Tölvumál - 01.06.1995, Side 10

Tölvumál - 01.06.1995, Side 10
Júní 1995 ATM - Allt Til Margmiðlunar Grein þessi er byggð á erindi sem flutt var á ráðstefnu SI21. mars 1995 Eftir Magnús Hauksson Hvers vegna að hafa mörg fjar- skiptakerfi, eitt fyrir hverja tegund ijarskipta. Er ekki betra að byggja upp eitt kerfi eða net sem getur flutt allar tegundir upplýsinga. Núna eru til dæmis til fjarskiptakerfi fyrir: - Síma. - Sjónvarp. - Útvarp. - Tölvusamskipti. - Flug. Og fljótlega er þörf á fjarskipta- kerfum fyrir: - Háskerpusjónvarp. - Gagnvirkt sjónvarp. - Tölvuleikiogsýndarveruleika. Þörf fyrir flutningsgetu er núna um: - Tal um 64Kb/s án þjöppunar. - Útvarp um 128Kb/s. - Sjónvarp um 3Mb/s með þjöppun skv. MPEG 2. - Háskerpusjónvarp35Mb/smeð þjöppun skv. MPEG 3. - Háupplausnar ljósmyndir um lOOMb/s. - Sending tölvusneiðmynda um 200Mb/s. Eitt ofurnet Frekar en bæta alltaf við fjar- skiptakerfum þá er væntanlega betra að hafa eitt kerfi sem getur flutt allar tegundir upplýsinga. Einn allsherjar svelg eða trekkt sem tæki við öllu saman. Nú lítur út fyrir að vera hægt að byggja upp slíkt kerfi með aðstoð ATM (Asyncrounus Transfer Mode) sem hægt er að kalla „Allt Til Marg- miðlunar“ en bein þýðing er „ósamhæfður flutningsháttur“. Það var árið 1986 sem fyrst var sest niður og reynt að útbúa staðl- aðar aðferðir fyrir slíka tækni sem allir gætu sammælst um að nota. Og 1988 var á vegum alþjóða fjar- skiptastofnunarinnar fyrst birtir staðlar fyrir ATM, reyndar sem hluti af B-ISDN eða breiðbands- samneti en um ISDN er fjallað í annari grein í þessu blaði. Síðan þá hafa framleiðendur tekið höndum saman um að búa til búnað sem vinnur samkvæmt ATM. Reyndar hefur gengið á ýmsu og stundum hefur virst von- laust að sætta ólík sjónarmið um hvernig ætti að útfæra ýmis atriði. Ekki er enn búið að leysa allt sem þarf að leysa og búast má við að enn séu nokkur ár í að komið sé á jafnvægi. Hvaða tækni Þegar farið var að huga að ATM þá datt mönnum fyrst í hug að nota eitthvað afþeirri tækni eða aðferðum sem þegar var í notkun. En við nánari skoðun kom í ljós að ógerlegt var að steypa saman svo ólíku upplýsingastreymi sem tal, sjónvarp ogtölvusamskipti eru með þeim aðferðum sem voru í notkun og þekktar. Ekki var ein- ungis þörf á mikilli flutningsgetu eða bandbreidd heldur líka jafnri seinkun í genum kerfið. Sú seinkun sem óhjákvæmilega verður við fluning upplýsinga á milli staða verður að vera sú sama á öllum tímum fyrir til dæmis tal og mynd. Jafnframt er þörf á mikilli bandbreidd eða upp í Gb/s svæðið. Leiðstjórar (e. router) sem eru til dæmis notaðir í Háhraðanetinu og vinna þannig að gögn sem fara frá A til B fara ekki endilega sömu leið í sama samtali. Þannig getur það komið til að gögnin koma ekki í réttri röð á áfangastað. Það skiptir litlu máli í tölvusamskiptum vegan þess að það er einfaldlega hægt að endurraða gögnunum á áfanga- stað. En ef tal eða mynd berst ekki í réttri röð þá verður það sem út kemur óskiljanlegt. Leiðstjórar vinna á svökölluðum ótengdum samböndum (e. connectionless). Enda ekki um það að ræða að sett sé upp samband á milli A og B þegar samskipti eiga sér stað. En skiptar (e. switches) sem eru til dæmis notaðir í símakerfinu vinna aftur á móti þannig að sett er upp rás á milli A og B þegar þeir þurfa á henni að halda og síðan er rásin tekin niður í enda samtals. Og viðkomandi hafa einir not af rás- inni á meðan. Leiðstjórar vinna samkvæmt leiðarvalstöflum sem þeir skipast stöðugt á og endurnýja reglulega en skiptar samkvæmt fyrirfram ákveðnum aðferðum og hver skiptir er með sína uppsetn- ingu. í ljarskiptakerfum byggðum upp á skiptum er lítil og jöfn seink- un en jafnframt lítil bandbreidd. í fjarskiptakerfi byggðu upp af leiðstjórum er breytleg seinkun sem getur jafnvel verið umtalsverð en bandbreidd getur verið mikil. 10 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.