Tölvumál - 01.07.1992, Blaðsíða 13

Tölvumál - 01.07.1992, Blaðsíða 13
JÚIÍ 1992 hagsmunahóparsemji svokallaða tvíhliða samningsskilmála sem ætlað er að gilda um sanrnings- gerð og samskipti tiltekinnahópa. Staðallinn ÍST 30, sem fjallar um samskiptareglur um mannvirkja- gerð ofl., er dæmi um slíkt og ennfremur staðallinn ÍST 32 sem gefnir eru út af S taðlaráði Islands. Staðall ÍST 32, tekur einmitt yfir, eða er ætlað að taka yfir sam- skipti verktaka og verkkaupa þegar samið er um útboð eða gerð gagnavinnslukerfa. IST 32 er forstaðall þar sem honum er ætlað að gilda tímabundið. Þessi staðall er nokkuð ítarlegur og byggir að miklu leyti á almennum reglum kaupalaga og samningalaganna og jafnframt á ákvæðum ÍST 30, sem fjallar um mannvirkjagerð ofl. Það er mjög mikilvægt að menn hafi staðalinn til hliðsjónar við gerð verksamnings og taki upp það efni staðalsins sem menn vilja hafa í verksamningi, eða hafa verksamninginn styttri og vísa hreinlega til staðalsins, að öðru leyti. Staðall ÍST 32 ber með sér nokkur merki þess að verabyrjunarverk. Dæmiumþað eru ákvæði í kafla nr. 6.3 um riftun. I gr. 6.3.2.3. segir að ef verkkaupi riftir vegna vanefnda verktaka skuli verkkaupi greiða verktaka fyrir unnin verk skv. samningi aðila. Hér er stuðst við samsvarandi ákvæði í IST 30, um mannvirkjagerð. Að mínu áliti er of mikil einföldun fólgin í því að bera saman mann- virkjagerð og hugbúnaðargerð. Við mannvirkjagerð er verkið áþreifanlegra en við hugbúnaðar- vinnu. Ef húsasmiður vanefnir samning sinn við verkkaupa er eðlilegt að meta það sem unnið hefur verið verktaka til tekna enda getur nýr aðili (venjulega) hafist handa um húsbyggingu þar sem frá var horfið. Verk fyrra verktaka nýtist verkkaupa algerlega. Hið sama má ekki endilega segja um hugbúnaðarvinnu. Hluti af hug- búnaðarhönnun kann að vera verðlaus eða lítils virði í höndum verkkaupa og tilviljun háð hvort annar aðili geti tekið við þar sem hinn fyrri verktaki lét staðar numið. Þetta hlýtur að vera skoðunarefni hverju sinni. Af þessum sökurn tel ég að framangreint ákvæði í ÍST 32 eigi ekki rétt á sér eins og það er framsett. Þá vil ég einnig benda á að ekki er fortakslaust kveðið á um það í ÍST 32 að verkkaupa sé aðeins heimilt að taka tilboði sem sé í fullu samræmi við útboðs- lýsingu. í gr. 4.8.1 í ÍST 32 segir að verkkaupa sé heimilt að hafna öllum tilboðum sem ekki eru í samræmi við útboðsskilmála í öllum verulegum atriðum. Að mínu áliti hefði verið heppilegra að taka af allan vafa um þetta og miða alfarið við útboðsskil- mála. Onákvæm skilgreining að þessu leyti hefur í för nteð sér óvissu um hvort verkkaupa sé heimilt að taka eða skuli hafna tilboði. Aukinheldur má segja að nokkuð óréttlæti felist í því að heimila verkkaupa að taka tilboðum sem eru gerð á öðrum forsendum en þeim sem sam- ræmast útboðslýsingu. Þau atriði sem ég vil vekja sérstaka athygli á varðandi verk- samninga almennt eru þessi: A) Að skilgreina nákvæmlega hvað á að gera og í hvaða tilgangi eigi að gera það. Þetta er sér- staklega mikilvægt þegar gerðir eru verksamningar uni hönnun á hugbúnaði. Hinn venjulegi við- skiptavinur hefur ekki hugmynd um bakgrunn á hugbúnaðarhönn- un. Hann þarf því að vera vel upplýstur um hvað eigi að gera, í hvaða þrepum osfrv. Hug- búnaðarhönnuði þarf með sama hætti að vera ljóst hvað viðskiptavinurinn vill fá og til hverra nota hugbúnaðurinn er. Kaupalögin gera greinarmun á því hvort galli sé verulegur eða ekki B) Mikilvægt er að endurgjald til verktaka sé ákveðið með skýrum hætti. Algengustu þrætur manna í verksamningum, er endurgjald- ið. Menn deila um hvort verkið hafi verið tilboðsverk eða skv. reikningi. Verkkaupi segir að tiltekin upphæð hafi verið tilboð, verktakinn segir upphæðina hafa verið kostnaðaráætlun, osfrv. Kaupalögin eru m.a. sett með þessar deilur í huga, en skv. þeim ber kaupanda að greiða seljanda það verð, sem hinn síðarnefndi heimtar, nema að það verði talið ósanngjamt. I framkvæmdinni er það svo að deiluaðilar leita eftir dómkvöddum matsmönnum, sem meta sanngjarnt endurgjald og þetta kostar bæði fé og fyrirhöfn, auk þess sem ekki er gefið að niðurstaða matsmanna sé sann- gjörn yfirleitt. Hjá miklum vandræðum má komast með því að ákveða endurgjaldið í upp- hafi. Hér hefur að vonurn verið stiklað á stóru í víðfeðmu réttarsviði viðskiptalífs og margt undan- skilið sem erindi hefði átt í umræðuna. Markmiðið er þó fyrst og fremst að gefa leik- mönnum hugmynd um þau lagasjónarmið sem gilda um viðskipti í samfélaginu. 13 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.