Tölvumál


Tölvumál - 01.03.1994, Blaðsíða 23

Tölvumál - 01.03.1994, Blaðsíða 23
Mars 1994 Mynd 5. Hér að ofan má sjá að OD hefur stofnað verkefnið "Þróun á nýjum gámuin" og þegar hafa VH, Hl og NS lagt til sína umfjöllun. Þá má sjá að ÓD hefur gert athugasemd við umfjöllun VH og stofnað annað "Samningar við Jón og Jón" sem tengist umrœddu máli. Hœgt er að fá einfalda yfirsýn yfir hvaða mál eru í gangi, hvernig skjal tengist öðru og jafnvel stöðu skjala. vinna í hópum og oftast koma margir að hverju máli. Setjum nú sem svo að skip- aður sé vinnuhópur 5 manna og þeir hafa allir yfir að ráða ritvinnslu og tölvupósti. Hópstjórinn setur fram grunn að verkefninu, sendir öllum til umsagnar og hver móttak- andi fyrir sig sendir til baka svar með afrit á alla meðlimi og strax eru komin 20 eintök af fyrsta skjalinu og hluti verkefnisins er á netþjóni og hluti þess í tölvupóstkerfinu og enginn hefur yfirlit yfir verkið og það er ekki byrjað - svo nrenn setjast á fund (það kostar jú sitt). Hvernig mundi hópvinnukerfi leysa sambærilegt mál? Þar sem í hópvinnukerfum erhægt að tengja skjöl saman, skoða samhengi þeirra og stýra aðgangi, Stærð markaðar fyrir hópvirmukerfi (PC-World) Millj. USD Ár ___USA ---Evrópa Mynd 6. er hægt að leysa þetta verkefni á mjög einfaldan hátt. Tökum sem dæmi Samskiptabrunn Hugvits sem skrifaður er í Lotus Notes. Hvað þarf þá til að koma slíkum umhverfum í gang Hópvinnukerfi eru ekki skjá- myndaritþórar til að búa til skemmtilegar skjámyndir á fljót- virkan hátt. Að taka slíkt kerfi í notkun gerir miklar kröfur til þeirra sem að því vinna og skilning á fyrirtækinu eða stofn- uninni sem nota á kerfið. Ef við skoðum sem dæmi hvern- ig kostnaður við gerð upplýs- ingakerfa hefur verið að breytast frá 1975 kemur í Ijós að kerfis- gerð hefur verið að færast frá því að vera um 90% niður í um 55% og talið er að með tilkomu Hópvinnukerfa fari þetta hlutfall niður í um 30%. Þetta þýðir ekki að forritunin sé svona einföld. Þvert á móti þýðir þetta að upp- setning slíkra kerfa gerir miklar kröfur til skipulagningar, hönn- unar, vinnubragða og verk- stjórnar. Vöxtur hópvinnukerfa á erlendum mörkuðum Spáð er miklum vexti á sviði hópvinnumarkaðar á næstu árum eins og sjá má á mynd og ljóst er að hópvinnukerfi hafa alla burði til þess að leysa mörg þeirra vandamála sem fyrirtæki og stofnanir horfa fram á í dag. Ólafur Daðason er tölvunarfrœðingur hjá Hugviti hf 23 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.