Tölvumál


Tölvumál - 01.03.1994, Blaðsíða 16

Tölvumál - 01.03.1994, Blaðsíða 16
Mars 1994 16-bita viðföng 32-bita viðföng 32-bita OLE 16-bita OLE Win32s™ Windows 3.1 MS-DOS® Mynd 2. og OLE 1.0 gerði notendum kleyft að birta og prenta mynd- ina án þess að vitanánarhvem- ig hún var búin til. OLE 1.0 liafði þó nokkra slæma galla. í skjölunt sem voru notuð sent hirsla fyrir við- föngþurfti einn- ig að geyrna öll gögn um þau viðföng. Skjöl urðu því rnjög stór. Þegar við- long voru flutt á milli forrita þurfti að setja þau fyrst í minni. Oft var það ógerlegt vegna minnisleysis viðkomandi tölvu. Viðföngunt var breytt með því að ræsa viðkomandi viðfangamiðlara (Object Server) og með því voru notendur ekki að vinna við skjalið heldur forrit sem bjó til viðföng. OLE 1.0 var einnig illa skjalbúið (clocumented) og forritun erfið. OLE 2.0 í OLE 2.0 hafa helstu gallar OLE 1.0 verið fjarlægðir og einnig er þar margt nýtt. Byggt er á nýju forritunarlíkani sem er það santa og notað er í Cairo (næsta stóra útgáfa af Windows NT). Þetta forritunarlíkan er kallað við- fangseiningalíkan (Component Object Model, COM) og er sýnt á mynd 1. Helstu eiginleikar OLE 2.0 eru þessir: Sjónritlun (Visual editing) Notandi getur breytt viðföngum ískjali. ÞettaersáeiginleikiOLE 2.0 sem notandi tekur sennilega OLE 2.0 í Windows 3.1 og Windows NT1 'TM 32-bita viðföng 16-bita viðföng 16-bita OLE 32-bita OLE WOW Win32™ Windows NT Samvinna 16- og 32-bita viðfanga helst eftir. Þetta er einnig höfuð- þáttur hins svo nefnda skjal- hverfða líkans. Tvísmellt er á viðfang sem á að breyta. Valrönd viðfangsins birtist þá og valntynd þess er sameinuð þeim valmynd- um sem fyrireru. Breyta má gögn- um og nýta alla eiginleika við- fangsins. Helsti kostur þessarar aðferðar er sá að notendur hafa skjalið alltaf fyrir framan sig. Draga og sleppa (Drag and drop) Með aðgerðinni draga og sleppa má færa og afrita viðföng á milli skjala og geymsla. Mun einfald- ara er að flytja gögn með þeirri aðgerð milli foiTÍta en að flytja þá með því að nota klemmuspjald (clipboard). Tengslaleit og -stjórnun (Link tracking ancl management) I OLE 2.0 eru tvenns konar við- föng, í fyrsta lagi þau sem eru geyntd í skölum og í öðru lagi þau sem eru geymd sérstaklega. Viðföng sem eru geymd sérstak- lega kallast tengd viðföng (linked objects). Viðfangið sjálft er þá ekki geymt í skjali heldur er geymdur bendir sem vísar á við- fangið. Bendirinn er líka við- fang og er kall- aður viðnefni (object moniker). Viðnefnið veit hvar viðfangið er geymt á diski eðaínetkerfi. Til þess að geta haldið fullkom- lega utan um tengd viðföng þarf samt sent áður aðstoð lrá stýrikerfinuogþá aðstoð veitir Cairo. Sniðbreyting viðfangs (Object conversion) Stundum er réttur viðfangs- miðlari ekki til hjá viðtakanda þegar samsett skjöl eru send með lölvupósti eða um staðarnet. Þá er sniði viðkomandi viðfangs breytt. Viðtakandi, sem sjálfur notar töflureikninn Excel, gæti t.d. fengið sent skjal sem hefur viðfang búið til með Lotus 1-2- 3. Skjalinu erþá sjálfkrafa breytt á Excel-snið. OLE 2.0 býður upp á slíka sniðbreytingu við- fanga en hugbúnaðarframleið- endur eiga eftir að vinna mikið starf áður en sniðbreytingin tekur raunverulega gildi. Sjálfvirkni (Automation) Þessi eiginleiki OLE 2.0 leyfir forritum að kalla á önnur forrit. Þannig má t.d. stjórna vinnslu í Word 6.0 og Excel 5.0 með Visual Basic 3.0. Einingahugbúnaður (Component software) Besta leiðin til þess að auka af- köst og minnka kostnað við framleiðslu á hugbúnaði er að endurnýta hugbúnaðareiningar. 16 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.