Tölvumál - 01.06.1995, Side 28
Júní 1995
þessu og má svo sem deila um
hvernig tekist hefur til að þessu
sinni. Engu að síður er minnst á
höfundarréttarmál og einnig kveðið
upp úr með að aðilar þurfa að gæta
hagsmuna sinna við samningagerð.
Hvað varðar verkkaupann þá segir
í staðlinum um útboðslýsinguna,
þ.e. hvað þurfí að taka þar fram:
„hvaða réttindi verkkaupi áskilur
sér vegna frumforrita sem sér-
smíðuð eru vegna verksins. Ef
annað er ekki tekið fram fær verk-
kaupi afhent sérsmíðuð frumforrit
og eignar og breytingarrétt á þeim.
Honum er hins vegnar óheimilt að
nýta þau til annarra þarfa en fram
kemur í útboðsgögnum, nema að
höfðu samráði við verktaka."
Hvað varðar verktakann þá segir í
staðlinum: „Bjóðandi skal gera
grein fyrir hvaða réttindi hann
áskilur sér vegna áður gerðra
hugbúnaðareininga sem hann ætlar
að nota til verksins. Lýsa skal
hverri einingu, hvort frumforrit
verða afhent verkkaupa og hvaða
takmarkanir eru settar á notkun,
breytingar og frekari dreifingu
hennar. Bjóðanda er heimilt að gera
kröfu um aðra tilhögum þessara
réttinda en útboðslýsing gerir ráð
fýrir. Tilboð sem fela í sér takmark-
anir á rétti verkkaupa umfram
útboðslýsingu teljast þó fráviks-
tilboð.“ Eins og sést á þessum
greinum er hér engan veginn um
endanlega lausn á höfundaréttar-
málum að ræða. Engu að síður er
hér tekið mikilvægt skref í þá átt
að gera réttindamál skýrari en ella.
Samvinna
í staðlinum er talað um sam-
vinnu sem er afar mikilvægt. Það
má lesa skýrt út úr staðlinum að
verkkaupa og verktaka ber að
vinna saman að því verkefni sem
útboðið snýst um. bað er beggja
hagur að aðilar standi við skuld-
bindingar sínar og leggist á eitt um
að verkinu ljúki samkvæmt
samningi.
Rétthæð gagna
í staðlinum er að finna ákvæði
um rétthæð útboðs og samnings-
gagna. í staðlinum segir: „Rétthæð
útboðs og samningsgagna er sem
hér segir. Þau göng sem fyrr eru
talin teljast rétthærri en þau sem á
eftir koma:
a) Verksamningur.
b) Tilboð verktaka.
c) Skilmálar útboðsgagna.
d) Verklýsing og magntölur út-
boðsgagna. Nákvæmar lýs-
ingar og sundurliðanir hafa
meira gildi en almennar lýsing-
ar og samtölur.
e) Staðallin ÍST 32.
Nýjar ákvarðanir ógilda eldri
ákvarðanir og sérákvæði hafa
meira gildi en almenn ákvæði.“
Ákvæði af þessu tagi hefur ekki
verið áður að finna í staðlinum, en
er nauðsynlegt vegna þessa að
gögn er varða flókin upplýsinga-
kerfí geta verið mikil að vexti og
nauðsynlegt að aðilar þekki
rétthæð gagn ef úrskurða þarf um
vafaatriði eða ósamræmi í
gögnum.
Verkfundur og
skrifleg gögn
í þessari nýju útgáfu staðalsins
er hert á þeirri kröfu að samskipti
aðila verði formlegri s.s. með
verkfundum og að gögn og
fyrirmæli séu alla jafna skrifleg.
Það telst eðlilegt verklag að sem
flest sé haft skriflegt og minnkar
líkur á misskilningi og þar með
deilum.
Verklok, viðtaka og
viðhald
í staðlinum er skýrt kveðið á
um að verk hafí upphaf og endi.
Það er skylda verkkaupans að taka
við verkinu og taka það út. Það er
einnig ljóst að þegar verkinu lýkur
hefst ábyrgð verktakans og hún er
tímasett. Einnig vil ég minna á það
nýmæli sem felst í ákvæðum um
viðhaldshæfí verks og viðhalds-
skyldu verktaka.
Ágreiningsmál
Við samningu staðalsins var
valin sú leið að í fyrri hluta hans
eru vinnuferli rakin með þeim hætti
að ekki er gert ráð fyrir afbrigðum.
Þannig geta lesendur lesið sig í
gegnum „eðlilegt“ ferli við útboð
og gerð verksamnings. I köflum
þar á eftir er að fínna afbrigðin og
hvemig á að bregðast við þeim. Því
það verður víst seint hægt að
útiloka slíkt í útboðum. ITversu vel
sem aðilar hafa samið getur komið
upp sú staða að aðilar verði ekki
með nokkru móti sammála um
einhver atriði samnings. Mig
langar til þess að grípa niður í þá
grein er varðar áfrýjun úrskurðar
umsjónarmanns. „___Skulu þá
aðilar reyna með sér sættir. Verði
það árangurslaust getur hvor
þeirra um sig skotið ágreiningnum
til gerðardóms til endanlegs
úrskurðar ef ekki er í samningi
kveðið á um annað og ágrein-
ingurinn er eingöngu eða aðallega
um tæknileg efni. Hvor aðili um sig
skal skipa 1 mann í dóminn og
dómsyfirvald í héraði verkkaupa
skal skipa oddamann."
Lokaorð
Ég hef hér í stuttu máli farið
yfir nokkra áherslupunkta sem mér
finnst skipta máli í þessum nýja
staðli. Hér er ekki um tæmandi
yfírferð að ræða eða ítarlega um-
fjöllun. Ég vil ítreka það að ein-
hugur ríkti innan nefndarinnar um
það frumvarp að staðlinum sem nú
liggur fyrir. Nefndin lagði á sig
mikla vinnu og var samstarf þeirra
nefndarmanna sem unnu að staðl-
inum til fyrirmyndar. Ekki hvað
28 - Tölvumál