Tölvumál - 01.07.1992, Blaðsíða 8

Tölvumál - 01.07.1992, Blaðsíða 8
Júlí 1992 Helstu lagasjónarmið um viðskipti með tölvur Hróbjartur Jónatansson hæstaréttarlögmaður Byggt á erindi semflutt var á ráðstefnu SI, 22. nóvember 1991. í þessu erindi mínu er fjallað um helstu reglur sem lúta að við- skiptum með tölvur, bæði lög- festar reglur, þ.e. sem eru til í lögum og ólögfestar, eða reglur, sem ekki hafa verið settar af lög- gjafanum, heldur hafa mótast hjá dómstólum landsins við túlkun þeirra á gildandi rétti. Að sjálf- sögðu eru þessar réttarreglur, að meira eða minna leyti, gildandi um öll viðskipti með lausafé, hvort sem um tölvur er að ræða, eða tölvuhugbúnað eða annan varning sem gengur kaupum og sölum. Þau réttarsvið sem við blasa eru, í fyrsta lagi, almennar verslunar- reglur er varða kaup og sölu á tölvum og tölvubúnaði, hvort sem um að ræða vélbúnað eða hug- búnað. Slík verslun varðar yfir- leitt fullunna vöru, svo sem til- búnartölvurogtilbúintölvuforrit. 1 öðru lagi er um að ræða reglur um verksamninga, viðskipti með óunna vöru ef svo má að orði komast, svo sem eins og hönnun og smíði á vélbúnaði eða hönnun á hugbúnaði, sem ef til vill er algengara á Islandi. Samninga- og kaupalög Þau lög sem fjalla um þessi réttar- svið eru aðallega lög um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, nr. 7 frá 1936, yfirleitt nefnd samningalögin og hinsvegar lög um lausafjárkaup, nr. 29 frá 1922, gjarnan nefnd kaupalögin. Samningalögin og kaupalögin eru gömul lagasmíð og leikmenn kynnu jafnvel að halda að lögin ættu ekki við í dag. En það er öðru nær, lögin eiga vel við enda verið breytt í fáum en mikilvægum atriðum, í takt við breytta tíma. Samningalögin og kaupalögin eru hvoru tveggja frávíkjanleg lög- gjöf. Kaupalögin að öllu leyti en samningalögin að hluta til. Það að lögin eru frávíkjanleg, þýðir það að víkja má frá efni þeirra í samningum manna í milli, enda ríkir meginreglan um samningafrelsið í viðskiptum. Akvæðum þessara laga verður þess vegnaekki beitt, ef um annað er samið berum orðum eða í samningi eða ef annað leiðir af verslunartísku og venju í við- skiptum. Verslunarkaup I kaupalögunum er gerður greinarmunur á því sem lögin kalla "Verslunarkaup" og öðrum kaupum. Hugtakið "versl- unarkaup" gildir um kaup sem eiga sér stað á milli kaupmanna í verslunarrekstri beggja eða verslunarrekstri annars og í þágu verslunarreksturs hins. Kaup smásala hjá heildsala á vöru til endursölu, er dæmi um versl- unarkaup. Annað dæmi er ef kaupmaður með tölvuvörur kaupir skrifborð og stóla hjá húsgagnaverslun. Þá teljast kaupin vera í þágu verslun- arreksturs tölvukaupmannsins. Það eru hinsvegar ekki verslunarkaup í skilningi kaupalaganna, ef tölvukaup- maðurinn fer í fiskbúð og kaupir sér í soðið. I skilningi kaupalaganna er kaup- maður hver sá sem rekur smá- sölu, umboðsverslun, lyfsölu, veitingasölu, stundar handiðn, verksmiðjuiðnað, bankastarf, flutning fólks, muna eða orð- sendinga, svo helstu dæmi séu tekin úr kaupalögum. I fáum orðum má segja að sá sem hefur mannahald og stundar viðskipli í víðasta skilningi orðins, sé kaup- maður að mati kaupalaganna. En af hvaða ástæðum er greint á milli verslunarkaupa og annarra kaupa? I kaupalögum gilda sérreglur um þá sem stunda verslunarkaup og eru þessar regl ur strangari en þær sem gilda um önnur kaup, sem stundum eru nefnd neytendakaup. Dæmi um þetta er að ef seldur hlutur er ekki afhentur á réttum tíma í versl- unarkaupum, telst allur dráttur á afhendingunni verulegur dráttur. Afhending degi síðar en upp- haflega er samið um er því veru- legur dráttur á afliendingu, þegar tveir kaupmenn skipta sín á milli, enda þó að dags seinkun kunni að teljast óverulegur afhend- ingardráttur í flestu öðru tillili. 8 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.