Tölvumál - 01.07.1992, Side 27

Tölvumál - 01.07.1992, Side 27
Júlí 1992 stýrikerfið og MS-Windows gluggakerfið. Novell gagnaþjónn sér um að geyma forrit og gögn, og samnýta jaðarbíínað. VAX tölvan var endurnýjuð þar sem sú gamla var viðhaldsfrek og hin nýja tengd inn á netið. Tölvu- notendur ná sambandi við VAX tölvuna eftir netkerfinu með því að nota skjáhermi. Við gerum ráð fyrir að með tímanum verði hagkvæmast að brúa netkerfin þannig að öll tölvunet fyrirtækisins myndi eitt samfellt net. Við munum vænt- anga setja brú á milli netkerfanna á Háaleitisbraut og stjórnstöð á þessu ári. Samtenging í þessum dúr er dýr unt þessar mundir, en samskiptatækni fleygir fram og er þess ekki langt að bíða að hún verði kostnaðarlega hagkvæm. Ekki er úr vegi að drepa á nokkur atriði, sem afar mikilvægt er að hafa í huga við PC tölvuvæðingu og byggja á reynslu hjá Lands- virkjun. Það eru til ógrynni af forritum fyrir DOS og Windows tölvur. Mörg þessara kerfa eru mjög frambærileg. T.a.m. eru á mark- aðnum fjórir töflureiknar fyrir Windows og þrjú ritvinnslukerfi. Það kostar ekki mikið að kaupa eitt eintak af forriti og setja í tölvu. Það getur hver sem er gert. Það er einnig nokkuð um það að fólk telji afar eðlilegt að hlaupa með forrit á milli tölva og setja uppáhalds ritvinnslukerfið eða uppáhalds töflureikninn í tölvuna sína og hjá kollegunum. Þetta er afar varhugavert. Áður en nokkur fær rönd við reist nrorar allt í mismunandi forritum. Að sjálfsögðu er það ófrávíkjanleg regla hjá Landsvirkjun að dreifa ekki hugbúnaði nenra í samræmi við skilmála eða samninga við hugbúnaðarsala. Það var því strax tekin sú stefna að nota einn ákveðinn töflureikni og eitt ákveðið ritvinnslukerfi. Þetta hefur gengið að mestu eftir. Þrátt fyrir það fer talsverður tími tölvudeildar í það að færa gögn á milli mismunandi kerfa. Þá er sú regla viðhöfð að starfsmenn setja ekki forrit inn á tölvurnar án samráðs við tölvudeild. Þetta kemur í veg fyrir að sjóræn- ingjaútgáfur af forritum séu notuð og er stór liður við veiruvörn. Annað, sem benda má á er að ET notandi þarf meiri aðstoð frá tölvudeild en skjánotandi. Þetta stafar m.a. af því að einmennings- tölva er talsvert flókið tæki og tölvukerfið viðkvæmt. Aðstoð- in felst í að grípa inn í þegar tölvubúnaður bilar, aðstoða við uppsetningu og aðlögun forrita, koma fyrir nýjunr búnaði og síðast en ekki síst aðstoða fólk við aðgerðir, sem það gerir ekki á hverjum degi. T.d. skrifa út límmiða úr ritvinnslukerfum eða búa til myndir úr töflureiknum. Það er einnig talsvert verk að sjá um að uppfæra forrit, setja inn lagfæringar á forril og nýjar útgáfur. Á miðlægri tölvu er þetta ekkert mál en talsvert þegar tölvur eru á 9 vinnustöðum auk ferðatölva. Það hefur verið áætlað að ET notandi þurfi að jafnaði einnar klukkustundar aðstoð frá tölvudeild á viku. Hjá Landsvirkjun er þetta eitthvað lægra, sennilegahálfklukkustund að jafnaði, og stafar það senni- lega af því að gert var átak í að mennta tölvunotendur en það er mjög áríðandi að standa vel að menntunarmálum því annars. hefur viðkomandi starfsmaður takmörkuð not af tölvunni. Þáer mjög gott að þeir sem annast tölvubúnaðinn reyni að virkja góða notendur. Nýtísku forrit eru mjög fullkomin og talsvert verk að þekkja þau til hlítar. Fyrr eða síðar verða einhverjir góðir að beita einstökum forritum. Þessa starfsmenn má virkja því það er nær ógjörningur fyrir einn mann að kunna algjörlega skil á öllurn þeim forritum sem notuð eru. Þó svo verð á tölvubúnaði sé sífellt að lækka er tölvuvæðing sem þessi nokkuð dýr, sérstaklega Það má líkja breytingunni hjá Landsvirkjun við byltingu þegar allir kostnaðarþættir eru skoðaðir. Kostnaðurinn skilar sér í aukinni framleiðni starfs- fólks. Það má líkja breytingunni hjá Landsvirkjun við byltingu. Ekki er hægt að bera svartíma saman. Afköst við ritvinnslu og við vinnu í töflureikni hafa stóraukist. Gagnasainskipti eru auðveldari. Starfsmenn geta skilað frá sér upplýsingum hæfuin til dreifingar án þess að þurfa að nota milliliði. Það er einnig athyglisvert að tölvuvæðingin kostar ekki nema um helming af framreiknuðu verði gamla tölvu- búnaðarins sem fyrir var. Kostnaður við tölvuvæðingu skiptist í beinan bókfærðan kostn- að og óbeinan dulinn kostnað, sem ekki kemur beint fram í bókhaldi. Beinn kostnaður er kostnaður við vélbúnaðarkaup og hugbúnaðarkaup, námskeiðs- kostnaður o.þ.h. Obeinn kostn- aður er m.a. launakostnaður starfsólks meðan áþjálfun stendur og aðstoð tölvudeildar við upp- setningu búnaðarins. Reynthefur verið að taka þennan kostnað saman og finna heildarstofn- kostnað við að tölvuvæða einn starfsmann. 27 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.