Tölvumál - 01.04.1993, Qupperneq 18

Tölvumál - 01.04.1993, Qupperneq 18
Apríl 1993 Vinnumiðlun, upplýsingamiðlun og þjónustuskrifstofa Samkvæint reglugerðinni eiga aðildarríkin að starfrækja sérstaka þjónustuskrifstofu sem gegni hlutverki aðalvinnu- miðlunar í hverju ríki. Þessar skrifstofur skulu hafa náið samstarf sín í milli og við fram- kvæmdastjórnina um ráðningu í lausar stöður og meðferð atvinnuumsókna o.fl. I þessum greinum eru einnig ákvæði um að gerðar skuli nauðsynlegar kannanir á atvinnutækifærum og atvinnuleysi. Þjónustuskrifstofur aðildarríkjanna skulu senda til þjónustuskrifstofa hinna aðild- arríkjanna og til evrópsku samráðsskrifstofunnar upplýs- ingar um lífskjör og vinnuskilyrði og ástand vinnumarkaðar sem líklegar eru til að koma laun- þegum frá öðrum aðildarríkjum að gagni. Þær skulu ennfremur miðla upplýsingum til vinnu- miðlunarskrifstofa í sínu landi. Þá eru einnig ákvæði um að aðildarríkin upplýsi um vandamál sem upp kunna að koma í sambandi við frjálsa för fólks og atvinnumál launþega og að gerð séu nákvæm yfirlit yfir stöðu og þróun atvinnulífs á tilteknum svæðum og í tilteknum greinum. Þessi ákvæði og fleiri munu skerpa kröfur til starfsemi vinnumiðlana í landinu, sem og starfsemi Vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins einkum er varðar upplýsingastarfsemi og samskipti við önnur lönd. En erlend samskipti um vinnumiðlun hefur hingað til að mestu takmarkast við sameiginlegan Norrænan vinnumarkað. Félagsleg réttindi Félagslegtöryggi Ein veigamesta forsendan fyrir því að fólk geti farið á milli landa í atvinnuleit til að bæta stöðu sína er að það njóti sömu félagslegu réttinda og innlendir. Evrópubandalagið hefur lagt mikla vinnu í almannatryggingar. Markmiðið hefur ekki verið að samræma reglur, enda hafa þau Evrópulönd er hér um ræðir þróað með sér mjög ólík kerfi. Takmarkið hefur verið að fólk glati ekki réttindum til almanna- trygginga. Öryggisnet það sem almannatryggingar veita bresti hvergi, þótt fólk fari á milli landa í atvinnuleit. Segja má með einföldum hætti að það ríki, sem menn hafa ríkisborararétt í, greiði allar þær bætursemáunnisthafaíþvílandi, á meðan á atvinnuleit annars staðar stendur. Bótaþegar verða ekki fyrir tekj utapi þótt þeir flytjist til annars samningsríkis en þess sem greiðir bæturnar. Þá eru réttindatímabil flytjanleg milli landa. Islendingar sem fengju atvinnu erlendis myndu ganga inn í það almannatryggingakerfi er þar gildir við það að hefja störf þar í landi. Byggist það á jafnræðis- reglunni sem felur í sér að launafólk og sjálfstætl starfandi eiga sama rétt lil almanna- tryggingabóta og ríkisborgarar í hinu nýja starfslandi. Mjög ítarlegar reglur gilda um allt almannatryggingakerfið, sem m.a. fjalla um endurkröfurétt milli samningsríkja. Slíkt skiptir bóta- þegann hins vegar ekki máli. Ef ágreiningur er um það hver á að greiða bætur til einstaklings á dvalarlandið að borga, en það getur öðlast endurkröfurétt á það ríki sem einstaklingurinn heyrir undir. Atvinnuleysisbætur Atvinnuleysisbætur skipta miklu máli í þessu sambandi. Þær geta ríkisborgarar í samningsríkjum EES fengið á meðan þeir eru í atvinnuleit í öðrum ríkjum. A þann hátt geta þeir framfleytt sér meðan á atvinnuleit stendur. Svo virðist sem reglur um skrán- ingu atvinnulausra séu mun strangari hér á landi en víðast hvar annars staðar. Með því að krefjast vikulegrar skráningar, getur Islendingur sem er at- vinnulaus, naumast farið úr landi í atvinnuleit, öðru vísi en taka þá áhættu að falla út af atvinnu- leysisskrá. Víða um lönd nægir að skrá sig mánaðarlega eða jafnvel á 3ja mánaða fresti. Viðkomandi einstaklingurmyndi ganga inn í það atvinnuleysis- skráningarkerfi þar sem hann leitar að atvinnu. Stéttarfélög og stéttarfélagsaðild 8. gr. reglugerðar 1612/68 tryggir að launþegar frá öðrum EES- ríkjum skuli njóta sömu réttinda og innlendir launþegar hvað varðar aðild að stéttarfélögum og njóta þeirra réttinda er aðildin veitir. Þeir geta einnig valist til trúnaðarstarfa fyrir sitt stéttar- félag svo sem að vera í stjórn eða sem starfsmaður. Hins vegar er hægt að meina erlendum ríkisborgurum sæti í stjórn nefnda sem lúta ríkisrétti eða gegna stöðu sem er bundin af ríkisrétti. 18 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.