Tölvumál - 01.06.1995, Blaðsíða 15

Tölvumál - 01.06.1995, Blaðsíða 15
Júní1995 bitastraums. Misskilningur er að það þurfi ljósleiðara inn í hús fyrir Samnet. Hægt er að nota gömlu kopar- strengina því kopar getur flutt hvort sem er stafrænt eða hliðrænt merki. Með stafrænum samböndum verða tengingar, svo sem fyrir tölv- ur, mun hraðari en almennt er í dag. Mögulegt er að bjóða upp á mun fjölbreyttari símaþjónustu og unnt aö bjóða upp á hluti sem ekki eru mögulegir með hliðrænni tækni. Grunnurinn að Samnetinu eru staðlar og fyrir nokkrum árum var undirritað samkomulag rnilli þá- verandi EB og EFTA ríkja urn að Samnetstækni yrði samræmd innan Evrópu og mun Samnetið á íslandi fylgjaETSI, Euro-ISDN, stöðlum. Rásir Milli búnaðar hjá notanda og Samnetsstöðvar eru notaðar mis- munandi rásir. B-rásin er fyrir almenn sambönd, hvort sem er fyrir tal, fax eða tölvutengingar og rnargt fleira. Hún er fyrir hraðann 64.000 bita/sek. D-rásin flytur upplýsingar af ýmsu tagi á milli búnaðar notanda og Samnets- stöðvar. Hún erýmistá 16.000 eða 64.000 bitum/sek. H-rásir eru til í nokkrum gerðum. H0 eru 6 B-rásir fyrirhraðann 384.000 bitar/sek. og H12 eru 30 B-rásir fyrir hraðann 1.920.000 bitar/sek. Tengingarog búnaður Tengingar eru tvenns konar. Fyrir smærri aðila er notuð svo- kölluð 2B+D tenging og er því tvær B rásir og ein D rás. Slík tenging kallast Grwmlenging á íslensku. Hin tengingin er fyrir stærri aðila eða þá sem þurfa fleiri rásir. Hún kallast 30B+D og eru þrjátíu B- rásir og ein D-rás. Slík tenging kallast Stofntenging á íslensku. Helsti búnaður sem kemur við sögu er eftirfarandi: Netmarka- búnaður, eða NT, er sá sem tengist annars vegar símalínunni frá ISDN stöð og hinsvegar notandabúnaði. Netmarkabúnaður er til í tveimur afbrigðum, NTl og NT2. Enda- búnaður eða TE skiptist í TEI og TE2. TEl er allur „hreinræktaður“ ISDN notandabúnaður, það vill segja að hann „talar við“ Samnetið á samskiptareglum þess. Allur eldri fjarskiptabúnaður, hvort sem eru símtæki, faxtæki og annað sem tengist gömlu hliðrænu línunum kallast TE2. Ef nota á eldri búnað verður það að vera um Samnets- tengildi eða TA. Samnetstengildið er milliliður milli hins gamla og nýja og um það má til dæmis tengja tölvu með V.24 (25 pinna) tengli. Tengi þau sem notuð eru á rnilli tækja eru annarsvegar S og T á milli ISDN tækja og R tengill sem eru allir eldri tenglar svo sem V.24 og X.21. Dæmi um Samnetstengildi Fullkomið Samnetstengildi gæti boðið upp á eftirfarandi: Tenging er við NT búnað með S tengli fyrir Grunntengingu, og á því væru tenglar fyrir tölvur, símtæki og fax. Einnig hefði það Hayes skipanasett fyrir tölvuna og svokallað CLIP öryggi fyrir innhringivörn. Inn- byggt í það er einnig DES dulmáls- lykill. Tækið hefði V. 110 hraða- breyti fyrir búnað sem þyrfti að senda á lægri hraða en 64.000 bita/ sek. Tækið gæti tengt á sitthvorri B rásinni, eða tengt þær saman og búið til 128.000 bita/sek. línu ef þörf er á meiri bandbreidd. Mótöld eru óþörf í Samnetinu og Samnets- tengildi kemur i þess stað. Dæmi um ISDN síma Sími fyrir Samnetið hefði að- gang að fullkominni þjónustu ISDN stöðvar, líkri því sem margir þekkja úr fúllkomnum einkasím- stöðvum. Hann hefði kristalskjá sem gæti sýnt númer það sem er að hringja eða sýnt kostnað símtalsins. Hann gæti geymt í minni númer þeirra sem hringdu meðan notandinn skrapp frá og þannig mætti velja þau númer beint með hnapp. Sumir símar hafa einnig tölvutengil og geta því unnið jafnframt sem Samnetstengildi. Dæmi um ISDN leiðstjóra Eitt dæmi til viðbótar væri leiðstjóri (router) fyrir ISDN. Hann gæti notað klukku til að tengja að morgni og rjúfa að kveldi. Oþarfi væri að nota leigulínu um lengri leiðir ef notkun er til dæmis bundin við tiltekinn tíma dags og með ISDN væri borgað fyrir þann tíma sem tengt er. Annað dæmi væri að nota að öllu jöfnu eina 64.000 bita/ sek. B-rás á milli staða og ef álag yrði mikið myndi leiðstjórinn tengja eina B rás til viðbótar og afköstin aukin í 128.000 bita/sek. Þegar álagið minnkaði myndi leiðstjórinn rjúfa viðbótarrásina. Þannig má fá bandbreidd eftir þörfum. ISDN á íslandi Fyrsta skrefið í áttina að ISDN hérlendis er að setja nýtt stýrikerfi í opinberu símstöðvamar. Vélbún- aður kemur í framhaldi af því en settar verða upp sérstakar ISDN útstöðvar á höfuðborgarsvæðinu. ISDN verður svo í boði um allt land vorið 1996. Einar H. Reynis er raf- eindavirkj ameistari, Fjarskiptasviði Pósts og síma Tölvumál -15

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.