Tölvumál


Tölvumál - 01.03.1994, Blaðsíða 18

Tölvumál - 01.03.1994, Blaðsíða 18
Mars 1994 Frá orðanefnd Eftir Sigrúnu Helgadóttur Hér að framan er grein eftir John Toohey um OLE. I henni koma fyrir heiti á ýmsum nýjum hug- tökum sem fylgja nýjum for- ritunaraðferðum. Ritnefnd Tölvumála bað orðanefndina um aðstoð við að finna íslensk heiti fyrir sum þessara hugtaka a.nr.k. Þegar við fórum yfir greinina til þess að finna þau hugtök sem ekki áttu íslensk heiti sáurn við að þar voru einnig gamlir kunningjar sem okkur hafði ekki tekist að gefa heiti sem fólk vill nota. Viðgerðumþvínýjaatlögu að sumunr þeirra. Þar sem John ákvað að nota tillögur okkar í grein sinni þykir mér rétt að fylgja sumum þeirra úr hlaði með skýringum. document, documentation Þegar önnur útgáfa Tölvuorða- safns var undirbúin eyddi orða- nefndin miklum tíma í að finna heppileg heiti fyrir þessi hugtök. Niðurstaða varð sú að doc- umentation "allt sem skrifað er um tiltekið verkefni" skyldi heita verkskjöl og sögnin document yrði þá að semja verkskjöl. Aður en Tölvuorðasafnið kom út höfðum við séð að sögnin að skjala var notuð fyrir document. Það er frekar óheppileg notkun þeirrar sagnar. Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs merkir hún "þvaðra, masa, tala af ábyrgðarleysi; gorta, stæra sig af, gambra”. Þar er einnig til skjalari ‘sá sem skjalar, gambrari, málugur maður, lygari, gortari’. Þegarmenn semja verkskjöl vilja þeir örugglega ekki gera neitt af þessu. Stundum eru tekin gömul orð sem lítið eru notuð og þeim gefin ný merking. Gott dæmi um þetta í tölvutækninni er skjárinn. En þá er æskilegt að garnla og nýja merkingin séu að minnsta kosti ekki andstæður. Við ákváðum því að gera nýja atlögu og kom þá fram sú hug- mynd að documentation skyldi heita skjalbúnaður og document væri að skjalbúa. Skjalbúnaður er þá til samræmis við vélbúnað og hugbúnað. Kerfi eru þá vel eða illa skjalbúin eftir atvikunr. object Sú venja hefur skapast að object í forritun sé kallað hlutur og object oriented programming hefur verið kallað hlutbundin forritun. Orðanefndin hefurekki komið að þessu máli fyrr en nú og þá fannst okkur þetta hlutatal allt saman dálítið vafasamt. En til er önnur hefð um þýðingu á object, þ.e. viðfang, og hefur það orð verið notað í heimspeki og fleiri greinum. Okkur finnst að notkun orðsins object í for- ritun sé nær þeirri merkingu en að kalla eigi það hlut. Samsetn- ingar með object yrðu þá þýddar á eftirfarandi hátt: object - viðfang object oriented programming - viðfangsforritun Object Linking and Embedding, OLE - tenging og innbyrðing viðfangs object linking - tenging viðfangs linked object - tengt viðfang embedded object - innbyrt viðfang object model- viðfangseiningalíkan object moniker - viðnefni object conversion - sniðbreyting viðfangs object server - viðfangamiðlari solution provider, component provider Samkvæmt texta Johns eru þetta forritarar. Solution provider býr til sérhæfð kerfi úr stöðluðum tilbúnum einingum sem com- ponent provider býr til. Okkur datt helst í hug að solution pro- vider mætti heita heildarforritari og component provider eininga- forritari. Component sof'tware yrði þá einingahugbúnaður. I þessu sambandi er einnig talað um off-the-shelf-components sem okkur flaug í hug að kalla búðarforrit. 18 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.