Tölvumál - 01.07.1992, Blaðsíða 30
JÚIÍ 1992
í inngangi að húsnæði RLR er
gæsla sem sér um að hleypa þeim
einungis inn í húsnæði RLR sem
þar starfa. Tekið er á móti gestum
og þeirn sem mæta í viðtöl, við
inngang og þeim fylgt til skrifstofa
af viðeigandi lögreglumanni.
- aðgangur að tölvubúnaði er
takmarkaður
Tölvur eru einungis staðsettar í
læstum skrifstofum lögreglu-
manna. Reglan í húsinu er sú að
herbergjum sé læst séu starfsmenn
þar ekki að vinna.
Tryggja aðgang að gögnum í
tölvukerfinu:
- notendur sjá einungis þau
kerfi sem þeir hafa heimild til
þess að nota
Notendum er úthlutað aðgangi í
þau kerfi eru sem þeir þurfa að
nota samkvæmt eðli verksviðs
þeirra. Önnur kerfi sjá þeir ekki.
Þá er umhverfi allra þannig að
notendur lenda í valmynd þegar
þeir hafa tengst þar sem einungis
eru þau kerfi sem þeir þurfa að
nota. Ekki er hægt að komast úr
valmynd í stýrikerfið.
- aðgangur í kerfi er tak-
markaður með lykilorði
Þegar að kerfi hafa verið valin úr
valmynd þurfa notendur að slá
inn notendaheiti og lykilorð til
þess að komast inn í kerfið.
Lykilorðaskráin er geymd á
brengluðu formi á sérstökum
stað á netdisk.
aðgangur í verkliði innan
kerfa er stýrt miðað við
notendur
Innan kerfa er aðgangi stýrt í
verkliði miðað við notendur.
T.d. hafa einungis yfirmenn
deilda rétt til þess að velja þann
verklið sem breytir stöðu máls
hjá embætti.
- defnisskrár á netþjóni eru
skrifvarin og lykilorðaskrá er
brengluð
Þær efnisskrár á netþjóni sem
notendur fá aðgang að (utan
heimadrif notenda) eru skrifvarin.
Þá er, eins og áður hefur verið á
minnst, skráin sem geymir lykil-
orðin geymd á brengluðu formi
á sérstökum stað á netdisk.
- lyklaborði á netþjóni er lœst
með hugbúnaði
Lyklaborði á netþjóni er læst með
hugbúnaði. Er þá ekkert hægt að
vinna á lyklaborð nema ákveðin
talnaruna sé slegin inn. Avallt er
skilið við netþjón nteð lykla-
borði læstu
Tryggja öryggi gagna vegna
bilana:
- verja netþjón fyrir raf-
magnstruflunum
Við hann er tengdur rafbakhjarl
sem sér honum fyrir straumi ef
einhverjar truflanir verða á raf-
magni um lengri eða skemmri
tíma.
- afritataka sé framkvœmd
skipulega
Við netþjón er tengd segul-
bandsstöð til afritatöku. Upp
hefur verið sett áætlun sem
tiltekur hvenær skuli afritað,
hvað sé afritað og hver sé ábyrgur
fyrir afritatökunni. Afritin eru
geymd í eldtraustum skápi stofn-
unarinnar, en einnig eru tekin sett
og farið með út í bæ með lengra
millibili.
- til séáœtlun um endurbyggingu
kerfis ef eitthvað kemur fyrir
netþjón
Ef netþjónn skyldi bila hefur verið
sett upp áætlun sem tiltekur
hvernig megi koma netinu aftur í
rekstur á sem skemmstum tírna.
Aætlunin tekur til hluta eins og:
- hvar sé hægt að útvega annan
netþjón
- hvernig eigi að setja hann upp
- hvernig eigi að endurbyggja
gagnasöfn og koma kerfum í
gang að nýju
Þá eru í öryggisáætlun reglur
vegna vírusavarna:
- allar diskettur sem koma utan
úr bœ eru vírusleitaðar áður
en þær eru notaðar
Meginregla embættisins er að
diskettur séu ekki notaðar, hvorki
innanhús eða til að fara með út
í bæ. Liður í þeirri stefnu er að
meginhluti véla í embættinu er
ekki með diskettudrif eða harða
diska heldureru ræstaryfirnetið.
Þó er ekki hjá því komist að nota
diskettur og í slíkum tilvikum eru
disketturnar vírusaleitaðar áður
en þær eru notaðar á netinu.
- netþjónn og harðir diskar í
vélum eru vírusleitaðir reglu-
lega
- aðgerðir sem grípa á til ef
vírus finnst í embœtti
Ef vírus finnst er honum eytt með
þeim aðgerðum sem henta eftir
gerð vírusins. Þá er reynt að
grafast fyrir um smitleiðina og
sjá til þess að slíkt gerist ekki
aftur. Þá er framkvæmd allsherjar
leit á öllum diskum og diskettum
embættisins.
Niðurlag
Reynsla RLR er mjög góð. Engin
vandamál hafa komið upp varð-
andi reksturinn og öryggi þeirra
trúnaðargagna sem þar er unnið
með. Mikilvægteraðþeiraðilar
sem bera ábyrgð á rekstri tölvu-
kerfageri sérgrein fyrireðli þeirra
kerfa sem þeir eru með í hönd-
unum og grípi til aðgerða í sam-
ræmi við það til að tryggja
reksturkerfannaog öryggiþeirra
gagna sem unnið er með. Þetta
á ekki síst við þá staði þar sem
unnið er með viðkvæmar trún-
aðarupplýsingar. í slíkum til-
vikum er það alger nauðsyn að
grípa til allra þeirra aðgerða sem
tryggt geta öryggi gagnanna.
Markviss öryggisáætlun er góð
leið til að vinna skipulega að
slíku marki og hefur reynst RLR
vel við rekstur síns tölvukerfis.
30 - Tölvumál