Tölvumál


Tölvumál - 01.03.1994, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.03.1994, Blaðsíða 5
Mars 1994 Skýrsla formanns 1993 Flutt á aðalfundi Skýrslutœknifélags Islands, sem haldinn var 31. janúar 1993. Eftir Halldór Kristjánsson Inngangur Þetta ár hefur verið félaginu okkar gott þrátt fyrir erfitt árferði í atvinnulífi landsmanna. Má fyrst og fremst þakkaþað óeigingjörnu starfi fjölda félagsmanna sem lögðu sitt af mörkum til þess að endar næðust saman. Vil ég þar sérstaklega nefna til þá sem undirbjuggu ráðstefnur, fundi og afntælisdagskrá ársins. Einnig sérstaka fjáröflunarnefnd sem sett var á laggirnar á árinu. Þá hefur okkur tekist að slá á rétta strengi í vali á umfjöllunarefnum á fund- um, ráðstefnum og í Tölvu- málum. Innlent starf Starfið á árinu var nokkuð með hefðbundnu sniði eins og við þekkjum það núorðið. Haldnar voru 4 ráðstefnur og 4 félags- fundir. Ein ráðstefna var felld niður vegna ónógrar þátttöku Arið bar sterkan svip af því að haldið var upp á 25 ára afmæli félagsins á árinu. Ber þar hæst tölvusýninguna sem var til mikils sóma fyrir félagið og þá sem að stóðu. Vil égþakka afmælisnefnd sérstaklega fyrir ntikið starf og vandað svo og sýningamefndinni, en hana skipuðu Kjartan Olafs- son, Ottó Michelsen, Frosti Bergsson, Gunnar Linnet og Laufey Ása Bjarnadóttir. For- maður afmælisnefndar, Anna Kristjánsdóttir, mun flytja skýrslu sína hér á eftir og læt ég því frekari umfjöllun um afmælisárið lokið. Ráðstefnur og fundir tókust ágætlega en tekjur af ráðstefnum hafa gert okkur kleift að standa undir þeirri fjölþættu starfsenri sem fram fer á vegurn félagsins. í inngangi nefndi ég að setl var á laggirnar sérstök fjáröflunarnefnd á árinu og hefur hún skilað góðum árangri. Nefndina skip- uðu Haukur Oddsson, gjaldkeri, Viggó Viggósson, Laufey Erla Jóhannesdóttir og Halldóra Mathiesen. Nefndin vann ötul lega að því að afla fjár og fyrir vikið náðust endar saman á árinu, eins og áður er getið. Faghópar hafa starfað eins og áður en því miður hefur ekki verið sá kraftur í þeim sent ég hefði vænst. Vonandi verður nteira starfað á nýju ári. Eg vísa svo til viðauka um frekari upplýsingar um starfið. Innlentsamstarf Skýrslutæknifélagið er aðili að Fagráði í upplýsingatækni og hefur Douglas A. Brotchie verið aðalfulltrúi okkarþar, en Halldór Kristjánsson til vara. Douglas var kosinn í stjórn Fagráðsins á síð- asta aðalfundi þess en gefur ekki kost á sér áfram. Erlent samstarf Erlenda samstarfið hefur borið þröngum fjárhag félagsins nokk- urt merki. Samstarfið við IFIP er óbreytt svo og við skýrslu- tæknifélögin á Norðurlöndum. Samstarf þeirra hefurdregist mjög saman á liðnum 2-3 árurn og er nú aðeins svipur hjá sjón miðað við það sem áður var. Staðan gagnvart CEPIS er óbreytt. Ekki voru sóttir neinir fundir hjá þessum samtökum utan þess að formaður sótti aðalfund NDU á eigin vegum þar sem hann var staddur í Danmörku í sumarleyfi. Húsnæðismál Nokkrunt félögunt sem leigt hafa aðstöðu hjá Félagi íslenskra iðnrekenda hefur verið sagt upp húsnæði og þjónustu frá síðustu áramótum, þar á meðal SÍ. Þetta kemur í kjölfar sameiningar sam- taka iðnaðarins í ein heildar- samtök. Um leið og við óskunt þeim til hamingju með samein- inguna þökkum við FII sam- veruna á Iiðnum árum og óskum þeint alls góðs. Við höfum verið að leita að nýju húsnæði með aðgangi að fundaraðstöðu, ljós- ritun og sameiginlegri símsvörun. Þeirri leit er nú lokið og nrun félagið flytja í nýtt húsnæði á næstu dögum. Starfið framundan Félagið okkar hefur notið mik- illar góðvildar þeirra fyrirtækja og einstaklinga sem eru félags- menn þess. Með því að tryggja þeint áhugaverðar ráðstefnur, fundi og gott tímarit eráframhald- andi góðvilji þeirra og þátttaka í starfi félagsins tryggð. Eg tel enn að SI eigi að víkka félagahópinn að mun og fá fleiri 5 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.