Tölvumál


Tölvumál - 01.03.1994, Blaðsíða 8

Tölvumál - 01.03.1994, Blaðsíða 8
Mars 1994 Myndræn forritun Setningarávarp, flutt á ráðstefnu SI um myndrœna forritun, sem haldin var 18. nóvember 1993. Eftir Gudna B. Guðnason Þátttakendafjöldi á ráðstefnum Skýrslutæknifélagsins ber þess glöggt vitni hversu feginsamlega félagsmenn taka opinni umræðu um málefni er snerta tölvutækni og tölvuvinnslu. Er þar skemmst að minnast hádegisverðarfundar þar sem umræðuefnið var Win- dows NT og Unix en þar var gríðarleg þátttaka. Mér skilst að þátttakendafjöldi í dag hafi einnig farið fram úr vonum enda brennur umræðuefnið heitt á vörum margra um þessar mundir. Skýrslutæknifélagið hefur verið í fararbroddi í ráðstefnuhaldi varðandi tölvutækni og eru ráð- stefnur þessar orðnar ómissandi þáttur í tilveru okkar tölvumanna hérlendis. Það vekur vissulega upp spurn- ingar hvers vegna Islendingar hafa svo mikinn áhuga á tækni og tækninýjungum sem raun ber vitni. Það hefur oft verið talað um að við íslendingar séum "tæknióð" í þessum skilningi, hlaupum eftir tækninýjungum stundum án þess að gera okkur grein fyrir tilgangi eða afleið- ingum. Það var í það minnsta forvitnilegt að þegar Skýrslu- tæknifélagið hugðist fá stjórn- endur fyrirtækja til að segja frá sinni skoðun á tölvuvæðingu fyrirtækja á ráðstefnu sem halda átti nú í haust þá höfðu menn ekki hinn minnsta áhuga á að sækja slíka ráðstefnu svo fella varð hana niður sökum lélegrar þátttöku. Þannig erum við Islendingar. Mig langar að segja ykkur frá skemmtilegu atviki sem ég upp- lifði nú fyrir skemmstu. Það hringdi í mig ágætur kunningi, læknir sem er mikils metinn sér- fræðingur í sinni grein hérlendis og leitaði ráða hjá mér varðandi tengingu við erlenda gagnabanka og gagnsemi þess fyrir mann í hans fagi. Eg tjáði honum að ég hefði reynslu af Compuserve, fjölþjóða gagnabanka sem geymir upp- lýsingar um allt milli himins og jarðar og jafnvel ýmislegt fleira. Eg hef verið áskrifandi að þessum gagnabanka nú um alllangt skeið og vissi m.a. af því að fagmenn á hans sviði þ.e. læknar skiptust á skoðunum í gegnum þennan banka. Einnigvissiégaðbankinn býður upp á fjölbrey tta möguleika á leit í fagtímaritum að greinum sem snerta ýmis sérfræðisvið og þ.á.m. læknisfræði. Svo ég ráðlagði honum að sækja um upphringiaðgang að X.25 gagnaneti pósts og síma, kaupa sér mótald og sækja um að- gangsorð að gagnabankanum. Jafnframt ráðlagði ég honum að kaupa sérhæft forrit sem auð- veldar allan aðgang að gagna- bankanum auk þess að lágmarka flutning upplýsinga. Þetta forrit kannast margir Compuserve notendur við og gengur undir nafninu CIM eða Compuserve Information Manager. Læknirinn fór að öllum ráðum mínum og hringdi síðan í mig að tveimur mánuðum liðnum og sagðist vera kominn með allt sem ég ráðlagði honum að kaupa og bað mig um að koma að hjálpa sér við uppsetningu. Eg taldi það sjálfsagt og kont til hans í sömu viku reiðubúinn að setja búnaðinn upp og kenna honum grundvallaratriðin í notkun bankans. Þegar ég mæti á staðinn þá hitti ég fyrir konuna hans og spyr hana hvort hún sé ekki kornin á kaf í tölvuna eins og maðurinn hennar. Hún gaf nú lítið út á það en sagði að eiginmaðurinn ynni við tölvuna flestöll kvöld svo hún kæmist trauðla að. Þegar ég kem inn á skrifstofu læknisins þá situr hann yfir tölvunni með stýripinna í hend- inni og er greinilega að leika sér í einhverjum tölvuleik. Við nánari skoðun kom í ljós að læknirinn var að reyna lenda "Cessnu" í flughermiforriti frá Microsoft. Hann sagðist vera 8 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.