Tölvumál


Tölvumál - 01.03.1994, Blaðsíða 10

Tölvumál - 01.03.1994, Blaðsíða 10
Mars 1994 Margföld afköst með Visual Basic Grein þessi er byggð á erindi semflutt var á ráðstefnu SÍ um myndræna forritun 18. nóvember 1993. Eftir Svein Baldursson Grein þessi fjallar um þá miklu framleiðni í hugbúnaðargerð, sem Visual Basic getur gefið. Þetta er þó í og með "ástarsaga" TölvuMynda, fyrirtækisins senr ég starfa hjá, og Windows. Við höfum nefnilega langa reynslu af forritun fyrir Windows og höfum ávallt reynt að fylgjast vel með þeim búnaði, sem í boði er til hugbúnaðargerðar. Þegar Windows var undir lögaldri Haldandi áfram með ástarsögu- líkinguna, þá má segja að við höfum kynnst Windows of snemnra. Það var eins og blóma- rós, rétt ósprungin út - og undir lögaldri. Menn geta nú komið sér í klandur af minna tilefni, enda hefur gengið á ýmsu í þessu ástarævintýri. Fyrsta alvöruverkefni Tölvu- Mynda í Windows var tölvukerfi fyrirsteypuskálaíSAL. Þettavar árið 1988. Það er skemmst frá því að segja að það tókst mjög vel hvað notendaviðmót og virkni varðar, en framleiðni okkar við kerfið var alls ekki næg. Þar var notað C og SDK fyrir Windows 2.0 ásamt Oracle biðlara/miðlara tengingu. Eftir- tektarvert er að á þessum tíma var Windows 3.0 ekki kornið á markað, sú útgáfa sem lagði heiminn að fótum sér. A þessum tíma var aðeins um tvenns konar þróunarumhverfi að ræða fyrir Windows, þ.e. C eða Actor. (Actor var og er hlutbundið forrit- unarmál ogþróunarumhverfi fyrir Windows, sem lofaði góðu en hefur aldrei náð mikilli út- breiðslu.) Windows blómstrar Windows 3.0 konr á markaðinn árið 1990 og náði þegar mikilli útbreiðslu. Samhliða Windows kom á markaðinn Toolbook þró- unarhugbúnaðurinn, sem var einna líkastur Hypercard á Mac- intosh. Þar með gátu allir spurl: "Get ég þá líka forritað fyrir Framhald affyrri síðu. sérfræðingur fyrirtækisins í ein- stökum kerfum. Myndræn fram- setning mun þannig grafa undan þeim sem starfa við hugbúnaðar- þróun fyrirtækjanna með nýrri kynslóð notenda sem stýra mun þróun einstakra kerfa sem verkefnastjórar í viðskiptum við sérhæfð hugbúnaðarhús. Ég vil að lokum geta þess að það er mér sönn ánægja að setja þessa ráðstefnu þar sem 3 af þeim fjórum fyrirlesurum sem hér munu tala þeir John, Stefán og Sveinn tóku virkan þátt með mér í upp- byggingu framleiðslukerfis ISAL sem byggir á myndrænni fram- setningu, John fyrst árið 1988 við byltingarkennda framsetn- ingu á útreikningum á málm- blöndun í ofnum steypuskála, Stefán sem tók virkan þátt með okkur í uppbyggingu tölvukerfis steypuskála árið 1989 og 1990 sem verkefnastjóri fyrir hönd Tölvumynda. En það kerfi byggir að hluta til á þeim hugmyndum sem settar voru fram í kerfinu sem John tók þátt í að skrifa árið 1988. Við Stefán veðjuðum þá á Windows og tókum þá verulega áhættu en illu heilli veðjuðum við líklega á réttan hest. Sveinn Baldursson vinnur nú að áfranr- haldandi þróun þessa kerfis í Visual Basic. Hver veit nema Kristján eigi eftir að Ijá okkur þekkingu sína í framtíðinni ? Veit ég nreð fullri vissu að hér fara miklirkunnáttumennásínusviði. Með þessunr töluðum orðunr lýsi ég þessa ráðstefnu setta og vona að við megum hafa gagn og gaman af. Guðni B. Guðnason er forstöðumaður tölvu- deildar ISAL. 10 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.