Tölvumál


Tölvumál - 01.03.1994, Blaðsíða 33

Tölvumál - 01.03.1994, Blaðsíða 33
Mars 1994 Taligent Taligent er einnig fyrirtæki sem Apple og IBM stofnuðu. Hlut- verk þess er að setja fram algjör- lega nýtt stýrikerfi. Það er áætlað að þetta stýrikerfi líti dagsins ljós um mitt árið 1995. Allt stýri- kerfið er byggt upp sem hlut- bundið og er talið að forritarar verði mun fljótari að þróa nýjan hugbúnað fyrir þetta stýrikerfi. Þetta kerfi gengur undir vinnuheitinu PINK ef það segir einhverjum eitthvað. Fyrstu Macintosh tölvurnar með PowerPC. örgjörvanum koma á sjónarsviðið í ársbyrjun 1994. Um er að ræða hefðbundnar Macintosh tölvur með Kerfishug- búnaði 7, séð með augum not- andans. Tölvurnar munu keyra stærstan hluta þeirra forrita sem til er í dag ásamt því að styðja allan jaðarbúnað. Notandinn mun einungis verða var við hraðaaukningu, já og jafnvel mjög mikla. Af hverju ætlar Apple að skipta yfiríRISCörgjörva? Júallirvilja aukinn hraða og t.d. margmiðlun gerir kröfu um hraðvirkan ör- gjörva. En með auknu afli er enn frekar hægt að bæta notenda- skilin, efla tengingu við fjar- skiptanet, t.d. símakerfið, auknir möguleikar í hreyfimyndum og raddskynjun. Talið er að RISC eigi eftir að verða einskonar staðall og PowerPC örgjörvinn nái mikilli útbreiðslu. Hann er byggður þannig upp að stækkunarmögu- leikar eru mjög opnir. Örgjörv- arnir eru byggðir á fullkomnustu hálfleiðaratækni dagsins í dag. Vegna mikils bolmagns þessara 3 fyrirtækja hefur verið hægt að þróa fleiri en eina gerð örgjörvans samtímis. RISC örgjörvinn í dag er ekki mjög útbreiddur. Ör- gjörvinn er helst notaður í vinnu- stöðvum en væntanlega mun út- breiðsla þessarar tegundar ör- gjörva aukast til muna vegna sam- starfs þessara þriggja fyrirtækja. Til gamans má geta að stærsti framleiðandi vinnustöðva í heiminum selur innan við 10% af þvísem selterhjá Apple. Þróunar- verkfæri fyrir Power PC eru byggð á þróunarverkfærum sem hafa verið notuð á RS6000 vinnustöðvum frá IBM. Þetta þýðir að ekki þarf að hanna öll verkfæri frá grunni. PowerPC þýðir einfaldlega: MEIRI AFKÖST MEIRINÝTNI LÆGRA VERÐ ST ÆKKUN ARMÖGULEIK AR 601 örgjörvinn er kom á markað- inn á undan áætlun og hafa verið seld fleiri eintök en björtustu vonir gerðu ráð fyrir. Kerfishugbún- aður er tilbúinn og fyrstu sér- skrifuðu hugbúnaðarpakkarnir koma bráðlega á markaðinn. Macintosh PowerPC kemur á markaðinn fyrri hluta næsta árs. Macintosh notendur þurfa ekki Punktar... X-skjáir Vinsældir X-skjáa halda áfram að aukast. Heyrsthefur að 1992 hafi um 61.000 slíkir skjáir selst en 1993 hafi þeir verið 265.000 í allt. Þetta er aukning um 300% milli ára. En ennþá seljast 100 PC tölvúr fyrir hvern X-skjá. að læra á nýtt stýrikerfi - þetta er Macintosh. Það sem gerist er að PowerPC örgjörvinn kemur í stað hins hefðbundna örgjörva en 68040 hermi hefur verið komið fyrir í PowerPC örgjörvanum sem þá lítur út sem venjulegur 68000 örgjövi gagnvart hugbúnaðinum. Mikilvægast er að gera sér grein fyrir að hraðaaukningin verður fyrst veruleg þegar við keyrum hugbúnað sem skrifaður er sérstaklega fyrir PowerPC. 11 fyrirtæki hafa þegar tilkynnt að þau rnuni þróa hugbúnað fyrir PowerPC. Má þar nefna Micro- soft, Aldus, Quark og Word- Perfect. Einnig má nefna að Windows hermir fyrir PowerPC er vænt- anlegur á næstunni og mun þannig vera hægt að keyra Windows forrit á sama hraða og 486 PC- samhæfð einkatölva. Valdimar Óskarsson er rafmagnstœknifrœðingur og starfar hjá Apple umboðinu. UNIX Árið 1992 var 9% aukning í sölu Unix stýrikerfaíEvrópu. En árið 1993 var "aðeins" 5% aukning. Ástæðurnar geta verið ýmsar en þó erk ekki talið að ástæðan sé samkeppni frá öðrum stýri- kerfum. Frekarer talið að ástæðan sé almennur efna- hagssamdráttur. 33 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.