Tölvumál - 01.07.1992, Blaðsíða 22
Júlí 1992
öllum aðgengileg og einkagögn
varin fyrir óheimilum aðgangi.
Réttindi til notkunar og með-
höndlunar gagna eru mjög
fjölþætt og hægt að skilgreina
hverjir megi lesa skrár, breyta
þeim, afrita eða eyða svo dæmi
sé tekið.
Bókhald og notkun
Innbyggt í netstýrikerfið er
eftirlitskerfi sem hægt eraðvirkja
til gjaldtöku og eða eftirlits.
Einnig er hægt að nota það lil
skipulagningar. Hægt er að setja
upp gjaldskrá fyrir tengitíma, lesin
gögn, skrifuð gögn, mótteknar
beiðnir unr þjónustu og notkun á
diskrými. Gjaldskráingetur verið
breytileg eftir tímum dags og
vikudögum. Hægt er að nota
þetta kerfi til að fylgjast nreð
notkun einstakra notenda eða
kerfisins í heild og áætla
stækkunarþörf diskrýmis eða
þörfina á að takmarka diska-
notkun einstakra notenda.
Öryggiseftirlit
Með netstýrikerfinu fylgir hug-
búnaður til að prófa helstu
öryggisþætti. Þannig er hægt að
láta kerfið gefa skýrslu um helstu
veikleika í uppsetningu, t.d.
hverjir þurfa ekki að nota leyni-
orð eða endurnýja þau reglulega,
eins ef notandi hefur valið sama
leyniorð og aðgangsorð og
margt fleira. Þetta getur verið
gott hjálpartæki fyrir umsjónar-
menn til að prófa reglulega helstu
þætti í sambandi við öryggi
kerfisins. Fullyrða má að öryggi
sérhannaðra netstýrikerfa geti
verið fyllilega jafn traust og
fjölnota stýrikerfi stórra og
millistórra tölva. Uppsetningin
ræður hér mestu um. Fjöldi
fyrirtækja af öllum stærðum og
gerðum um allan heim treystir nú
netkerfum fyrir öllum sínum
gögnum sem áður voru geymd á
stórunr tölvukerfum. Þetta ájafnt
við um opinberar stofnanir og
stórfyrirtæki eins og banka og
tryggingarfélög. Augljóst má vera
að þessi fyrirtæki myndu ekki
velja net einkatölva í stað stóru
tölvanna ef þau hefðu ekki gengið
rækilega úr skugga um að öryggi
kerfisins væri fylli lega traust. Það
á við um netkerfin alveg eins og
stóru tölvurnar að öryggið
verður ekki til af sjálfu sér.
Vönduð uppsetning og eftirlit
umsjónarmanna með nauð-
synlegum öryggisþáttum ræður
fyrst og fremst hvernig til tekst
með öryggismál tölvukerfanna.
Fréttastofa spaugstofunnar hefði betur gœtt að öryggismálum.
Hér erú myndir sem teknar voru þegar tölvan þeirrafékk vírus og
varð óskaplega mikið veik.
22 - Tölvumál