Tölvumál - 01.06.1995, Page 3

Tölvumál - 01.06.1995, Page 3
Efnisyfirlit 5 Frá formanni Haukur Oddsson 6 Hvað er ISDN? Valdimar Óskarsson 10 ATM-AlltTil Margmiðlunar Magnús Hauksson 14 Samnet á íslandi 1995 Einar H. Reynis 16 Frá orðanefnd Sigrún Helgadóttir 18 Hugbúnaðarverkfræði Sæmundur Sæmundsson 24 Ný útgáfa ÍST 32 Daði Örn Jónsson 27 ÍST 32 frá sjónarhóli SÍH Eggert Claessen 30 íslenska hraðbrautin Ritstjórnarpistill Það vill svo til að ísland er eyja fjarri öðrum löndum. Að auki eru fáir sem hér búa. En við erum fljót að tileinka okkur nýjungar, ekki hvað síst tækninýjungar. Meðal annars eru miklar framfarir í fjarskiptum sem opna nýja möguleika. Um leið minnkar heimurinn í óeiginlegum skilningi. Einfaldara og ódýrara er nú en áður að hafa samskipti um tölvunet heimsálfa á milli. Flutningsgetan er víðast að aukast mikið. Og eins og vænta mátti er áhuginn mikill á því sem nú er hægt að gera til dæmis að flækjast um Vefinn. En þar sem við erum fá og landið strjálbýlt þá þýðir það að færri eru til að bera kostnaðinn sem því fylgir að setja upp nauðsynlegt fjarskiptakerfi. Að auki eru kerfin sem sett eru upp hér minni en víða erlendis og því mögulega óhagkvæmari í innkaupum og rekstri en þar. Þráttfyrir þetta getum við tekið þátt í þessari þróun. Ein af helstu ástæðum þess að það er hægt eru einmitt þessar framfarir í tækni sem orðið hafa að undanförnu og hafa lækkað allan tilkostnað. í þessu tölublaði er meðal annars, fjallað um nýjungar á þessu sviði. Opnara umhverfi kallar jafnframt á að vissar leikreglur verði settar og þeim fylgt eftir. Um þessar mundir kemur út ný útgáfa af ÍST32, almennum skilmálum um útboð og verksamninga vegna gagnavinnslukerfa. Hann verður einnig til umfjöllunar hér. Magnús Hauksson V_________________________________________________________V TÖLVUMÁL Tímarit Skýrslutæknifélag íslands Tölvumál er vettvangur umræðna og skoðanaskipta um upplýsinga- tækni sem og fyrir málefni og starfsemi Skýrslutæknifélagsins. Óheimilt er að afrita á nokkurn hátt efni blaðsins að hluta eða í heild nema með leyfi viðkomandi greinahöfunda og ritstjórnar. Blaðið er gefið út 6 sinnum á ári í 1.100 eintökum. Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Auglýsingar: Átak hf., S. 568 2768 Umbrot: Svanildur Jóhannesdóttir Aðsetur: Barónsstígur 5 101 Reykjavík Sími: 551 8820 Bréfsími: 562 7767 Ritstjóri og ábm.: Magnús Hauksson Aðrir ritnefndarmenn: Bergþór Skúlason Gísli R. Ragnarsson Áskrift er innifalin í félagsaðild að Skýrslutæknifélagi fslands. Tölvumál - 3

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.