Tölvumál


Tölvumál - 01.03.1994, Blaðsíða 9

Tölvumál - 01.03.1994, Blaðsíða 9
Mars 1994 hugfanginn af þessu forriti og vera búinn að eyða flestum kvöldum undanfarnar vikur við að æfa blindflugslendingar við mismun- andi aðstæður. Svo heillaður var hann af þessu forriti að hann tók mig hið snarasta í skemmtilega ilugkennslu sem endaði nokkrum klukkustundum síðareftirnokkr- ar sársaukalausar brotlendingar. En seint og um síðir náði ég að setja upp hjá honunr tenginguna við gagnabankann. Það fyrsta sem læknirinn gerði eftir að tengingin komst á var að gerast aðili að áhugahópi um "Micro- soft" flughermiforritið og fyrsti skráarflutningur sem vinur minn, læknirinn framkvæmdi var að sækja nýja flugvélartegund sem hann hafði ekki flogið áður. Ég veit ekki til þess að læknirinn hafi enn notfært sér þá möguleika sem "Compuserve" býður upp á fyrir hans sérsvið en e.t.v. kemur að því síðar. Ég tel rétt í framhaldi af þessari sögu að eiginmenn eða eiginkonurgeri sérgrein fyrirþví að nauðsynleg eftirvinna maka getur verið af margvíslegum toga. Þessa sögu segi ég til þess að leggja áherslu á að möguleikar tölvutækninnar hafa færst inn í nýjar víddir þar sem tölvutæknina er hægt að nýta bæði sem skemmtilega og lærdómsríka af- þreyingu sem og mikilvægt tæki í upplýsingaöflun og flokkun. Sú kynslóð sem nú vex úr grasi elst upp við tölvuleiki og grunn- kennslu í tölvunotkun í skólum. Myndræn framsetning kennslu- efnisjafnt sem afþreyingarerstór hluti af uppeldi þessarar kyn- slóðar og mun hún gera kröfur um slíkan framsetningarmáta í framtíðinni. Umræðan um myndræn notenda- skil svo og myndræna frarn- setningu upplýsinga hefur verið í gangi nú urn alllangt skeið og minnist ég þess að íjallað hefur verið um þá hluti í allnokkrum erindum á ráðstefnum Skýrslu- tæknifélagsins. Það sem gerir umræðuna kannski áhugaverðari nú en áður er að þessi bylting er orðin að veruleika með þróunar- tækjum og þróunartækni sem er aðgengileg hverjum sem er. Framsetning upplýsinga getur líka tekið á sig aðra og skenrmtilega mynd og á ég þar t.d. við notkun hljóðmerkja og tals sem hægt er að beita nreð skemmtilegum hætti. Ég minnist eins dæmis úr mínu fyrirtæki þar sem verið var að þróa eftirlitskerfi með fram- leiðslu kera í kerskálanum þar sem notast er við "tölvutal" með aðstoð hljóðkorts. Ein af frum- útgáfum kerfisinstúlkaði endalok tæmingar kersins með nautna- legum ropa. Mönnunr þótti þetta geta orðið leiðingjarnt til lengdar svoropinn vartekinn út íkeyrslu- útgáfunni. Meðþessum eina ropa fékk hið steindauða ker skyndi- legt líf með eftirminnilegum hætti og sýnir þetta að hægt er að krydda upplýsingarnar með margvíslegum hætti þótt hægt sé að finna betra krydd en það sem notað var í þessu tilviki. Nú í vikunni var athyglisverður umræðuþáttur í sjónvarpinu þar sem rætt var m.a. urn stöðu kvik- myndagerðar á íslandi. Komið var inn á stöðu ritaðs máls eða bókmennta í samanburði við stöðu kvikmyndarinnar. Kom þar margt athyglisvert í ljós. Meðal annars hafa menn áhyggjur af minnkandi bókalestri landsmanna sem líklegast er afleiðing aukins framboðs af- þreyingakvikmynda og rnarg- víslegs sjónvarpsefnis. Þessi þróun er í sjálfu sér ekki óeðlileg að mínu mati. Kvikmyndaform- ið er meira lifandi og aðgengi- legra heldur en ritað mál. En bókmenntaformið getur öðlast meiri dýptogkrafistþannig annars skilnings af hálfu lesanda og þannig höfðað frekar til annars hópsheldurenkvikmyndin. Þessi tvö ólíku form eiga því svo sannar- lega rétt á sér og munu örugglega standa bæði um ókonrna tíð. Að sama skapi tel ég að hin myndræna framsetning notenda- skila og upplýsinga muni ekki endilega alls staðar eiga við. Þannig tel ég að hið hefðbundna ómyndræna form ásamt hinu myndræna geti haldið áfram að þróast samhliða. Einhvers slaðar heyrði ég þá stafhæfingu urn þróun myndrænna kerfa, Produce now,pay later. Sem útleggst gæti á okkar ástkæra ylhýra Til íhvelli, borgar í elli. Það sem átt er við með þessari staðhæfingu er að það tekur skamman tíma að skrifa nrynd- ræn kerfi með öflugum þróuna- rtækjum og nýrri tækni en viðhald þessa hugbúnaðar getur orðið kostnaðarsamara og erfiðara. Það verður gaman að heyra hvað fyrirlesararnir sem konra hér á eftir segja urn þetta. Ég hef þá skoðun að almenn einföldun á tölvuumhverfi fyrirtækja nieð til- kornu einkatölvunnar, tölvuneta og myndrænnar framsetningar geri það að verkum að fyrirtæki í almennunr rekstri, þ.e. ekki hug- búnaðarfyrirtæki, munu hætta að reka sérhæfðar deildir fyrir hug- búnaðarþróun. Sú staðreynd að notkun tölvukerfa er orðin svo samofin almennri vinnu starfs- nranna kallar á nýja og breytta skilgreiningu tölvudeilda. Tölvu- deildir munu verða ábyrgar fyrir rekstri, uppsetningu og viðhaldi tölvuvélbúnaðar ásamt rekstri hugbúnaðarkerfa jafnframt því að móta stefnu fyrirtækisins í tölvumálum. Notandinn verður 9 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.