Tölvumál - 01.07.1992, Side 10

Tölvumál - 01.07.1992, Side 10
Júlí 1992 söluvörunni er tæpast fallið til þess að selja vöruna. Aðalatriðið hér er það að leið- rétta ranghugmyndir væntanlegs kaupanda um notagildi hlutarins eða upplýsa um sérstakt ástand söluhlutar, sem gerir hann frábrugðinn því sem almennt tíðkast um samskonar hluti. Afhendingarskylda/ viðtökuskylda Sky ldur seljanda og kaupanda eru skýrlega ákveðnar í kaupalögum og ef þær eru ekki uppfylltar af hálfu annars hvors aðila, þá eignast hinn um leið rétt til þess að krefjast bóta eða jafnvel rifta kaupunum. Meginskyldur seljanda eru að af- henda hið selda á réttum tíma og í umsömdu ástandi. Efseljandinn uppfyllir ekki þessar skyldur eignast kaupandinn rétt til þess að 1) krefja seljandann um afhendingu hins selda auk skaðabóta, 2) neita að taka við hinu selda og krefjast efndabóta svokallaðra 3) rifta kaupunum. Með sama hætti er kaupandi skyldugur að veita söluhlut viðtöku á réttum stað og réttum tíma og greiða kaupverðið. Ef kaupandi gerist sekur um að vitja ekki söluhlutar, verður seljandi að annast um hlutinn, á kostnað kaupanda, þar til kaupandi veitir söluhlut viðtöku. Tímamark áhættuskipta I þessu sambandi er rétt að benda á tímamark áhættuskipta, þ.e. áhættunnar af því að sölu- hluturinn ferst af tilviljun eða vegna óhapps sem seljanda eða kaupanda verður ekki um kennt en eftir að kaupsamningur er gerður. Þar er að öllu jöfnu seljandi sem ber áhættuna af söluhlutþartilafhendingartíminn er kominn og kaupandi veitir söluhlut viðtöku. Við afhendinguna flyst áhætta af því að söluhlutur skemmist eða ferst, yfir á hinn nýja eiganda. Neitun kaupanda á að veita söluhlut viðtöku á réttum tíma eða ósk kaupanda um að mega taka við söluhlut síðar, af ein- Algengustu þrætur manna í verksamningum er endurgjaldið hverjum hagkvæmnisástæðum, hefur það hinsvegar í för með sér að seljandi er laus undan áhættunni af því að söluhlutur ferst, honum er stolið, skemmist osfrv. Kaupandinn ber þá áhættu og verður að svara fullu kaup- verði til seljanda, ef söluhlutur ferst við slíkar aðstæður, nema að seljanda verði beinlínis um það kennl með saknæmri háttsemi. Sem dæmi má nefna fyrirtæki sem stendur í nýbyggingu. Það pantar tölvukerfi hjá tölvufirma og afhending skal fara fram á ákveðnum tíma. Af einhverjum ástæðum dregst að ljúka við ný- bygginguna með þeim afleið- ingum að kaupandinn getur ekki tekið við vörunni fyrr en að tveimur mánuðum liðnum. Tölvufirmað er þá skuldbundið að annast um söluhlutina á kosln- að kaupanda og setur þá í geymslu í vöruskemmu. Ef skemman brennur, þá verður kaupandinn að bera slíkt tjón en ekki seljandinn, að svo miklu leyti sem tjónið fæst ekki bætt með vátryggingu. Gallar Gallar í söluvöru er mjög algengir og kaupalögin hafa mjög ítarleg ákvæði um réttindi og skyldur aðila þegar vara eða þjónusta er haldin göllum. Ef galli kemur upp í söluhlut, þá þarf að byrja á því að staðreyna hvort gallinn teljist upprunalegur eðaekki. Efgallinnerfyrirhendi þegar kaupin gerast, er vafalaust að seljandi ber ábyrgð á honum og verður að svara bótum. Ef gallinn telst verulegur getur kaupandinn rift kaupunum og krafist endurgreiðslu á kaup- verði. Seljandi á ekki heimtingu á að leggja til nýjan hlut, nema því aðeins að hinn gallaði hlutur hafi verið afhentur kaupandanum áður en afhendingartíminn, sem samið hefur verið uin, er kominn, eða að seljandinn hafi skuld- bundið sig sérstaklega með ábyrgðaryfirlýsingu. Þá getur seljandinn skipt hinum gallaða hlut út fyrir ógallaðan. Ef gallinn í hinu selda, kemur hinsvegar ekki fram fyrr en eftir að kaupin gerast og áður en afhending fer fram, ber seljandi ekki ábyrgð nema honum verði kennt um gallann. Að ákveða hvort galli er upp- runalegur eða ekki er oft erfitt úrlausnar og þessvegna sífellt deiluefni meðal manna. Kaupalögin gera greinarmun á því hvort galli sé verulegureða ekki. Engin skilgreining er í lögum um það hvað sé verulegur galli. Dómstólar hafa hinsvegar metið 10 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.