Tölvumál


Tölvumál - 01.03.1994, Blaðsíða 17

Tölvumál - 01.03.1994, Blaðsíða 17
Mars 1994 Nú er mun flóknara að þróa hug- búnað en áður var og ein leið til þess að einfalda vinnu við að búa til hugbúnað er að nota ein- ingahugbúnað. Microsoft flokkar forritara ítvo hópa. í fyrsta lagi er talað umheildarforritara (solution providers), þ.e. þá senr búa lil heil kerfi fyrir viðskiptavini sína og í öðru lagi er lalað unr eininga- forritara (component providers), þ.e. þá sem búa til forritseiningar sem iyrri hópurinn notar. Heildarforritarar Heildarforritarar vinna beint fyrir viðskiptavini og setja sanran nú- tímalegan viðskiptahugbúnað. Heildarforritarar þurfa að fylgjast vel með hvaða kröfur eru gerðar og geta boðið hugbúnað senr er settur saman af tilbúnum hug- búnaðareiningunr frá öðrum hug- búnaðarframleiðendum. Tími er oft naumur þar senr kröfur not- enda breytast nrjög ört. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa tiltæk verkfæri senr fullnægja þessum kröfum. Einingaforritarar Einingaforritarar einbeita sér að því að búa til verkfæri fyrir þá sem setja sarnan heil kerfi. Með tilkomu OLE 2.0 geta hugbúnað- arframleiðendur búið til stöðluð verkfæri sem ganga fyrir allar útgáfur Windows, bæði gamlar og nýjar (Chicago og Cairo). Einingaforritarar einbeita sér að því að þróa og franrleiða tiltekið hugbúnaðarverkfæri og nýta til þess öll sín tilföng. Dæmi: Þegar Powerpoint forritið var þróað hjá Microsoft konr í ljós að þörf var á forritseiningu sem bjó til súlurit. Þá varfyrst athugað livort nota mætti súluritaeiningu Excel-forritsins.Svoreyndistekki vera þar sem forritstexti þeirrar einingar var of tengdur forrits- textanumfyrirExcel. Búin vartil ný eining til þess að teikna súlurit en ákveðið var að gera hana þannig úr garði að hana mætli einnig nota í öðrunr forritum en Powerpoint. Þá varð til hugmynd- in að OLE og hugmyndirnar unr hirslur og viðföng. Fleiri en eitt forrit geta nýtt OLE-viðföng. Nú er sanra súluritaforrit notað bæði í Powerpoint forritinu og Access- forritinu. Forritseiningin Wordart er einnig notuð bæði í Word og Publisher-forritunum. Staöa OLE í framtíðar- stefnu um Windows OLE 2.0 er hornsteinn í framtíðar- þróun Windows. Forritunar- líkanið sem er notað, viðfangs- einingalíkanið, er einnig notað í Cairo og Chicago-útgáfum Win- dows. Nú er til OLE fyrir 16-bita vinnslur sem er t.d. notað í Win- word 6.0 og Skjáfaxi 3.0 og 32- bita útgáfa er notuð í NT eða Win32 (sjá rnynd 2). Macintosh útgáfa af OLE er í Beta-prófun og gengur fyrir Systenr 7 með SLM 1.1 (Shared Library Manager). Hugmyndin með OLE 2.0 er að breyta vinnuaðferðum notenda og forritara sem nota Windows. Nú er konrinn tími til þess að læra að nota OLE og þróa fyrir það hugbúnað. John Toohey er þróunar- stjóri hjá Tölvusamskiptum hf. Punktar... Stafrænt kampavín Það er sagt að útlit kampavíns sé ekki síður mikilvægt en bragð þess. Þess vegna vilja framleiðendurgeta stýrt útliti þess. Einn framleiðenda hefur látíð búa til tölvukerfi sem samanstendur af þremur myndavélum. Þær taka myndir af sanra glasinu - frá hlið og ofanfrá. Upplýs- ingunum frá myndavélunum er breytt á stafrænt form og gæðin eru reiknuð út. Forritin skrá niður og athuga hluti eins og fjölda loftkúla, stærð þeirra og þykkt freyðingar. Þannig er hægt að prófa sig áfram til að búa til fullkomið kampavín. Tölvuglæpir Tölvuglæpir hafa verið vandamál lcngi. Og fjöldi þeirra eykst sífellt. Þrátl fyrir að miklum tíma og fyrirhöfn sé varið í öryggismál tölvu- kerfa virðast alltaf finnast smugur. Til að stenrma stigu við þessu hefur ýmislegt verið reynt. Nýlega var til dæntis opnað "grænt" núrner í Noregi þar sem hægt er að hringja inn upplýsingar unt tölvuafbrotamenn eða að- ferðir, nafnlaust. Þetta er gert í samvinnu lögreglunnar og síntans þar. Hér á landi er til símanúmer fyrir upplýsingar um eiturlyfjaafbrot. Er ástæða til að gera slíkt hér á landi? 17 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.