Tölvumál


Tölvumál - 01.03.1994, Blaðsíða 14

Tölvumál - 01.03.1994, Blaðsíða 14
Mars 1994 eftir verður hlutbundin forritun stórveldi. Þrátt fyrir þessa góðu lýsingu hjá Philippe Kahn þá er það nú svo að það krefst mikillar endurþjálf- unarfyrir ven julegan Cobol forrit- ara að setjast niður og forrita hlutbundið með hinum hefð- bundnu verkfærum sem til þess eru notuð, þ.e. C++ eða Small Talk. Að mati amerískra stjórn- enda nrá ætla að slík endurþjálfun taki, a.m.k. 6-12 mánuði. Við komumst því að þeirri niður- stöðu fyrir 2 árum að of dýrt væri fyrir okkar markað að skipta yfir í hlutbundna forritun og ákváðum því að bíða og sjá til. Af hverju Visual Basic? Undanfarin ár hafa komið fram nokkur kerfi sem auðvelda mjög myndræna forritun og tengingu við gagnagrunna. Eitt þessara kerfa er Visual Basic frá Micro- soft. Ekki skal því haldið fram að Visual Basic sé betra en önnur sambærileg kerfi á markaðnum enda er slíkur sanranburður alltaf mjög vandasamur þar sem hvert kerfi hefur sína kosti og galla. Með Visual Basic koma tilbúin þróunartæki sem létta forriturum mjög lífið. Kerfið er opið í þeim skilningi að það má kaupa forrit frá þriðja aðila og nota þau við þróun á eigin hugbúnaði. Þetta hefur gert það að verkum að mikill iðnaður er orðinn til við að hanna kerfi sem síðan eru seld sem hjálpartæki fyrir Visual Basic. Segja má að einn stærsti kostur Visual Basic sé að það tekur mikla byrgði af forriturum við að forrita hlutbundið. Kerfið er með mjög öfluga gagnavél sem gerir það aðlaðandi fyrir þróun á viðskiptahugbúnaði. Hægt er að tengjast mörgum gagnagrunn- um en kerfinu fylgir Access gagnavél. Visual Basic fylgir stöðlum mjög vel og það verður að teljast kostur að Microsoft er framleiðandi þess. Reynslan af myndrænni forritun Það eru mikil umskipti að fara úr Cobol umhverfi yfir í Visual Basic. Endurhannaþarf kerfin frá grunni. Það er nauðsynlegt að skilgreinagagnauppbyggingurétt svo ekki komi upp vandamál síðar. Æskilegt er að koma upp stöðlum til að fara eftir svo sem nöfnum á breytunr og hlutum. Okkar reynsla er sú að suma staðla er hægt að flytja beint úr gamla umhverfinu en aðra þarf að innleiða. Það er óhjákvæmilegt við mynd- ræna forritun að kynna sér að einhverju marki Windows API. Visual Basic sér þó að mestu leyti um samskiptin og léttir því vinnuna. Við útprentun er notað listavinnslukerfi sem heitirCrys- tal Reports og fylgir með Visual Basic þó það sé ekki framleitt af Microsoft. Crystal Reports er nijög þjált í notkun og geta not- endur auðveldlega búið til lista þó svo þeir hafi enga kunnáttu í forritun. Vélbúnaður sá sem æski- legur er við þróun í Visual Basic er 486, 33 eða 66 MHz. Fyrir notendur er nægjanlegt að hafa 386 vél til að keyra kerl'in. Reynsla okkar er sú að endurhæf- ingartími úr Cobol yfir í Visual Basic er mjög stuttur, 1 - 2 mánuðir, og afköst aukast þegar á heildina er litið. Ný stefna - heildarlausnir Sú stefna sem við höfum mótað hjá Kerfisþróun hf má líkja við malt og kók. Malt er gamall og góður drykkur og margir vilja ekkert annað. Maltið blandast aftur á móti ekki vel nreð öðrum drykkjum (nema appelsín ájólum) en það gerir kók aftur á móti. Allir drekka kók og það má nota í bland! Við sjáum fyrir okkur tvö ólík kerfi fyrir ólíka markhópa. Stefn- an er að þróa nýtt kerfi frá grunni og gefa þeim sem vilja kost á yfirfærslu rnilli kerfa. Það verða staðlaðir grunnpakkar sem síðan má bæta við. Nýja kerfið verður sveigjanlegra en það ganrla og það verða auknir möguleikar fyr- ir notendur til aðlögunar. Það er tengjanlegt við önnur kerfi sam- kværnt þeim stöðlum sem Win- dows bíður upp á. Framtíðarsýn Þeirri staðhæfingu hefur verið varpað fram að með tilkomu hlutbundinnar forritunar sé bylt- ing í hugbúnaðargerð í augsýn. Hvort um byltingu er að ræða skal látið ósagt en þetta nýja um- hverfi bíður upp á möguleika sem áður voru óþekktir. Kröfur viðskiptavina urn gæði og sveigjanleika hugbúnaðar eru sífellt að aukast. Notendur vilja margirhverjirgeta aðlagað kerfin að eigin þörfum annað hvort sjálfir eða nreð aðstoð tækni- manna. Það er skoðun okkar að þeir sem ekki verða við þessum nýju kröf- um markaðarins muni einfaldlega daga uppi og verða undir í sam- keppninni. Kristján Gunnarsson er verkfrœðingur og einn af eigendum Kerfisþróunar hf 14 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.