Tölvumál


Tölvumál - 01.03.1994, Blaðsíða 26

Tölvumál - 01.03.1994, Blaðsíða 26
Mars 1994 ljóssins, sem er um 300.000 km á sekúndu. Þetta þýðir að eftir því sent klukkutíðni örgjörva eykst verða þeir að vera smærri til að rafpúlsarnir komist um allan örgjörvan. Örgjörvar munu því sífellt ntinnka, en þar rekumst við á aðra grundvallartakmörkun, Mynd 2. sem er stærð atóma. Að sjálf- sögðu hlýtur að vera einhver lág- marksfjöldi atóma sem þarf til að smíða örgjörva. Við erum þó enn nokkuð langt frá þessum tak- mörkunum í venjulegum ör- gjörvunt. Aðferðir til hraðaaukningar Ýmsar aðferðir hafa á síðustu árum verið reyndar til að auka hraða örgjörva. Flestar aðferð- irnar eiga það sameiginlegt að þær eru nokkuð sérhæfðar og nýtast sjaldnast til fulls. Ekki svo að skilja að þær auki ekki hrað- ann; það gera þær tvímælalaust. Gallinn við þær er hins vegar sá að samsetning forritsins skiptir miklu máli um það hvort hraða- aukning verði. Það er hægt að skrifa forrit sem eru þannig að þessar aðferðir nýtast ekki neitt tilhraðaaukningar. Síðanerhægt að skrifa önnur forrit, þar sem hraðinn eykst margfalt. Fyrir flest forrit er hraðaaukningin einhvers staðar þar á milli. Lítum nú að nokkrar þessara aðferða. Nær allir örgjörvar nútímans nota pípun (pipelining) að einhverju leyti. Líkja má pípun við færi- band. Framkvæmd skipana er brotin upp í nokkur þrep, allt frá 3 upp í 12, eftir örgjörvum. Flvert þrep fær jafnlangan tíma, sem er einn klukkupúls örgjörvans. Ef pípunin gengur upp þá lýkurframkvæmd einnar skipunar á hverjum klukkupúls og það virð- ist sem hver skipun taki aðeins einn púls í fram- kvæmd,en svoerauðvit- að ekki því hver skipun tekur jafnmarga púlsa og það eru þrep í pípuninni. Við getum borið þetta saman við færiband í bílaverksmiðju, þó að að komi út nýr bíll á 10 mínútna fresti, þá þýðir það ekki að aðeins taki 10 mínútur að smíða einn bíl! Það eru nokkur atriði sem geta komið í veg fyrir að pípun virki eins og hún á að gera. Eitt af þeim er að það eru oft tengsl á milli skipana. Ef ein skipun þarf að nota innihald gistis sem næsta skipun á undan er að reikna út þá verður seinni skipunin (og þar með allar skipanir á eftir) að bíða þar til niðurstaðan er til- búin. Hægt er að minnka áhrifin af háðum skipunum ef mögulegt er að stinga á milli þeirra öðrurn skipunum sem ekki nota sömu gistu. Þetta getur verið erfitt að gera í öllum tilfellum, en þýð- endur reyna þetta oftast í þeim smalamálsforritum sem þeir búa til. Annað mikilvægt atriði sem hindrar fulla nýtingu pípunar, eru stýriskipanir. Ef um er að ræða skilyrtar stýriskipanir þá getur verið að ekki verði ljóst að hoppa eigi til í forritinu fyrr en í síðustu þrepurn pípunar. Þá eru komnar inn í pípuna nokkrar skip- anir, sem eru á eftir stýriskipuninni og eiga því ekki að framkvæmast. Það þarf hins vegar að byrja að frantkvæma skipanirnar sem eru á staðnum sem hoppað er í. Við þetta verður töf, senr getur verið nokkrirklukkupúlsar. Vegnaþess hve algengar skilyrtar stýri- skipanir eru í forritum á nútíma örgjörvum (oft 20 - 30% fram- kvæmdra skipana) er mikilvægt að lágmarka þessa töf. Marg- víslegar aðferðir eru notaðar við það, en engunt hefur tekist að koma algerlega í veg fyrir ein- hverja töf í öllum tilfellum. Önnur aðferð til hraðaaukningar sem rutt hefur sér til rúms að undanförnu er að fjölga reikni- verkunt örgjörvans. Slíkir ör- gjörvar kallast oft superscalar. Algengast er að notuð séu tvö reikniverk, annað sem sér um framkvæmd fleytitöluskipana, en hitt sér um allar heiltöluskipanir. Yfirleitt eru bæði reikniverkin pípuð, á mismunandi hátt þó. Ef forritið er nokkurn vegin jöfn blandaheiltölu-ogfleytitöluskip- ana þá er hægt að ná um tvö- földun ákeyrsluhraða. Slíkbesta blanda skipana kemur þó sjaldan upp. Stundum hafa forrit engar fley titöl uskipanir, s vo að þá nýtist fleytitölureikniverkið ekkert. Einnig geta komið upp árekstrar milli skipana sem eru í fram- kværnd í mismunandi reikniverk- um og þá verður að stöðva framkvæmd í einu reikniverki þar til lokið er keyrslu skipunar í öðru reikniverki og niðurstaða komin í gisti. Stundum er hægt að umraða skipunum til að lág- marka þessar tafir, en til eru forrit sem notar öll reikniverkin, en nær engri hraðaaukningu vegna fjölgunar reikniverka. Aukning á klukkutíðni örgjörv- ans virðist nokkuð örugg aðferð 26 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.