Tölvumál


Tölvumál - 01.03.1994, Side 25

Tölvumál - 01.03.1994, Side 25
Mars 1994 tiltölulega hreinir RISC örgjörvar séu í nýjustu útgáfum séu all- verulega farnir að draga dám af CISC. Þeir hafa jafnvel fengið viðurnefnið CRISC. Það verður þó að hafa í huga að RISC er ekkert markmið í sjálfu sér. Markmiðið er að sjálfsögðu að fomt notandans keyrist eins hratt og mögulegt er. Notandan- um líður ekkert betur þó hann viti af því að forritið hans keyri á "hreinum" RISC örgjörva, ef það tekur heila eilífð í frarn- kvæmd. Hönnuðir nútímagjörva nýta sér eiginleika úr öllum áttum til að auka keyrsluhraða þeirra forrita sem munu keyra á ör- gjörvunum. Helstuáhrifavaldar Til að geta betur sagt fyrir um þróunina í örgjörvahönnun skul- um við reyna að gera okkur grein fyrir helstu áhrifavöldunum í þessari þróun. Sú þróun sem hefur átt sér stað f aukningu á hraða örgjörva annars vegar og minnis hins vegar á eftir að hafa mikil áhrif á uppbyggingu tölva í framtíðinni. Eins og sést á ntynd 1. hefur hraðaaukning DRAM minnis, en það er minnið sem aðallega er notað í aðalminni tölva, engan vegin haldið í við hraðaaukningu örgjörva. Astæð- ur fyrir þessum mun eru nokkrar. Minnisþörf forrita hefur aukist gífurlega á síðustu árum. Megin- áherslan hefur því verið á að framleiða sífellt stærri minnis- kubba, en ekki endilega hrað- virkari. A sama tíma hefur verið lagt ofurkapp á að auka hraðan á örgjörvum, jafnframtþví sem þeir hafa verið að smækka. Að sjálf- sögðu er enn hægt að frantleiða minni sem hafa sama hraða og örgjörvarnir, en þau verða aldrei eins stór og DRAM kubbarnir, auk þess sem þau eru mun dýrari. Hraðamunurinn á örgjörvum og aðalminni tölva leiðir til svo- kallaðs minnisstigveldis (mem- ory hierarchy) í tölvum. I því eru notuð bæði lítil hraðvirk minni og stórhægvirkari minni. Flestar nútímatölvur hafa fjögur þrep í minnisstigveldinu. Efst eru gistun, sem vinna á sarna hraða og örgjörvinn sjálfur, en eru yfirleitt aðeins nokkrir tugir bæta. Síðan kemur skyndiminni (cache), oftast nokkrir tugir eða hundruð kíló- bæta og er hraðvirkt minni sem stundum er á sama kubbi og ör- gjörvinn. Aðalminni tölva er núna yfirleitt nokkrir tugir mega- bæta og hægvirkara en skyndi- minnið. Loks hafa flestar tölvur neðsta lag í minnisstigveldinu, sem kallast sýndarminni (virtual memory), en harðir diskar eru notaðir til að setja það upp. Hraðinn á diskunum er mun lægri en á aðalminninu, allt að 100.000 sinnum hægari, en stærðin getur farið í nokkur gígabæti. Hraða- aukning Mynd 1. Ástæðan fyrir því að minnisstig- veldi virka svona vel er sú að forrit eru staðvær, bæði í tíma og rúmi. Að forrit sé staðvært í tíma þýðir að sömu minnishólfin sé noluð oft. Þetta kemur til meðal annars ef um er að ræða lykkju í forriti, því þá er verið að ná í sömu skipanirnar aftur og aftur. Einnig er það þannig að ákveðnar breytur í forriti eru mikið notaðar og þá er vísað oft í sama minnishólfið. Ef þessi minnishólf eru komin í hraðvirku minnin þá halda þau áfrant að vera þar og hraðinn á forritinu verður nálægt því að vera eins og allt minnið væri á þessum hraða. Hugtakið staðvær í rúmi segirað efeittminnishólfernotað þá er líklegt að minnishólfin í kring séu líka notuð. Þetta á við um skipanir, því þær eru yfirleitt framkvæmdar í röð, en einnig er oft verið að vinna með vektora og þá eru gagnaminnishólf notuð í röð. Kosturinn við að forrit séu staðvær í rúmi er að þá borgar sig að flytja blokkir minnishólfa á milli þrepa í minnisstigveldinu, en það er hagkvæmara vegna kostnaðar við að setja flutning- inn í gang. Ymsar eðlisfræði- legar grundvallartakmarkanir eru farnar að hafa áhrif á gerð örgjörva og fyrirsjáanlegt er að þær mynda einhvers konar veggi sem ekki verður komist yfir. Ein af þessum takmörkunum er hraði 25 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.