strikamerkjalesara í belti. A hverjum vaktstað er síðan einn eða fleiri miðar með strika- merkjum þannig að öryggis- vörður kvittar fyrir komu sína með því að lesa strikamerkið. Miklir möguleikar hafa opnast í úrvinnslu gagna sem eru nú kom- in í tölvutækt form og unnt er á augabragði að fá skýrslur um viðveru öryggisvarða á hverjum stað fyrir sig og athugasemdir hans um það sem ábótavant var á hverjum vaktstað. Fleiri mögu- leikar eru nú að opnast eftir því sem meiri þróun verður í hug- búnaðinum. Núerhægtað varða leiðina sem öryggisvörður þarf að fara og tryggja þannig viðveru innan hvers húss fyrir sig í réttri atburðaröð. Hvaö er framundan? Eftir því sem tækninni fleygir fram og möguleikunum fjölgar eykst hættan á að grundvallar- markmið hverfi í skuggann af "tæknilegri fullkomnun". Bruna- viðvörunarkerfi eru sett upp til að skynja eld og þjófavarnarkerfi til að skynja, og stugga við, þjófum. Boð frá þessum kerfum mega ekki drukkna í flóði annarra upplýsinga svo sem frá loftræst- ingu eða hitastýringu. Þá má heldur ekki gleyma því að þjófar reyna oft, af mismikilli þekkingu, að eyðileggja þjófavarnakerfi áður en innbrot er framið. Jafn sjálfsagt og það er að beina boðum í sameiginlega tölvu til þæginda við eftirlit og stjórnun verður að tryggja að hún verði ekki Akkillesarhæll alls öryggis í viðkomandi byggingu eða bygg- ingum. Þá hefur til lítils verið eytt tíma og fjármunum í "öryggisráðstafanir". Einnig þarf að gæta að því þegar verið er að hanna hússtjórnarkerfi að hinir ýmsu þættir þess eru best leystir með þátttöku sérfræðinga hvers þáttar. Þannig er ekki gefið mál að þeir söluaðilar sem veljast til að setja upp besta loftræstikerfið séu þeir aðilar sem bjóði upp á bestu lausnirnar fyrir öryggiskerfi hússins. Þó að þróun í ýmsum tæknibún- aði sé mikil má það ekki gleymast að mannlegi þátturinn er oft veikasti hlekkurinn. Þá á ég við að það má ekki gleymast í hring- iðu tækniþróunar að starfsmenn sem annast þjónustu og uppsetn- ingu á búnaði þurfa að hafa staðgóða sérþekkingu á þessum búnaði. Einnig þurfa söluaðilar þjónustu þessarar að vera ábyrgir og traustir. Þegar verið er að vinna í innra öryggi fyrirtækja er ekki sama hvaða aðili vinnur verkin. Þess vegna ættu fyrirtæki að kynna sér þjónustuaðilann vel áður en öryggisbúnaður er valinn. Það er grundvallaratriði að söluaðilinn sé í stakk búinn til að veita fyrirbyggjandi viðhald og almenna notendaþjónustu um ókomin ár - í fullkomnum trúnaði og þagmælsku. 16 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.