Tölvumál - 01.04.1993, Qupperneq 14

Tölvumál - 01.04.1993, Qupperneq 14
Apríl 1993 EES: Atvinnu- og búseturéttindi Gunnar Sigurösson, félagsmálaráðuneyti Með EES-samningnum verður Island hluti af sameiginlegum EES-vinnumarkaði. Á þessum vinnumarkaðiereinstökumEES- ríkjum bannað að mismuna ríkis- borgurum aðildarríkjanna á grundvelli ríkisborgararéttar með löggjöf eða öðrum ákvæðum. Samn ingurinn um Evrópskt efna- hagssvæði felur m.a. í sér að breyta þarf ákvæðum í lögum um vinnumiðlun og lögum um starfs- kjör launafólks o.fl., lögum um atvinnuréttindi útlendinga og um eftirlit með útlendingum sem heyrir undir dómsmálaráðu- neytið, þannig að sérreglur gildi um þá erlendu ríkisborgara sem samningurinn nær til. Þetla á einkum við um ákvæði um atvinnu- og dvalarleyfi þessara einstaklinga og dvalarleyfi tjöl- skyldna þeirra. Atvinnuréttindi Atvinnuréttur launafólks í öðrum aðildarríkjum EES byggir fyrst og fremst á 28. gr. EES-samn- ingsins og er nánar útfærður með margvíslegum reglugerðum og tilskipunum einkurn þó reglugerð Evrópubandalagsinsnr. 1612/68. Búseturéttur launþegans og fjöl- skyldu hans íeinhverju aðildarríki er síðan bein afleiðing þess að launþeginn fái vinnu í því ríki. Búseturétt er einnig hægt að öðlast með öðrum hætti eins og t.d. sem sjálfstætt starfandi, sem ellilífeyrisþegi eða sem náms- maður. En undir öllum kringum- stæðum er krafa um að fólk geti framfleytt sér sjálft annað hvort með vinnuframlagi sínu eða með tekjum frá heimalandi sínu a.rn.k. þangað til þeir hafa unnið til atvinnuleysisbótaréttinda eða annarraalmannatryggingaréttinda í því landi sem þeir hafa starfað í. Samkvæmt EES samningi munu ríkisborgarar í EES ríkjum eiga rétt, óháð lögheimili til að taka við launuðu starfi og inna það af hendi í samræmi við þær reglur sem gilda um ráðningu innlendra manna. EES samningurinn þýðir að út- lendingur getur komið hingað til lands og dvalið í allt að 3 mánuði til að leita að vinnu. Fái hann starf á hann rétt á dvalarleyfi, ef útlendingurinn fær ekki starf verður hann að fara úr landi. Á þeim tíma á hann aðeins rétt á aðstoð vinnumiðlunar en t.d. ekki félagslegri aðstoð. Hann á almennt rétt á viðurkenningu prófa sinna. Dvalarleyfi til fimm ára þarf ekki að veita nema ljóst sé að ráðningartíminn er lengur en 12 mánuði. Þetta er mikil breyting frá því fyrirkomulagi sem nú tíðkast um atvinnu útlendinga hér á landi, en félagsmálaráðuneytið gefur aldrei út atvinnuleyfi án þess að leitað hafi verið umsagnar við- komandi stéttarfélaga um það hvort ekki sé hægt að útvega fólk til slíkra starfa hér innan lands. Um störf hjá opin- berum stofnunum í 4. tölul. 28. gr. EES-samningsins er kveðið á um að ákvæði 28. gr. eigi ekki við um störf í opinberri þjónustu. Við gerð Rómarsamningsins var upphaf- lega litið svo á að þetta ætti við um öll störf í opinberri þjónustu . Þessi skilningur hefur breytst gegnum tíðina sérstaklega vegna þess að ýmis störf eru í höndum einkaaðila í sumum ríkjum en í höndum opinberra aðila í öðrum ríkjum. Af fjölmörgum dómum Evrópudómstólsins, sem umþetta hafa fjallað, má ráða að það eru fyrst og fremst störf sem tengjast eiginlegum stjórnsýslustörfum og öryggishagsmunum sem eru vernduð með þessum hætti en ekki verkefni sem ríkið hefur tekið á sig af efnahagslegum eða félagslegum ástæðum. Þessa túlkun verður að skoða í því ljósi að aðildarríkin falli ekki í þá freistni að nota ákvæðið til að hindra aðgang ríkisborgara aðildarríkjanna að sínum vinnu- markaði t.d. með því að þenja út umsvif hins opinbera. Niðurstaðan er því sú að atvinnu- rétturinn nær ekki til þeirra starfa í opinberri þjónustu þar sem um sérstakt trúnaðarsamband milli starfsmanna og hins opinbera er að ræða. Fjölskyldur launþega Til að tryggja frjálsan atvinnu- og búseturétt launþega eru reglur um að fjölskylda launþegans eigi rétt á að flytjast með honum. Til fjölskyldu launþegans teljast maki launþegans og börn sem eru yngri en 21 árs eða eru á framfæri þeirra og foreldrar launþega og maka hans sem eru á framfæri þeirra. Þá eiga aðildarríkin að 14 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.