Tölvumál


Tölvumál - 01.03.1994, Blaðsíða 11

Tölvumál - 01.03.1994, Blaðsíða 11
Mars 1994 Windows?" Og skriðan fór af stað - allir kepptust við að þróa hugbúnað fyrir Windows. Við keyptum auðvitað Toolbook (og Actor raunar einnig) til þess að athuga hvort það væri nothæft fyrirforritun upplýsingakerfa. Því nriður var Toolbook svo hægvirkt að ekki var hægt að nota það á þeini vélbúnaði, senr þá var útbreiddastur (386). Actor virtist spennandi, en við töldum ólíklegt að það næði mikilli útbreiðslu og töldum því varasamt að eyða miklum kostnaði í þjálfun. Árið 1991 kom Visual Basic á markaðinn. Þá varð strax ljóst að um væri að ræða þróunar- hugbúnað, sem taka bæri eftir. Gagnrýnendur kepptust við að lofa Visual Basic og eftir að hafa skoðað það sjálfir, vorurn við ekki í vafa um að með notkun þess væri um verulega fram- leiðniaukningu að ræða. Árið 1992 framleiddum við Win- dows hugbúnað, annars vegar með C++ og hins vegar nreð Visual Basic. Þetta voru biðlara/ miðlara kerfi í báðum tilvikum og gagnasafnskerfið það sarna. Umhverfið var því eins að öllu leyti nerna hvað framendarnir voru gerðir með C++ annars vegar og Visual Basic hins vegar. Við vorum ekki ánægðir með framleiðnina með C++, en á hinn bóginn ntjög ánægðir nteð fram- leiðni Visual Basic. Þetta fyrsta biðlara/ntiðlara kerfi okkar í Vis- ual Basic var raunar upplýs- ingakerfi Gulu línunnar, kerfi sent verður að flokkast undir "mission critical" kerfi. Eftirþessajákvæðu reynslu af Visual Basic vissurn við að við gátum ekki aðeins reitl á mikla framleiðni, heldur var áreiðanleiki kerfanna síst ntinni en kerfa, sem forrituð voru með öðrum forritunarmálum. Framleiðni Visual Basic Og þá komum við að því hvað það er nákvæmlega, sem gerir það að verkunt að framleiðni Visual Basic er svona mikil. Það eru að mínu mati fjögur atriði öðru fremur, sem máli skipta. í fyrsta lagi er þróunarumhverfið myndrænt eða sjónrænt. Maður setur upp viðnrótið með því að raða sarnan viðmótseiningum; hnöppum, textasvæðum, innslátt- arsvæðum, listagluggum o.s.frv. þar til viðmótið lítur úr eins og því er ætlað. Eiginleika viðmóts- eininganna er auðvelt að stilla með örfáurn músarsmellum. Sú forritsstefja, sent stendur á bak við hverja viðmótseiningu og atburði (events), sent tengjast henni, er kölluð frarn með því að tvísmella á viðmótseininguna. Allt er þetta ákaflega sjónrænt, þótt forritsþulurnar sjálfar séu raunar á textaformi en ekki ein- hverskonar llæðirit eða annars konar myndrit. Visual Basic er því ekki sjónrænt eða myndrænt forritunarmál á sama hátt og þau myndrænu forritunarmál sem tengjast LabView eða Parts svo dæmi séu tekin. M.ö.o. þá er forritunarumhverfið sjónrænt en forritunarmálið ekki. Menn hafa jú verið að gera til- raunir með myndræn forritunar- mál, en tími þeirra virðist ekki kominn enn hvað sent síðar verður og því getur það varla talist galli að forritunarmálið Visual Basic sé ekki myndrænt. í öðru lagi er hægt að fá við- mótseiningar og undirforritasöfn (DLL) sem hilluvöru. Viðmóts- einingarnar geta verið allt frá þrívíddartækjaslám til töflureikna og allt mögulegt þar á milli. Það að búa til viðmótseiningar og undirforritasöfnfyrirVisual Basic er orðinn heill iðnaður. Þannig eru hundruð fyrirtækja úti í heimi stöðugt að vinna fyrir okkur. Innanum er auðvitað drasl, sem annað hvort virkar illa eða skiptir litlu máli. Sú viðmótseining, sem hvað merkilegust þykir og nokkrir aðilar hérlendis hafa keypt, er töflureiknir. Dænti um notkun hans verður sýnt hér á eftir. I þriðja Iagi er hverfitíminn rnjög stuttur. Hverfitími (turnaround time) er sá tírni, sent líður frá því að breytingum á forriti sleppir og þartil þaðkeyrir. M.ö.o. erhverfi- tími sá tími sem forritarinn þarf að bíða eftir að sjá árangur þess sem hann var að gera; búa til, breyta eða bæta við. Dæmigert er að hverfitími í Vis- ual Basic sé aðeins nokkrar sek- úndur, oft nálægt 3s. Hverfitími fyrir C eða C++ fyrir Windows getur farið upp í nokkrar mínútur. Það gefur auga leið að þetta skiptir gríðarlegu máli hvað framleiðni varðar, enda sýnir reynsla okkar það. I fjórða lagi er minnismeðhöndl- un í Visual Basic með þeirn hætti að ntinnisvillur eins og þær sem óneitanlega fylgja forrilun í C og C++ korna ekki fyrir. Ein helsta ástæðan er sú að í Basic er sjálf- virkur ruslasafnari, sem safnar saman ónotuðu minni. Strengja- vinnsla í Basic er því miklu auð- veldari en í C, C++, Pascal, Mod- ula 2 eða öðrum forritunar- málum, sem ekki hafa sjálfvirka ruslasöfnun. Ogþar sent strengja- vinnsla er nú einu sinni afar mikil- væg í forritun upplýsingakerfa, þá stendur Basic þarna talsvert betur að vígi. Engir bendlar eru í Visual Basic,senrerbæðikostur og galli. Kosturinn er sá að þá lendir maður ekki í þeim vand- 11 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.